Sport

Sigurganga Valencia heldur áfram

Valencia hélt áfram sigurgöngu sinni í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið sigraði granna sína Levante, 2-1. Ruben Baraja og Miguel Mista skoruðu mörk Valencia en sigurmark Mista var mjög umdeilt og allt var við það að sjóða upp úr á Mestalla-leikvanginum, en Valencia er nú í 2. sæti. Þá gerðu Sevilla og Getafe markalaust jafntefli en Numancia og Athletic Bilbao skildu jöfn, 1-1. Í dag mætast grannliðin Atletico Madrid og Real Madrid. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn kl. 18. Gríðarleg spenna er í Madríd fyrir leikinn, sérstaklega eftir að Marcelo Sosa, leikmaður Atletico, lét þau orð falla um David Beckham að vissi um tíu þúsund leikmenn sem væru betri en hann og að Real Madrid hefði einungis keypt Beckham af markaðssátæðum. Þá greina enskir fjölmiðlar greina frá því í morgun að að Wanderley Luxemborgo, nýr þjálfari Real Madrid, ætli að losa sig við Englendingana þrjá, David Beckham, Michael Owen og Jonathan Woodgate.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×