Var ekki höfuðpaur samráðsins 10. nóvember 2004 00:01 Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vísar því á bug að hann hafi verið höfuðpaur í samráði olíufélaganna. Hann játar þó að honum hafi orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum en segir skýrslu Samkeppnisstofnunar engan stóradóm. Skýrslan er enginn stóridómur segir Kristinn og bendir á að öll olíufélögin hafi mótmælt helstu niðurstöðum hennar kröftuglega. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. En þótt Kristinn viðurkenni að í einhverjum atriðum hafi framferði hans stangast á við lög segir hann að einstaka stjórnarmenn í fyrirtækinu hafi ekki haft vitneskju um það eða komið þar nærri. Hann segir reiði fólks skiljanlega miðað við hvernig umræðan hafi verið. Kristinn segir málið ekki hafa haft áhrif á þá ákvörðun sína að fara frá Skeljungi á sínum tíma. Spurður hvort hann telji að kona hans, Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið látin gjalda fyrir þetta mál með því að stíga upp úr ráðherrastóli, segist Kristinn ekkert ætla að fullyrða um það mál. Honum finnst afar óeðlilegt og ósmekklegt að blanda störfum þeirra hjóna saman. Kristinn gagnrýnir stjórn flutningsjöfnunarsjóðs sem hann segir einskonar lögþvingað samráð undir stjórn Samkeppnisstofnunar. Þá segir hann að Essó hafi sett það skilyrði í upphafi rannsóknar Samkeppnisstofnunar að fyrirtækið Olíudreifing, sem Essó og Olís eiga saman, fengi að starfa áfram. Það sé ekki eina skilyrðið. Kristinn segist telja að það hafi verið mistök hjá Samkeppnisstofnun að heimila kaup Essó í Olís og einnig að heimila stofnun olíudreifingar. Þar með verði nefnilega til kjörinn samstarfs- og samvinnugrundvöllur milli tveggja af þremur félögum á þessum markaði. Athygli vakti þegar forstjórar og yfirmenn olíufélaganna sögðu sig frá trúnaðarstörfum nær samtímis í vikunni. Spurður hvort þeir hafi haft samráð um þá hagan mála segir Kristinn að það hafi auðvitað ekki verið þannig, þó það gæti litið þannig út. „Fjölmiðlar eru býsna duglegir við að skýra frá hlutum og ég geri ráð fyrir að þetta séu hin venjulegu „dómínó-áhrif“ sem gerast,“ segir Kristinn. Kristinn segir að úrsögn sín úr stjórn Straums Fjárfestingarbanka í gær hafi verið að eigin frumkvæði. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, vísar því á bug að hann hafi verið höfuðpaur í samráði olíufélaganna. Hann játar þó að honum hafi orðið hált á svellinu í einstaka tilfellum en segir skýrslu Samkeppnisstofnunar engan stóradóm. Skýrslan er enginn stóridómur segir Kristinn og bendir á að öll olíufélögin hafi mótmælt helstu niðurstöðum hennar kröftuglega. Spurður hver sé ábyrgð hans að eigin áliti segir Kristinn að komi í ljós, og verði það endanleg niðurstaða, að Skeljungur hafi brotið samkeppnislög á þeim tíma sem hann hafi verið forstjóri, þá sé ábyrgðin alfarið hans. „Ég lít ábyrgð mína mjög alvarlegum augum og ég hef alltaf tekið ábyrgð mína, í öllum störfum sem ég hef sinnt, mjög alvarlega,“ segir Kristinn. Kristinn vísar því alfarið á bug að menn hafi reynt að leyna einhverri slóð eins og talað er um í skýrslunni. „Ég hef sagt það, bæði hjá Samkeppnisstofnun og í yfirheyrslum á öðrum stöðum þar sem málið er til umfjöllunar, að mér hafi orðið hált á svellinu í nokkrum tilvikum og greint frá því. Öðrum tilvikum, og eiginlega langflestum sem nefnd eru í skýrslu Samkeppnisstofnunar og úrskurði Samkeppnisráðs, hef ég vísað á bug, og félagið [Skeljungur] allt og félögin öll að ég tel,“ segir Kristinn. En þótt Kristinn viðurkenni að í einhverjum atriðum hafi framferði hans stangast á við lög segir hann að einstaka stjórnarmenn í fyrirtækinu hafi ekki haft vitneskju um það eða komið þar nærri. Hann segir reiði fólks skiljanlega miðað við hvernig umræðan hafi verið. Kristinn segir málið ekki hafa haft áhrif á þá ákvörðun sína að fara frá Skeljungi á sínum tíma. Spurður hvort hann telji að kona hans, Sólveig Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra, hafi verið látin gjalda fyrir þetta mál með því að stíga upp úr ráðherrastóli, segist Kristinn ekkert ætla að fullyrða um það mál. Honum finnst afar óeðlilegt og ósmekklegt að blanda störfum þeirra hjóna saman. Kristinn gagnrýnir stjórn flutningsjöfnunarsjóðs sem hann segir einskonar lögþvingað samráð undir stjórn Samkeppnisstofnunar. Þá segir hann að Essó hafi sett það skilyrði í upphafi rannsóknar Samkeppnisstofnunar að fyrirtækið Olíudreifing, sem Essó og Olís eiga saman, fengi að starfa áfram. Það sé ekki eina skilyrðið. Kristinn segist telja að það hafi verið mistök hjá Samkeppnisstofnun að heimila kaup Essó í Olís og einnig að heimila stofnun olíudreifingar. Þar með verði nefnilega til kjörinn samstarfs- og samvinnugrundvöllur milli tveggja af þremur félögum á þessum markaði. Athygli vakti þegar forstjórar og yfirmenn olíufélaganna sögðu sig frá trúnaðarstörfum nær samtímis í vikunni. Spurður hvort þeir hafi haft samráð um þá hagan mála segir Kristinn að það hafi auðvitað ekki verið þannig, þó það gæti litið þannig út. „Fjölmiðlar eru býsna duglegir við að skýra frá hlutum og ég geri ráð fyrir að þetta séu hin venjulegu „dómínó-áhrif“ sem gerast,“ segir Kristinn. Kristinn segir að úrsögn sín úr stjórn Straums Fjárfestingarbanka í gær hafi verið að eigin frumkvæði.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent