Chelsea á eftir Joaquin

Jose Mourinho hefur staðfest að Chelsea hafa talað við Real Betis um hugsanleg kaup á Jouqin, og sagði að félagið myndi hugsanlega kaupa kantmanninn í sumar. Talið var að landsliðsmaðurinn spænski myndi yfirgefa Real Betis í janúarglugganum og voru Chelsea, Real Madrid og Manchester United þá helst nefnd ásamt ítölskum liðum, en ekkert varð að því. Talið er að Jouqin muni kosta um 20 milljónir punda.