Var ekki höfuðpaur samráðsins 10. nóvember 2004 00:01 Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vísar því á bug að hann hafi verið höfuðpaur í samráði olíufélaganna. Hann játar þó að honum hafi orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum en segir skýrslu Samkeppnisstofnunar engan stóradóm. Skýrslan er enginn stóridómur segir Kristinn og bendir á að öll olíufélögin hafi mótmælt helstu niðurstöðum hennar kröftuglega. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. En þótt Kristinn viðurkenni að í einhverjum atriðum hafi framferði hans stangast á við lög segir hann að einstaka stjórnarmenn í fyrirtækinu hafi ekki haft vitneskju um það eða komið þar nærri. Hann segir reiði fólks skiljanlega miðað við hvernig umræðan hafi verið. Kristinn segir málið ekki hafa haft áhrif á þá ákvörðun sína að fara frá Skeljungi á sínum tíma. Spurður hvort hann telji að kona hans, Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið látin gjalda fyrir þetta mál með því að stíga upp úr ráðherrastóli, segist Kristinn ekkert ætla að fullyrða um það mál. Honum finnst afar óeðlilegt og ósmekklegt að blanda störfum þeirra hjóna saman. Kristinn gagnrýnir stjórn flutningsjöfnunarsjóðs sem hann segir einskonar lögþvingað samráð undir stjórn Samkeppnisstofnunar. Þá segir hann að Essó hafi sett það skilyrði í upphafi rannsóknar Samkeppnisstofnunar að fyrirtækið Olíudreifing, sem Essó og Olís eiga saman, fengi að starfa áfram. Það sé ekki eina skilyrðið. Kristinn segist telja að það hafi verið mistök hjá Samkeppnisstofnun að heimila kaup Essó í Olís og einnig að heimila stofnun olíudreifingar. Þar með verði nefnilega til kjörinn samstarfs- og samvinnugrundvöllur milli tveggja af þremur félögum á þessum markaði. Athygli vakti þegar forstjórar og yfirmenn olíufélaganna sögðu sig frá trúnaðarstörfum nær samtímis í vikunni. Spurður hvort þeir hafi haft samráð um þá hagan mála segir Kristinn að það hafi auðvitað ekki verið þannig, þó það gæti litið þannig út. „Fjölmiðlar eru býsna duglegir við að skýra frá hlutum og ég geri ráð fyrir að þetta séu hin venjulegu „dómínó-áhrif“ sem gerast,“ segir Kristinn. Kristinn segir að úrsögn sín úr stjórn Straums Fjárfestingarbanka í gær hafi verið að eigin frumkvæði. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vísar því á bug að hann hafi verið höfuðpaur í samráði olíufélaganna. Hann játar þó að honum hafi orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum en segir skýrslu Samkeppnisstofnunar engan stóradóm. Skýrslan er enginn stóridómur segir Kristinn og bendir á að öll olíufélögin hafi mótmælt helstu niðurstöðum hennar kröftuglega. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. En þótt Kristinn viðurkenni að í einhverjum atriðum hafi framferði hans stangast á við lög segir hann að einstaka stjórnarmenn í fyrirtækinu hafi ekki haft vitneskju um það eða komið þar nærri. Hann segir reiði fólks skiljanlega miðað við hvernig umræðan hafi verið. Kristinn segir málið ekki hafa haft áhrif á þá ákvörðun sína að fara frá Skeljungi á sínum tíma. Spurður hvort hann telji að kona hans, Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið látin gjalda fyrir þetta mál með því að stíga upp úr ráðherrastóli, segist Kristinn ekkert ætla að fullyrða um það mál. Honum finnst afar óeðlilegt og ósmekklegt að blanda störfum þeirra hjóna saman. Kristinn gagnrýnir stjórn flutningsjöfnunarsjóðs sem hann segir einskonar lögþvingað samráð undir stjórn Samkeppnisstofnunar. Þá segir hann að Essó hafi sett það skilyrði í upphafi rannsóknar Samkeppnisstofnunar að fyrirtækið Olíudreifing, sem Essó og Olís eiga saman, fengi að starfa áfram. Það sé ekki eina skilyrðið. Kristinn segist telja að það hafi verið mistök hjá Samkeppnisstofnun að heimila kaup Essó í Olís og einnig að heimila stofnun olíudreifingar. Þar með verði nefnilega til kjörinn samstarfs- og samvinnugrundvöllur milli tveggja af þremur félögum á þessum markaði. Athygli vakti þegar forstjórar og yfirmenn olíufélaganna sögðu sig frá trúnaðarstörfum nær samtímis í vikunni. Spurður hvort þeir hafi haft samráð um þá hagan mála segir Kristinn að það hafi auðvitað ekki verið þannig, þó það gæti litið þannig út. „Fjölmiðlar eru býsna duglegir við að skýra frá hlutum og ég geri ráð fyrir að þetta séu hin venjulegu „dómínó-áhrif“ sem gerast,“ segir Kristinn. Kristinn segir að úrsögn sín úr stjórn Straums Fjárfestingarbanka í gær hafi verið að eigin frumkvæði.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda