Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Tómas Arnar Þorláksson skrifar 1. nóvember 2025 19:15 Hafsteinn Einarsson, dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. vísir/ívar Gervigreindarsmjaður er raunverulegt vandamál að mati vísindamanna. Forrit eigi það til að taka undir ranghugmyndir notenda en dósent í tölvunarfræði segir of snemmt að segja til um hvort það geti leitt til svokallaðs gervigreindargeðrofs. Vísindamenn hafa varað við svokölluðu gervigreindarsmjaðri eða „AI sycophancy“ sem geti brenglað skynjun og tilfinningu notenda fyrir raunveruleikanum. Smjaðrið felst í því að gervigreindin tekur undir allt það sem notandinn veltir upp án gagnrýni. Open AI sem á og rekur ChatGPT hefur viðurkennt að um vandamál sé að ræða. Dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands segir óvíst hvaða áhrif umræddur undirlægjuháttur hefur á notendur. „Það var til dæmis einn notandi sem sagði við Chat gpt, ég er með hugmynd, mig langar að selja skít á priki. Chat gpt sagði bara: Frábær hugmynd! Þú ættir að byrja að fjárfesta í þessu og fara lengra með þessa hugmynd og þetta er svona dæmi um þessa yfirdrifnu undirgefni þar sem gervigreindin bara staðfestir allt sem að þú segir við hana.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þessi skortur á ögrun getur orðið til þess að gervigreindin taki jafnvel undir ranghugmyndir. Hannes segir erfitt að segja til um hvort þetta geti valdið svokölluðu gervigreindargeðrofi. Mögulega geti þetta ýtt þeim sem eru þegar andlega veikir fram af brúninni. „Þá fer hún kannski að staðfesta meira það sem notandinn er að segja óháð því hvort það sé rétt eða ekki og þetta getur verið mjög hættulegt fyrir þá sem eru með ranghugmyndir eða eru að stefna í einhvers konar geðrof. Þá er gervigreindin farin að staðfesta ranghugmyndir þeirra og að auki er gervigreind núna komin með þannig minni að hún getur flett upp fyrri samræðum og þá getur fólk jafnvel haldið að það sé verið að ásækja þau.“ Getur þetta líka leitt til þess að fólk dragis enn frekar inn í þessa bergmálshella? „Það er alveg hægt að láta sér detta í hug að það gæti verið raunin.“ Frekari rannsókna er þörf. „Það er fólk með ranghugmyndir og kannski í geðrofi sem er að nota þessa tækni í dag og við bara vitum ekki hvort þessi tækni sé raunverulega að valda einhverjum skaða og í hvaða máli og hvað eigi að gera í því. Þá er bara spurningin hverjar verða afleiðingarnar?“ Nýlega birti Open AI tölur yfir hve margir ræða viðkvæm málefni við Chat GPT sem ættu mögulega betur heima hjá sérfræðingi. Hlutfall þeirra er undir einu prósenti. „Milljón af þessum notendum eru að ræða til dæmis sjálfssvíg og um það bil helmingur af þeim eru að ræða við gervigreindina á þann hátt að það er merki um að þau séu í geðrofsástand eða maníu eða þess háttar.“ Gervigreind Tækni Geðheilbrigði Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira
Vísindamenn hafa varað við svokölluðu gervigreindarsmjaðri eða „AI sycophancy“ sem geti brenglað skynjun og tilfinningu notenda fyrir raunveruleikanum. Smjaðrið felst í því að gervigreindin tekur undir allt það sem notandinn veltir upp án gagnrýni. Open AI sem á og rekur ChatGPT hefur viðurkennt að um vandamál sé að ræða. Dósent í tölvunarfræði við Háskóla Íslands segir óvíst hvaða áhrif umræddur undirlægjuháttur hefur á notendur. „Það var til dæmis einn notandi sem sagði við Chat gpt, ég er með hugmynd, mig langar að selja skít á priki. Chat gpt sagði bara: Frábær hugmynd! Þú ættir að byrja að fjárfesta í þessu og fara lengra með þessa hugmynd og þetta er svona dæmi um þessa yfirdrifnu undirgefni þar sem gervigreindin bara staðfestir allt sem að þú segir við hana.“ Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þessi skortur á ögrun getur orðið til þess að gervigreindin taki jafnvel undir ranghugmyndir. Hannes segir erfitt að segja til um hvort þetta geti valdið svokölluðu gervigreindargeðrofi. Mögulega geti þetta ýtt þeim sem eru þegar andlega veikir fram af brúninni. „Þá fer hún kannski að staðfesta meira það sem notandinn er að segja óháð því hvort það sé rétt eða ekki og þetta getur verið mjög hættulegt fyrir þá sem eru með ranghugmyndir eða eru að stefna í einhvers konar geðrof. Þá er gervigreindin farin að staðfesta ranghugmyndir þeirra og að auki er gervigreind núna komin með þannig minni að hún getur flett upp fyrri samræðum og þá getur fólk jafnvel haldið að það sé verið að ásækja þau.“ Getur þetta líka leitt til þess að fólk dragis enn frekar inn í þessa bergmálshella? „Það er alveg hægt að láta sér detta í hug að það gæti verið raunin.“ Frekari rannsókna er þörf. „Það er fólk með ranghugmyndir og kannski í geðrofi sem er að nota þessa tækni í dag og við bara vitum ekki hvort þessi tækni sé raunverulega að valda einhverjum skaða og í hvaða máli og hvað eigi að gera í því. Þá er bara spurningin hverjar verða afleiðingarnar?“ Nýlega birti Open AI tölur yfir hve margir ræða viðkvæm málefni við Chat GPT sem ættu mögulega betur heima hjá sérfræðingi. Hlutfall þeirra er undir einu prósenti. „Milljón af þessum notendum eru að ræða til dæmis sjálfssvíg og um það bil helmingur af þeim eru að ræða við gervigreindina á þann hátt að það er merki um að þau séu í geðrofsástand eða maníu eða þess háttar.“
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218.
Gervigreind Tækni Geðheilbrigði Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Sjá meira