Sport

Valencia í 2. sætið á Spáni

Sevilla vann heldur betur óvæntan útisigur á Real Madrid, 0-1 í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Fyrr í kvöld fóru hins vegar fram 6 aðrir leikir og ber hæst 3-0 sigur Valencia á Espanyol sem fyrir umferðina var í 2. sæti, tólf stigum á eftir toppliði Barcelona sem er með 42 stig. Real Madrid er í 5. sæti með 29 stig. Valencia er þar með komið í 2. sæti deildarinnar með 32 stig, tíu stigum frá toppnum. Ruben Baraja skoraði eitt mark fyrir Valencia og Miguel Mista tvö mörk á lokamínútunum. Espanyol lék tveimur mönnum færri allan síðari hálfleikinn eftir að tveir leikmanna liðsins fengu rauða spjaldið skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Önnur úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi: Albacete 2 - 2 Villarreal  Athletic Bilbao 4 - 0 Mallorca  Deportivo La Coruña 2 - 3 Real Zaragoza  Getafe 2 - 0 Racing Santander  Málaga 1 - 5 Real Sociedad  Osasuna 2 - 0 Numancia  Valencia 3 - 0 Espanyol Real Madrid 0 - 1 Sevilla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×