Það hefur verið níðst á öryrkjum 23. nóvember 2005 06:00 Öryrkjabandalag Íslands hefur enn á ný farið í mál við ríkisstjórnina vegna vanefnda á greiðslum til öryrkja. Fyrir alþingiskosningarnar 2003 gerði Öryrkjabandalagið samkomulag við ríkisstjórnina um 1,5 milljarða kr. hækkun á aldurstengdum bótum til öryrkja.En þegar kom að því að efna samkomulagið vildi ríkisstjórnin ekki greiða meira en 1 milljarð í hækkun á bótum. Öryrkjar gáfu ríkisstjórninni langan frest til þess að efna samkomulagið og vildu fremur fara samkomulagsleið en dómstólaleið. En allt kom fyrir ekki. Nýlega lét heilbrigðisráðuneytið Hagfræðistofnun háskólans gera skýrslu um fjölgun öryrkja á ákveðnu árabili. Var rekið upp mikið ramakvein þegar skýrslan kom út og sagt, að öryrkjum hefði fjölgað gífurlega mikið og kostnaður vegna lífeyrisgreiðslna til þeirra hefði stóraukist. Öryrkjabandalagið segir, að fjöldi öryrkja hér sé svipaður og í nálægum löndum. Vakti það mikla undrun hvers vegna heilbrigðisráðuneytið gat ekki sjálft flett því upp hvað öryrkjum hefði fjölgað mikið hér eða fengið tölurnar frá Tryggingastofnun ríkisins en þær liggja allar fyrir í staðtölum Tryggingastofnunar. Eina skýringin á þessu háttalagi ráðuneytisins er sú, að ætlunin hafi verið að gera mikið áróðursmál úr því að öryrkjum hefði fjölgað mikið og um leið gera það tortryggilegt að æ fleiri yrðu öryrkjar. Vantaði ekki að hagfræðistofnun og ráðuneytið réðust með miklu offorsi að stöðu og kjörum öryrkja er skýrslan kom út. Ekki er ljóst hvað þessum aðilum gengur til, þar eð enginn er úrskurðaður öryrki hjá Tryggingastofnun nema að undangengnu örorkumati læknis og fara þau mál öll gegnum tryggingayfirlækni Tryggingastofnunar ríkisins. Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram kom í ljós að heilbrigðisráðuneytið hafði fellt niður bensínstyrk til hreyfihamlaðra. Var það helsta sparnaðarráðstöfun ráðuneytisins. Þessi ráðstöfun mæltist mjög illa fyrir innan þings sem utan og varð heilbrigðisráðherra að draga þessa ákvörðun sína til baka. En þessi ráðagerð sýndi afstöðu ráðuneytsins til öryrkja.Þegar mál þetta og mál öryrkja almennt voru rædd á alþingi sagði heilbrigðisráðherra, að öryrkjum hefði fjölgað mikið á árinu. Var ráðherra mikið niðri fyrir og hann sagði með hækkuðum rómi: Öryrkjum hefur fjölgað um 3 á dag undanfarið. Það þýðir ekkert að óskapast yfir fjölgun öryrkja eða sjúklinga.Þetta eru staðreyndir sem verður að horfast í augu við. Nær væri að athuga hver orsökin er fyrir fjölgun öryrkja. Orsökin er m.a. sú, að ríkisstjórnin hefur skapað hér á landi ómanneskjulegt atvinnulíf. Það ríkir svo mikil harka í dag í rekstri fyrirtækja, græðgissjónarmiðin eru svo allsráðandi að ekki er rúm fyrir starfsmenn sem ekki standa sig 100%. Ef eitthvað smávegis er að hjá starfsmanni er hann umsvifalaust rekinn. Og það getur reynst erfitt fyrir slíkan aðila að fá vinnu hjá öðrum atvinnurekanda. Ef hann fær ekki vinnu fer hann á atvinnuleysisskrá og getur brotnað niður. Og það er einmitt það sem gerst hefur í mörgum tilvikum. n Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands hefur enn á ný farið í mál við ríkisstjórnina vegna vanefnda á greiðslum til öryrkja. Fyrir alþingiskosningarnar 2003 gerði Öryrkjabandalagið samkomulag við ríkisstjórnina um 1,5 milljarða kr. hækkun á aldurstengdum bótum til öryrkja.En þegar kom að því að efna samkomulagið vildi ríkisstjórnin ekki greiða meira en 1 milljarð í hækkun á bótum. Öryrkjar gáfu ríkisstjórninni langan frest til þess að efna samkomulagið og vildu fremur fara samkomulagsleið en dómstólaleið. En allt kom fyrir ekki. Nýlega lét heilbrigðisráðuneytið Hagfræðistofnun háskólans gera skýrslu um fjölgun öryrkja á ákveðnu árabili. Var rekið upp mikið ramakvein þegar skýrslan kom út og sagt, að öryrkjum hefði fjölgað gífurlega mikið og kostnaður vegna lífeyrisgreiðslna til þeirra hefði stóraukist. Öryrkjabandalagið segir, að fjöldi öryrkja hér sé svipaður og í nálægum löndum. Vakti það mikla undrun hvers vegna heilbrigðisráðuneytið gat ekki sjálft flett því upp hvað öryrkjum hefði fjölgað mikið hér eða fengið tölurnar frá Tryggingastofnun ríkisins en þær liggja allar fyrir í staðtölum Tryggingastofnunar. Eina skýringin á þessu háttalagi ráðuneytisins er sú, að ætlunin hafi verið að gera mikið áróðursmál úr því að öryrkjum hefði fjölgað mikið og um leið gera það tortryggilegt að æ fleiri yrðu öryrkjar. Vantaði ekki að hagfræðistofnun og ráðuneytið réðust með miklu offorsi að stöðu og kjörum öryrkja er skýrslan kom út. Ekki er ljóst hvað þessum aðilum gengur til, þar eð enginn er úrskurðaður öryrki hjá Tryggingastofnun nema að undangengnu örorkumati læknis og fara þau mál öll gegnum tryggingayfirlækni Tryggingastofnunar ríkisins. Þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram kom í ljós að heilbrigðisráðuneytið hafði fellt niður bensínstyrk til hreyfihamlaðra. Var það helsta sparnaðarráðstöfun ráðuneytisins. Þessi ráðstöfun mæltist mjög illa fyrir innan þings sem utan og varð heilbrigðisráðherra að draga þessa ákvörðun sína til baka. En þessi ráðagerð sýndi afstöðu ráðuneytsins til öryrkja.Þegar mál þetta og mál öryrkja almennt voru rædd á alþingi sagði heilbrigðisráðherra, að öryrkjum hefði fjölgað mikið á árinu. Var ráðherra mikið niðri fyrir og hann sagði með hækkuðum rómi: Öryrkjum hefur fjölgað um 3 á dag undanfarið. Það þýðir ekkert að óskapast yfir fjölgun öryrkja eða sjúklinga.Þetta eru staðreyndir sem verður að horfast í augu við. Nær væri að athuga hver orsökin er fyrir fjölgun öryrkja. Orsökin er m.a. sú, að ríkisstjórnin hefur skapað hér á landi ómanneskjulegt atvinnulíf. Það ríkir svo mikil harka í dag í rekstri fyrirtækja, græðgissjónarmiðin eru svo allsráðandi að ekki er rúm fyrir starfsmenn sem ekki standa sig 100%. Ef eitthvað smávegis er að hjá starfsmanni er hann umsvifalaust rekinn. Og það getur reynst erfitt fyrir slíkan aðila að fá vinnu hjá öðrum atvinnurekanda. Ef hann fær ekki vinnu fer hann á atvinnuleysisskrá og getur brotnað niður. Og það er einmitt það sem gerst hefur í mörgum tilvikum. n
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun