Um 5 þúsund fyrirmæli frá Brussel 21. október 2004 00:01 4.600 lagagerðir Evrópusambandsins höfðu tekið gildi á Íslandi um síðustu áramót frá því samningurinn um evrópska efnahagssvæðið, EES, tók gildi. Tíu ára afmælis samningsins er minnst um þessar mundir. Eiríkur Bergmann Einarsson, sérfræðingur í Evrópumálum segir að enginn Íslendingur hafi komið að þessari lagasetningu: "Það er ekkert lýðræðislegt aðhald að þessari lagasetningu hvorki frá íslenskum stjórnmálamönnum né kjósendum. Ég tel að EES samningurinn sé einn ólýðræðislegasti alþjóðasamningur sem um getur. Ég þekki engin önnur ríki í heiminum sem fá lög í pósti frá Brussel." Hugmyndin um EES samninginn fæddist fyrir hrun Sovétríkjanna 1991og gerði ráð fyrir að ESB og EFTA væru tvær jafngildar stoðir. Síðan breyttist heimsmyndin og fjöldi EFTA ríkja sagði skilið við félagsskapinn og gekk í ESB. "EFTA ríkin hafa í raun ekki haft neitt um lagasetningu ESB að segja" segir Eiríkur Bergmann. Hann telur að ekki hafi verið hægt að sjá þessa þróun fyrir í upphafi en í raun hafi hún grafið undan gildi samningsins. "Í raun er meira valdaafsal falið í EES en í aðild að Evrópusambandinu." Upphaflega tóku Íslendingar 1.500 lagagerðir upp í sín lög þegar Ísland varð hluti af svokölluðum "innri markaði" ESB með stofnun EES. Alls höfðu 4.600 lagagerðir og er þá átt við tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins ratað inn í íslensk lög í árslok 2003. Sumar lagagerðanna eru tímabundnar og hafa fallið úr gildi en reiknað er með að nærri 4.000 séu enn í gildi. Þessar tölur er að finna í fyrirlestri sem Eiríkur Bergmann heldur í dag á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum í Háskóla Íslands. Þar fjallar hann um reynslu Íslands af EES. Lögum ættuðum frá Brussel fjölgar svo dag frá degi í íslenskri löggjöf og síðast í gær voru á dagskrá Alþingis tvö "EES" frumvörp sem viðskiptaráðherra mælti fyrir. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira
4.600 lagagerðir Evrópusambandsins höfðu tekið gildi á Íslandi um síðustu áramót frá því samningurinn um evrópska efnahagssvæðið, EES, tók gildi. Tíu ára afmælis samningsins er minnst um þessar mundir. Eiríkur Bergmann Einarsson, sérfræðingur í Evrópumálum segir að enginn Íslendingur hafi komið að þessari lagasetningu: "Það er ekkert lýðræðislegt aðhald að þessari lagasetningu hvorki frá íslenskum stjórnmálamönnum né kjósendum. Ég tel að EES samningurinn sé einn ólýðræðislegasti alþjóðasamningur sem um getur. Ég þekki engin önnur ríki í heiminum sem fá lög í pósti frá Brussel." Hugmyndin um EES samninginn fæddist fyrir hrun Sovétríkjanna 1991og gerði ráð fyrir að ESB og EFTA væru tvær jafngildar stoðir. Síðan breyttist heimsmyndin og fjöldi EFTA ríkja sagði skilið við félagsskapinn og gekk í ESB. "EFTA ríkin hafa í raun ekki haft neitt um lagasetningu ESB að segja" segir Eiríkur Bergmann. Hann telur að ekki hafi verið hægt að sjá þessa þróun fyrir í upphafi en í raun hafi hún grafið undan gildi samningsins. "Í raun er meira valdaafsal falið í EES en í aðild að Evrópusambandinu." Upphaflega tóku Íslendingar 1.500 lagagerðir upp í sín lög þegar Ísland varð hluti af svokölluðum "innri markaði" ESB með stofnun EES. Alls höfðu 4.600 lagagerðir og er þá átt við tilskipanir og reglugerðir Evrópusambandsins ratað inn í íslensk lög í árslok 2003. Sumar lagagerðanna eru tímabundnar og hafa fallið úr gildi en reiknað er með að nærri 4.000 séu enn í gildi. Þessar tölur er að finna í fyrirlestri sem Eiríkur Bergmann heldur í dag á ráðstefnu um rannsóknir í félagsvísindum í Háskóla Íslands. Þar fjallar hann um reynslu Íslands af EES. Lögum ættuðum frá Brussel fjölgar svo dag frá degi í íslenskri löggjöf og síðast í gær voru á dagskrá Alþingis tvö "EES" frumvörp sem viðskiptaráðherra mælti fyrir.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Sjá meira