Bilið fer vaxandi 18. október 2004 00:01 Bilið á milli forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum fer vaxandi og Bush forseti virðist í sókn samkvæmt könnunum. Bandarísk dagblöð stilla sér nú á bak við þann frambjóðanda sem þeim líkar best við. George Bush Bandaríkjaforseti er með átta prósentu forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Gallups í Bandaríkjunum. Á meðal líklegra, skráðra kjósenda var munurinn þó nokkuð minni - Bush var með 52 prósent en Kerry með 46 prósent. Þetta eru svipaðar niðurstöður og Gallup fékk áður en kappræðuhrina þeirra Bush og Kerrys hófst en skekkjumörkin í þessari könnun voru fjögur prósent. Könnun Reuters og Zogby, sem birt var nú skömmu fyrir fréttir, bendir hins vegar til þess að Bush og Kerry sé enn hnífjafnir með sitthvor fjörutíu og fimm prósentin, og að sjö prósent kjósenda hafi ekki enn gert upp hug sinn. Í könnun ABC-fréttastofunnar frá því um helgina var munurinn fjögur prósent, Bush í hag, hjá Newsweek sex prósent, Bush í hag, og hjá TIME tvö prósent, einnig Bush í hag. Í þeim ríkjum þar sem hlutfall óákveðinna kjósenda er hátt virðist hins vegar sem Kerry eigi betri möguleika en Bush. Talsmenn kosningamiðstöðva beggja frambjóðenda gáfu lítið fyrir niðurstöður kannananna og sögðu einu niðurstöðurnar sem máli skiptu verða ljósar 3. nóvember næstkomandi, daginn eftir kosningar. Í ritstjórnargreinum margra af dagblöðum vestan hafs um helgina var tekin afstaða til frambjóðendanna og mælt með öðrum hvorum þeirra. Chicago Tribune, Rocky Mountain News, Current-Argur í Carlsbad í Nýju-Mexíkó og World-Herald í Ómaha mæltu til að mynda með Bush. Star Tribune í Minneapolis og svo stórblöðin Boston Globe og New York Times mæltu hins vegar með Kerry. Ritstjórar New York Times létu sér reyndar ekki nægja að mæla með Kerry heldur gagnrýndu þeir Bush mjög harðlega. Kosningarnar snúast, að mati ritstjórnar Times, einkum um skelfilega forsetatíð Bush. Hæstiréttur hafi sett hann í embætti fyrir fjórum árum eftir vafasamar kosningar. Í stað þess að átta sig á stöðunni og reyna að halda sig nærri miðju í stefnumálum sínum hafi George Bush flutt öfgahægristefnu með sér inn í Hvíta húsið. Ritstjórar dagblaðsins segjast horfa til síðustu fjögurra ára með sorg í hjarta vegna þeirra lífa sem fórnað hafi verið að óþörfu og þeirra tækifæri sem kastað hafi verið á glæ. „Aftur og aftur fékk George Bush tækifæri til að vera hetja, og aftur og aftur tók hann ranga ákvörðun. Við trúum því að þjóðinni vegni betur með John Kerry sem forseta,“ segir í ritstjórnargrein New York Times. Þar fari maður með sterka siðferðiskennd sem verði fær um að sameina þing og þjóð. Sumar ritstjórnir treystu sér hins vegar ekki til að mæla með neinum, eins og Tampa Tribuna á Flórída, þar sem hart er barist um hvert atkvæði. Ritstjórn blaðsins hefur mælt með frambjóðanda repúblíkana í hverjum kosningum undanfarna hálfa öld utan einu sinni. Í þetta skipti sagði hins vegar í ritstjórnargreininni að ekki væri hægt að mæla með Bush þar sem hann hefði klúðrað stríðinu í Írak, ríkissjóður væri rekinn með methalla, hann hefði í raun gert árás á opna stjórnsýslu og ekki staðið við loforð um að sameina þjóðina en sundra henni ekki. Kerry væri litlu skárri kostur þar sem frammistaða hans á þingi væri í andstöðu við íhaldssama ritstjórnarstefnu blaðsins og ómögulegt væri að átta sig á stefnu hans varðandi Írak. Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Bilið á milli forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum fer vaxandi og Bush forseti virðist í sókn samkvæmt könnunum. Bandarísk dagblöð stilla sér nú á bak við þann frambjóðanda sem þeim líkar best við. George Bush Bandaríkjaforseti er með átta prósentu forskot á John Kerry samkvæmt nýjustu könnun Gallups í Bandaríkjunum. Á meðal líklegra, skráðra kjósenda var munurinn þó nokkuð minni - Bush var með 52 prósent en Kerry með 46 prósent. Þetta eru svipaðar niðurstöður og Gallup fékk áður en kappræðuhrina þeirra Bush og Kerrys hófst en skekkjumörkin í þessari könnun voru fjögur prósent. Könnun Reuters og Zogby, sem birt var nú skömmu fyrir fréttir, bendir hins vegar til þess að Bush og Kerry sé enn hnífjafnir með sitthvor fjörutíu og fimm prósentin, og að sjö prósent kjósenda hafi ekki enn gert upp hug sinn. Í könnun ABC-fréttastofunnar frá því um helgina var munurinn fjögur prósent, Bush í hag, hjá Newsweek sex prósent, Bush í hag, og hjá TIME tvö prósent, einnig Bush í hag. Í þeim ríkjum þar sem hlutfall óákveðinna kjósenda er hátt virðist hins vegar sem Kerry eigi betri möguleika en Bush. Talsmenn kosningamiðstöðva beggja frambjóðenda gáfu lítið fyrir niðurstöður kannananna og sögðu einu niðurstöðurnar sem máli skiptu verða ljósar 3. nóvember næstkomandi, daginn eftir kosningar. Í ritstjórnargreinum margra af dagblöðum vestan hafs um helgina var tekin afstaða til frambjóðendanna og mælt með öðrum hvorum þeirra. Chicago Tribune, Rocky Mountain News, Current-Argur í Carlsbad í Nýju-Mexíkó og World-Herald í Ómaha mæltu til að mynda með Bush. Star Tribune í Minneapolis og svo stórblöðin Boston Globe og New York Times mæltu hins vegar með Kerry. Ritstjórar New York Times létu sér reyndar ekki nægja að mæla með Kerry heldur gagnrýndu þeir Bush mjög harðlega. Kosningarnar snúast, að mati ritstjórnar Times, einkum um skelfilega forsetatíð Bush. Hæstiréttur hafi sett hann í embætti fyrir fjórum árum eftir vafasamar kosningar. Í stað þess að átta sig á stöðunni og reyna að halda sig nærri miðju í stefnumálum sínum hafi George Bush flutt öfgahægristefnu með sér inn í Hvíta húsið. Ritstjórar dagblaðsins segjast horfa til síðustu fjögurra ára með sorg í hjarta vegna þeirra lífa sem fórnað hafi verið að óþörfu og þeirra tækifæri sem kastað hafi verið á glæ. „Aftur og aftur fékk George Bush tækifæri til að vera hetja, og aftur og aftur tók hann ranga ákvörðun. Við trúum því að þjóðinni vegni betur með John Kerry sem forseta,“ segir í ritstjórnargrein New York Times. Þar fari maður með sterka siðferðiskennd sem verði fær um að sameina þing og þjóð. Sumar ritstjórnir treystu sér hins vegar ekki til að mæla með neinum, eins og Tampa Tribuna á Flórída, þar sem hart er barist um hvert atkvæði. Ritstjórn blaðsins hefur mælt með frambjóðanda repúblíkana í hverjum kosningum undanfarna hálfa öld utan einu sinni. Í þetta skipti sagði hins vegar í ritstjórnargreininni að ekki væri hægt að mæla með Bush þar sem hann hefði klúðrað stríðinu í Írak, ríkissjóður væri rekinn með methalla, hann hefði í raun gert árás á opna stjórnsýslu og ekki staðið við loforð um að sameina þjóðina en sundra henni ekki. Kerry væri litlu skárri kostur þar sem frammistaða hans á þingi væri í andstöðu við íhaldssama ritstjórnarstefnu blaðsins og ómögulegt væri að átta sig á stefnu hans varðandi Írak.
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira