Asinn á Íslandi kemur á óvart 23. nóvember 2005 08:45 "Það hefur verið gaman að vera á Íslandi, þó það hafi gengið svona upp og ofan í handboltanum. Það er svolítið sláandi hversu mikill hraði er í íslensku samfélagi," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, en hann leikur nú með liði Aftureldingar í DHL-deildinni og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, eftir að hafa búið erlendis um árabil. Guðmundur segir deildarkeppnina hér á Íslandi ekki vera eins sterka eins og hún var árið 1999, þegar Guðmundur hélt í atvinnumennsku. "Mér finnst, svona heilt yfir, deildarkeppnin ekki vera eins sterk núna og hún var þegar ég lék hér á landi síðast. Það eru hins vegar fleiri efnilegir leikmenn í deildinni núna heldur en þá, sem er náttúrlega mjög jákvætt." Afturelding er með einstaklega ungan leikmannahóp en Guðmundur gæti hæglega verið faðir nokkurra leikmanna í liðinu, svo mikill er aldursmunurinn. Hann segist þokkalega sáttur við sína frammistöðu en vonast til þess að ná meiri stöðugleika þegar líður á keppnistímabilið. "Ég hef átt ágæta leiki, en svo líka ekkert sérstaklega góða leiki. Vonandi næ ég að finna jafnvægið í næstu leikjum. Það hefur skort svolítið upp á að hafa stöðugleikann en vonandi tekst okkur ná honum og bæta leik okkar þannig. Það eru margir efnilegir strákar í liðinu sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni." Guðmundur hefur mikla trú á landsliði Íslands og vonast til þess að liðið nái góðum árangri á næsta stórmóti. "Það hefur vantað herslumuninn upp á að liðið nái viðunandi árangri á síðustu stórmótum, en ég er sannfærður um að getan er fyrir hendi. Leikmannahópurinn er sterkur og ég hef fulla trú á því að góður árangur náist í framtíðinni." Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjá meira
"Það hefur verið gaman að vera á Íslandi, þó það hafi gengið svona upp og ofan í handboltanum. Það er svolítið sláandi hversu mikill hraði er í íslensku samfélagi," sagði Guðmundur Hrafnkelsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, en hann leikur nú með liði Aftureldingar í DHL-deildinni og stundar nám í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands, eftir að hafa búið erlendis um árabil. Guðmundur segir deildarkeppnina hér á Íslandi ekki vera eins sterka eins og hún var árið 1999, þegar Guðmundur hélt í atvinnumennsku. "Mér finnst, svona heilt yfir, deildarkeppnin ekki vera eins sterk núna og hún var þegar ég lék hér á landi síðast. Það eru hins vegar fleiri efnilegir leikmenn í deildinni núna heldur en þá, sem er náttúrlega mjög jákvætt." Afturelding er með einstaklega ungan leikmannahóp en Guðmundur gæti hæglega verið faðir nokkurra leikmanna í liðinu, svo mikill er aldursmunurinn. Hann segist þokkalega sáttur við sína frammistöðu en vonast til þess að ná meiri stöðugleika þegar líður á keppnistímabilið. "Ég hef átt ágæta leiki, en svo líka ekkert sérstaklega góða leiki. Vonandi næ ég að finna jafnvægið í næstu leikjum. Það hefur skort svolítið upp á að hafa stöðugleikann en vonandi tekst okkur ná honum og bæta leik okkar þannig. Það eru margir efnilegir strákar í liðinu sem eiga eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni." Guðmundur hefur mikla trú á landsliði Íslands og vonast til þess að liðið nái góðum árangri á næsta stórmóti. "Það hefur vantað herslumuninn upp á að liðið nái viðunandi árangri á síðustu stórmótum, en ég er sannfærður um að getan er fyrir hendi. Leikmannahópurinn er sterkur og ég hef fulla trú á því að góður árangur náist í framtíðinni."
Íslenski handboltinn Íþróttir Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Fleiri fréttir „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjá meira