Davíð til starfa 29. október 2004 00:01 Hætt er við að þingstörf lamist að verulegu leyti í komandi viku, þótt þingfundur sé fyrirhugaður á þriðjudag, vegna setu 16 þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Útlit var fyrir að Guðni Ágústsson yrði sannkallaður ráðherra Íslands því 9 ráðherrar eru skráðir til þátttöku á Norðurlandaráðsþingi og sá tíundi, Sturla Böðvarsson, er annars staðar erlendis. Ekki hefur þótt fundarfært með einum ráðherra á landinu og því snýr Davíð Oddsson úr veikindaleyfi og verður forsætisráðherra í stað Halldórs á meðan hann sækir Norðurlandaráðsþing. Ekki er vitað hvort Davíð og Guðni halda ríkisstjórnarfund á hefðbundnum fundartíma á þriðjudag. Ekki eru allir ósáttir við hópferð ríkisstjórnarinnar á fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi samstarfsráðherra Norðurlanda, bendir á að nú sé sérstaklega brýnt að íslenskir ráðherrar mæti til leiks því Ísland hafi gegnt forystu í norrænu samstarfi og nú þurfi ráðherrarnir að gera grein fyrir starfi sínu undanfarið ár: "Mér finnst mjög gott hve margir ráðherrar mæta. Sýnir hve mikilvægt norrænt samstarf er fyrir okkur Íslendinga." Engir fundir voru svo á Alþingi Íslendinga alla síðustu viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku sem haldin var þegar þing hafði setið í aðeins þrjár vikur og samþykkt alls eitt frumvarp sem var raunar lítt eða ekki rætt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir hve skömmu kjördæmavikan sé haldin eftir nærri fjögurra mánaða þinghlé og segir að þeir sem ekki hafi sinnt kjördæmum sínum í þriggja-fjögurra mánaða þinghléi yfir sumarið eigi ekki að bæta sér það upp í kjördæmaviku svo skömmu eftir þingbyrjun. Siv og margir aðrir fylgismenn norræns samstarfs benda gjarnan á að Íslendingar greiði 1% í norræna sjóði en fái 20% til baka. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að samstarfið gagnist okkur í stærra samhengi: "Við erum í norrænum hópum innan margra alþjóðasamtaka og þar högnumst svo um munar á að geta treyst á samstöðu Norðurlanda." Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vísar á bug gagnrýni á kjördæmavikuna og segir það mikinn misskilning ef fólk haldi að þingmenn sitji auðum höndum þessa viku, í þinghléi yfir sumarið eða jafnvel á kvöldin og um helgar. "Þingmenn eru að störfum árið um kring," segir þingforsetinn og bendir á að starfið í þingsölum sé aðeins lítill hluti starfsins. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur líkti Alþingi Íslendinga við póstkassa á dögunum sem tæki við tilskipunum frá Brussel. Hann segir að "Guði sé lof" sé þingið ekki slík lagasetningamaskína að ekki megi taka hana úr sambandi viku og viku. "Einhver verður að vera eftir til að vakta póstkassann, en ég treysti svo sem mörgum betur til þess en Guðna Ágústssyni!". Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
Hætt er við að þingstörf lamist að verulegu leyti í komandi viku, þótt þingfundur sé fyrirhugaður á þriðjudag, vegna setu 16 þingmanna og ráðherra á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Útlit var fyrir að Guðni Ágústsson yrði sannkallaður ráðherra Íslands því 9 ráðherrar eru skráðir til þátttöku á Norðurlandaráðsþingi og sá tíundi, Sturla Böðvarsson, er annars staðar erlendis. Ekki hefur þótt fundarfært með einum ráðherra á landinu og því snýr Davíð Oddsson úr veikindaleyfi og verður forsætisráðherra í stað Halldórs á meðan hann sækir Norðurlandaráðsþing. Ekki er vitað hvort Davíð og Guðni halda ríkisstjórnarfund á hefðbundnum fundartíma á þriðjudag. Ekki eru allir ósáttir við hópferð ríkisstjórnarinnar á fund Norðurlandaráðs í Stokkhólmi. Siv Friðleifsdóttir, fyrrverandi samstarfsráðherra Norðurlanda, bendir á að nú sé sérstaklega brýnt að íslenskir ráðherrar mæti til leiks því Ísland hafi gegnt forystu í norrænu samstarfi og nú þurfi ráðherrarnir að gera grein fyrir starfi sínu undanfarið ár: "Mér finnst mjög gott hve margir ráðherrar mæta. Sýnir hve mikilvægt norrænt samstarf er fyrir okkur Íslendinga." Engir fundir voru svo á Alþingi Íslendinga alla síðustu viku vegna svokallaðrar kjördæmaviku sem haldin var þegar þing hafði setið í aðeins þrjár vikur og samþykkt alls eitt frumvarp sem var raunar lítt eða ekki rætt. Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík, gagnrýnir hve skömmu kjördæmavikan sé haldin eftir nærri fjögurra mánaða þinghlé og segir að þeir sem ekki hafi sinnt kjördæmum sínum í þriggja-fjögurra mánaða þinghléi yfir sumarið eigi ekki að bæta sér það upp í kjördæmaviku svo skömmu eftir þingbyrjun. Siv og margir aðrir fylgismenn norræns samstarfs benda gjarnan á að Íslendingar greiði 1% í norræna sjóði en fái 20% til baka. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bendir á að samstarfið gagnist okkur í stærra samhengi: "Við erum í norrænum hópum innan margra alþjóðasamtaka og þar högnumst svo um munar á að geta treyst á samstöðu Norðurlanda." Halldór Blöndal, forseti Alþingis, vísar á bug gagnrýni á kjördæmavikuna og segir það mikinn misskilning ef fólk haldi að þingmenn sitji auðum höndum þessa viku, í þinghléi yfir sumarið eða jafnvel á kvöldin og um helgar. "Þingmenn eru að störfum árið um kring," segir þingforsetinn og bendir á að starfið í þingsölum sé aðeins lítill hluti starfsins. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur líkti Alþingi Íslendinga við póstkassa á dögunum sem tæki við tilskipunum frá Brussel. Hann segir að "Guði sé lof" sé þingið ekki slík lagasetningamaskína að ekki megi taka hana úr sambandi viku og viku. "Einhver verður að vera eftir til að vakta póstkassann, en ég treysti svo sem mörgum betur til þess en Guðna Ágústssyni!".
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira