Ekki vald til að reka Kristin 5. október 2004 00:01 "Við höfum ekki vald til þess að reka hann úr flokknum. Kristinn verður að eiga við sjálfan sig hvort hann telji að hann vilji vinna með okkur. Hann hefur sagt að svo sé og það kemur mér reyndar á óvart. Fyrst hann ætlar að vinna með okkur skulum við sjá hvernig það þróast," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, er hann er spurður hvers vegna stjórn þingflokksins hafi ekki tekið skrefið til fulls og beðið Kristin H. Gunnarsson að hætta í Framsóknarflokknum í stað þess að útiloka hann úr nefndum þingsins líkt og ákveðið var. Hjálmar segir að þeir sem hafi fylgst með yfirlýsingum Kristins síðustu misserin hljóti að spyrja hvort hann sé í raun og veru að berjast undir sömu merkjum og aðrir í Framsóknarflokknum. "Kristinn hefur meira að segja gengið svo langt að segja sjálfur í viðtölum að þingmenn séu bara lyddur og druslur sem hafi ekki sjálfstæðan vilja. Þannig talar hann um félaga sína," segir Hjálmar. Spurður hvort hann myndi vilja sjá Kristin hætta í Framsóknarflokknum segist Hjálmar kjósa að svara því sem svo að það sé undir Kristni sjálfum komið. "Ef ég setti mig í spor Kristins, finnandi það að ég hefði ekki traust og treysti ekki sjálfur, myndi ég ekki kæra mig um að starfa við slíkar aðstæður," segir Hjálmar. Spurður hvort Kristni verði gert erfitt fyrir um störf innan þingflokksins segir Hjálmar að Kristinn hafi tekið þátt í báðum þingflokksfundum sem haldnir hafi verið frá því að ákvörðunin var tekin og hann hafi tekið þátt í umræðum eins og hann sé vanur. "Hann er hluti af þingflokknum og á allan rétt á að sitja þá fundi. Hann mun gera það enn um hríð," segir Hjálmar. Spurður hvað hann eigi við er hann segir "enn um hríð", svarar hann: "Meðan við vitum ekki annað." Erfið ákvörðun en neyðarúrræði Hjálmar segir að ákvörðunin hafi verið sú erfiðasta sem þingflokkurinn hafi tekið. "Þetta er ekki gert í neinu bráðræði. Þetta er í rauninni neyðarúrræði. Það var mat þingflokksins og okkar í stjórn þingflokksins eftir að hafa rætt við einstaka þingmenn að þetta væri eina útgönguleiðin," segir Hjálmar. "Það var komið að því augnabliki að Kristinn H. Gunnarsson var búinn að missa allan trúnað þingmanna í þessum þingflokki. Kristinn og aðrir hafa reynt að hengja þetta á tvö mál, Íraksmálið og fjölmiðlafrumvarpið. Það er fáránleg einföldun. Í fyrsta lagi lítum við svo á að innan Framsóknarflokksins sé andrými til að hafa ólíkar skoðanir. Þetta lýtur ekki að því að það sé verið að kúga Kristin til einhverrar einnar skoðunar, heldur lýtur þetta að trausti," segir Hjálmar Hann segir að til þess að skilja málið til hlítar verði að fara sex ár aftur í tímann þegar Kristinn H. Gunnarsson gekk til liðs við Framsóknarflokkinnn. "Ég fullyrði það að enginn einstaklingur hafi fengið jafn hlýjar og jákvæðar móttökur og Kristinn fékk þá með blómum og kossum og tilheyrandi. Ásamt því að vera falin formennska í þingflokknum, nýkominn til okkar úr öðrum flokki. Ég ætla nú ekki að fara út í þá einkunn sem fylgdi honum frá fyrrverandi samherjum, en hvað hefur gerst á þessum sex árum frá því hann fær þessar góðu móttökur og hans ábyrgð innan flokksins verður mjög mikil?" spyr Hjálmar. Hann segir að fljótlega hafi farið að síga á ógæfuhliðina hjá Kristni innan flokksins. "Ég minni á það að þingflokkurinn tók hann úr formennsku hér í þingflokknum. Það var löngu áður en fjölmiðlafrumvarpið kemur fram eða Íraksmálið kom upp. Á bak við það hlýtur að vera einhver ástæða," segir Hjálmar. "Við getum líka farið út fyrir þingflokkinn," heldur Hjálmar áfram. "Eitt af ábyrgðarstörfunum sem Kristinn fékk var að vera stjórnarformaður Byggðastofnunar, afskaplega mikilvægt hlutverk. Ég spyr: Hvernig var viðskilnaðurinn þar? Stofnunin var nánast í lamasessi, hún var í rúst, og ef hægt er að lýsa því með einhverju einu orði, er það alvarlegur trúnaðarbrestur. Milli hans og stjórnarmanna, milli hans og starfsmanna," segir Hjálmar Margir þættir ollu trúnaðarbresti Spurður hvaða aðgerðir Kristins hafi orðið til þess að þessi trúnaðarbrestur átti sér stað segir Hjálmar að margir þættir hafi leitt til þess. "Til að mynda er mjög mikilvægt að vera fulltrúi þingflokks og fara með skoðanir þingflokksins inn í nefnd og fylgja þeim eftir samkvæmt vilja þingflokksins. Það hefur Kristinn ekki gert í nándar nærri öllum málum. Hann hefur verið svolítill einfari og ýmsir í þingflokknum hafa sagst ekki vilja starfa með honum áfram í nefnd, þeir hafi vonda reynslu af því, hann hafi ekkert samráð," segir Hjálmar. "Kristinn hefur meira að segja gengið svo langt að taka mál í gíslingu. Það var mál í efnahags- og viðskiptanefnd þegar þingflokkurinn var búinn að samþykkja framlagningu máls, ég man nú reyndar ekki nákvæmlega hvaða mál það var. Til að byrja með neitaði Kristinn hins vegar að afgreiða það út úr nefndinni. Þingflokkurinn fékk því ekki tækifæri til að taka afstöðu til þess inni í þingsal, sem er mjög alvarlegur atburður," segir Hjálmar. "Það orðaði þetta nú einhver maður svona: Kristinn kemur í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubandalaginu og í stað þess að verða framsóknarmaður ætlar hann að breyta Framsóknarflokknum í Alþýðubandalagið. Hvort Kristinn telur sig vera framsóknarmann, því verður hann að sjálfsögðu að svara," segir Hjálmar. Hjálmar Árnasonþingflokksformaður Framsóknarflokks;MYND/GVA Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
"Við höfum ekki vald til þess að reka hann úr flokknum. Kristinn verður að eiga við sjálfan sig hvort hann telji að hann vilji vinna með okkur. Hann hefur sagt að svo sé og það kemur mér reyndar á óvart. Fyrst hann ætlar að vinna með okkur skulum við sjá hvernig það þróast," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, er hann er spurður hvers vegna stjórn þingflokksins hafi ekki tekið skrefið til fulls og beðið Kristin H. Gunnarsson að hætta í Framsóknarflokknum í stað þess að útiloka hann úr nefndum þingsins líkt og ákveðið var. Hjálmar segir að þeir sem hafi fylgst með yfirlýsingum Kristins síðustu misserin hljóti að spyrja hvort hann sé í raun og veru að berjast undir sömu merkjum og aðrir í Framsóknarflokknum. "Kristinn hefur meira að segja gengið svo langt að segja sjálfur í viðtölum að þingmenn séu bara lyddur og druslur sem hafi ekki sjálfstæðan vilja. Þannig talar hann um félaga sína," segir Hjálmar. Spurður hvort hann myndi vilja sjá Kristin hætta í Framsóknarflokknum segist Hjálmar kjósa að svara því sem svo að það sé undir Kristni sjálfum komið. "Ef ég setti mig í spor Kristins, finnandi það að ég hefði ekki traust og treysti ekki sjálfur, myndi ég ekki kæra mig um að starfa við slíkar aðstæður," segir Hjálmar. Spurður hvort Kristni verði gert erfitt fyrir um störf innan þingflokksins segir Hjálmar að Kristinn hafi tekið þátt í báðum þingflokksfundum sem haldnir hafi verið frá því að ákvörðunin var tekin og hann hafi tekið þátt í umræðum eins og hann sé vanur. "Hann er hluti af þingflokknum og á allan rétt á að sitja þá fundi. Hann mun gera það enn um hríð," segir Hjálmar. Spurður hvað hann eigi við er hann segir "enn um hríð", svarar hann: "Meðan við vitum ekki annað." Erfið ákvörðun en neyðarúrræði Hjálmar segir að ákvörðunin hafi verið sú erfiðasta sem þingflokkurinn hafi tekið. "Þetta er ekki gert í neinu bráðræði. Þetta er í rauninni neyðarúrræði. Það var mat þingflokksins og okkar í stjórn þingflokksins eftir að hafa rætt við einstaka þingmenn að þetta væri eina útgönguleiðin," segir Hjálmar. "Það var komið að því augnabliki að Kristinn H. Gunnarsson var búinn að missa allan trúnað þingmanna í þessum þingflokki. Kristinn og aðrir hafa reynt að hengja þetta á tvö mál, Íraksmálið og fjölmiðlafrumvarpið. Það er fáránleg einföldun. Í fyrsta lagi lítum við svo á að innan Framsóknarflokksins sé andrými til að hafa ólíkar skoðanir. Þetta lýtur ekki að því að það sé verið að kúga Kristin til einhverrar einnar skoðunar, heldur lýtur þetta að trausti," segir Hjálmar Hann segir að til þess að skilja málið til hlítar verði að fara sex ár aftur í tímann þegar Kristinn H. Gunnarsson gekk til liðs við Framsóknarflokkinnn. "Ég fullyrði það að enginn einstaklingur hafi fengið jafn hlýjar og jákvæðar móttökur og Kristinn fékk þá með blómum og kossum og tilheyrandi. Ásamt því að vera falin formennska í þingflokknum, nýkominn til okkar úr öðrum flokki. Ég ætla nú ekki að fara út í þá einkunn sem fylgdi honum frá fyrrverandi samherjum, en hvað hefur gerst á þessum sex árum frá því hann fær þessar góðu móttökur og hans ábyrgð innan flokksins verður mjög mikil?" spyr Hjálmar. Hann segir að fljótlega hafi farið að síga á ógæfuhliðina hjá Kristni innan flokksins. "Ég minni á það að þingflokkurinn tók hann úr formennsku hér í þingflokknum. Það var löngu áður en fjölmiðlafrumvarpið kemur fram eða Íraksmálið kom upp. Á bak við það hlýtur að vera einhver ástæða," segir Hjálmar. "Við getum líka farið út fyrir þingflokkinn," heldur Hjálmar áfram. "Eitt af ábyrgðarstörfunum sem Kristinn fékk var að vera stjórnarformaður Byggðastofnunar, afskaplega mikilvægt hlutverk. Ég spyr: Hvernig var viðskilnaðurinn þar? Stofnunin var nánast í lamasessi, hún var í rúst, og ef hægt er að lýsa því með einhverju einu orði, er það alvarlegur trúnaðarbrestur. Milli hans og stjórnarmanna, milli hans og starfsmanna," segir Hjálmar Margir þættir ollu trúnaðarbresti Spurður hvaða aðgerðir Kristins hafi orðið til þess að þessi trúnaðarbrestur átti sér stað segir Hjálmar að margir þættir hafi leitt til þess. "Til að mynda er mjög mikilvægt að vera fulltrúi þingflokks og fara með skoðanir þingflokksins inn í nefnd og fylgja þeim eftir samkvæmt vilja þingflokksins. Það hefur Kristinn ekki gert í nándar nærri öllum málum. Hann hefur verið svolítill einfari og ýmsir í þingflokknum hafa sagst ekki vilja starfa með honum áfram í nefnd, þeir hafi vonda reynslu af því, hann hafi ekkert samráð," segir Hjálmar. "Kristinn hefur meira að segja gengið svo langt að taka mál í gíslingu. Það var mál í efnahags- og viðskiptanefnd þegar þingflokkurinn var búinn að samþykkja framlagningu máls, ég man nú reyndar ekki nákvæmlega hvaða mál það var. Til að byrja með neitaði Kristinn hins vegar að afgreiða það út úr nefndinni. Þingflokkurinn fékk því ekki tækifæri til að taka afstöðu til þess inni í þingsal, sem er mjög alvarlegur atburður," segir Hjálmar. "Það orðaði þetta nú einhver maður svona: Kristinn kemur í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubandalaginu og í stað þess að verða framsóknarmaður ætlar hann að breyta Framsóknarflokknum í Alþýðubandalagið. Hvort Kristinn telur sig vera framsóknarmann, því verður hann að sjálfsögðu að svara," segir Hjálmar. Hjálmar Árnasonþingflokksformaður Framsóknarflokks;MYND/GVA
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira