Besta breska bandið í ár 10. september 2004 00:01 Reyndar kom sigurinn liðsmönnum Franz Ferdinand á óvart. "Við áttum alls ekki von á að vinna þetta. Við erum ekki einu sinni með ræðu eða neitt -- þetta kemur okkur í opna skjöldu. Þetta er frábært og við erum alveg undrandi, en mjög stoltir," sagði söngvarinn og gítarleikarinn Alex Kapranos af þessu tilefni. "Öll hin böndin sem voru tilnefnd áttu verðlaunin meira skilið en við," bætti hann svo við. Mercury-verðlaunin voru nú afhent í 13. sinn en þau eru veitt fyrir bestu plötu ársins hjá bresku eða írsku bandi. Sigurvegarar eru jafnan metnir fyrir hæfileika sína og frumlegheit, öfugt við plötusölu og fleira eins og tíðkast oft annars staðar. Meðal þeirra sem tilefndir voru til verðlaunanna að þessu sinni voru The Streets, unga söngkonan Joss Stone, r&b söngkonan Jamelia, Amy Winehouse og gítarlausa rokkbandið Keane sem kemur hingað til lands í næsta mánuði og spilar á Airwaves. Þá voru einnig tilnefndir Belle & Sebastian, rapparinn Ty, rokksveitin The Zutons og Snow Patrol. Mercury-verðlaunin hafa oft verið gagnrýnd fyrir að vera full "artí", og oft á tíðum hafa verðlaunin fallið í skaut listamönnum sem hinn almenni tónlistaráhugamaður hefur aldrei heyrt um. Þetta var ekki uppi á teningnum í ár og allir þeir sem tilnefndir voru eru orðnir velþekktir og -liðnir. Franz Ferdinand eru lýsandi fyrir þetta. Plata þeirra hefur selst í yfir milljón eintökum og hvar sem þeir spila þessa dagana er fullt út úr húsi. Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira
Reyndar kom sigurinn liðsmönnum Franz Ferdinand á óvart. "Við áttum alls ekki von á að vinna þetta. Við erum ekki einu sinni með ræðu eða neitt -- þetta kemur okkur í opna skjöldu. Þetta er frábært og við erum alveg undrandi, en mjög stoltir," sagði söngvarinn og gítarleikarinn Alex Kapranos af þessu tilefni. "Öll hin böndin sem voru tilnefnd áttu verðlaunin meira skilið en við," bætti hann svo við. Mercury-verðlaunin voru nú afhent í 13. sinn en þau eru veitt fyrir bestu plötu ársins hjá bresku eða írsku bandi. Sigurvegarar eru jafnan metnir fyrir hæfileika sína og frumlegheit, öfugt við plötusölu og fleira eins og tíðkast oft annars staðar. Meðal þeirra sem tilefndir voru til verðlaunanna að þessu sinni voru The Streets, unga söngkonan Joss Stone, r&b söngkonan Jamelia, Amy Winehouse og gítarlausa rokkbandið Keane sem kemur hingað til lands í næsta mánuði og spilar á Airwaves. Þá voru einnig tilnefndir Belle & Sebastian, rapparinn Ty, rokksveitin The Zutons og Snow Patrol. Mercury-verðlaunin hafa oft verið gagnrýnd fyrir að vera full "artí", og oft á tíðum hafa verðlaunin fallið í skaut listamönnum sem hinn almenni tónlistaráhugamaður hefur aldrei heyrt um. Þetta var ekki uppi á teningnum í ár og allir þeir sem tilnefndir voru eru orðnir velþekktir og -liðnir. Franz Ferdinand eru lýsandi fyrir þetta. Plata þeirra hefur selst í yfir milljón eintökum og hvar sem þeir spila þessa dagana er fullt út úr húsi.
Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Sjá meira