Landbúnaður skerðir kjör 29. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt það sé alltaf erfitt að draga ályktanir af verðkönnun á fimmtán vörutegundum má þó sjá af könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, að áhrif samkeppni í matvöruverslun er mismikil eftir vörutegundum. Í könnuninni má sjá mjög mikinn mun á verði á grænmeti og ávöxtum eftir verslunum, töluverðan mun á verði á þurrvöru og nýlenduvörum en minnsti munurinn er á verði á mjólkur- og kjötvörum. Verðmismunur milli verslana ber ekki aðeins vott um virka samkeppni heldur sýnir líka mismun í þjónustu og jafnvel gæðum. Mikill munur á verði gefur til kynna að neytendinn hafi val. Hann getur valið meiri gæði, betri þjónustu og lengri opnunartíma og greitt fyrir það í vöruverðinu. En hann getur líka valið lægra verð, takmarkaðri þjónustu og minna vöruúrval. Í könnun Fréttablaðsins var verðmunur á grænmeti og ávöxtunum milli ódýrustu verslunarinnar og þeirra dýrustu tæplega 114 prósent. Sambærilegt hlutfall í nýlenduvörum var rúmlega 53 prósent. En í mjólkur- og kjötvörum var munurinn aðeins tæplega 30 prósent. Ef við gefum okkur að meðalverð á mjólkur- og kjötvörum myndi ekkert breytast við frjálsari verðlagningu myndi það eftir sem áður leiða til þess að í ódýrustu verslununum myndi verð á þessum lífsnauðsynjum lækka um 22 prósent miðað við verðmuninn á nýlenduvörunum og um heil 36 prósent miðað við verðmuninn á grænmeti og ávöxtum. Þeir neytendur sem vildu teygja sig eftir ódýrari landbúnaðarvörum gætu þá sótt þær í ódýrari verslanir. Fyrirkomulagið á viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur í dag er hins vegar með þeim hætti að framleiðendur halda þessum vörum að mestu utan samkeppni og stjórnvöld girða fyrir samkeppni frá útlöndum. Hér að ofan var tekið dæmi af því hvaða áhrif frjálsari verðlagning á landbúnaðarvörum gæti haft á vöruverð. Þar var þó ekki gert ráð fyrir að eðlilegri viðskiptahættir leiddu til almennrar verðlækkunar. Það verður þó að telja næsta öruggt; sérstaklega ef opnað verður fyrir samkeppni að utan. Flestir íslenskir neytendur kannast við afleiðingar af auknu frelsi í viðskiptum með ávexti og grænmeti. Það þekkist varla lengur að lélegt grænmeti sé selt á Íslandi á uppsprengdu verði. Aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur gæti því leitt til þess að þær lækkuðu um allt að 50 prósent í ódýrustu búðunum. Ein af þeim skattatillögum sem stjórnarflokkarnir eru að skoða er lækkun á virðisaukaskatti á matvörum úr 14 prósentum í sjö prósent. Slíkt gæti leitt til sex prósenta lækkunar á matvöru. Þessi skattalækkun þykir góð, meðal annars vegna þess að hún jafnar aðstöðu fólks. Allir þurfa að borða en það eru takmörk fyrir hvað hver getur borðað mikið. Lækkun matarverðs kemur því öllum til góða en vegur hlutfallslega þyngst í buddu þeirra sem hafa lægri launin. Lækkun matarverðs með lækkun virðisaukaskatts virkar hins vegar veigalítil aðgerð í samanburði við þær kjarabætur sem gætu falist í aukinni samkeppni í viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur. Og slík aðgerð leiðir ekki síður til kjarajöfnunar en lækkun virðisaukaskatts. Stjórnvöld hljóta að horfa fram á veginn og meta áhrif óbreyttra viðskiptahátta á kjör alls þorra fólks í stað þess að horfa aftur í von um að geta fryst óbreytt ástand í landbúnaðarmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þótt það sé alltaf erfitt að draga ályktanir af verðkönnun á fimmtán vörutegundum má þó sjá af könnun, sem Fréttablaðið birtir í dag, að áhrif samkeppni í matvöruverslun er mismikil eftir vörutegundum. Í könnuninni má sjá mjög mikinn mun á verði á grænmeti og ávöxtum eftir verslunum, töluverðan mun á verði á þurrvöru og nýlenduvörum en minnsti munurinn er á verði á mjólkur- og kjötvörum. Verðmismunur milli verslana ber ekki aðeins vott um virka samkeppni heldur sýnir líka mismun í þjónustu og jafnvel gæðum. Mikill munur á verði gefur til kynna að neytendinn hafi val. Hann getur valið meiri gæði, betri þjónustu og lengri opnunartíma og greitt fyrir það í vöruverðinu. En hann getur líka valið lægra verð, takmarkaðri þjónustu og minna vöruúrval. Í könnun Fréttablaðsins var verðmunur á grænmeti og ávöxtunum milli ódýrustu verslunarinnar og þeirra dýrustu tæplega 114 prósent. Sambærilegt hlutfall í nýlenduvörum var rúmlega 53 prósent. En í mjólkur- og kjötvörum var munurinn aðeins tæplega 30 prósent. Ef við gefum okkur að meðalverð á mjólkur- og kjötvörum myndi ekkert breytast við frjálsari verðlagningu myndi það eftir sem áður leiða til þess að í ódýrustu verslununum myndi verð á þessum lífsnauðsynjum lækka um 22 prósent miðað við verðmuninn á nýlenduvörunum og um heil 36 prósent miðað við verðmuninn á grænmeti og ávöxtum. Þeir neytendur sem vildu teygja sig eftir ódýrari landbúnaðarvörum gætu þá sótt þær í ódýrari verslanir. Fyrirkomulagið á viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur í dag er hins vegar með þeim hætti að framleiðendur halda þessum vörum að mestu utan samkeppni og stjórnvöld girða fyrir samkeppni frá útlöndum. Hér að ofan var tekið dæmi af því hvaða áhrif frjálsari verðlagning á landbúnaðarvörum gæti haft á vöruverð. Þar var þó ekki gert ráð fyrir að eðlilegri viðskiptahættir leiddu til almennrar verðlækkunar. Það verður þó að telja næsta öruggt; sérstaklega ef opnað verður fyrir samkeppni að utan. Flestir íslenskir neytendur kannast við afleiðingar af auknu frelsi í viðskiptum með ávexti og grænmeti. Það þekkist varla lengur að lélegt grænmeti sé selt á Íslandi á uppsprengdu verði. Aukið frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur gæti því leitt til þess að þær lækkuðu um allt að 50 prósent í ódýrustu búðunum. Ein af þeim skattatillögum sem stjórnarflokkarnir eru að skoða er lækkun á virðisaukaskatti á matvörum úr 14 prósentum í sjö prósent. Slíkt gæti leitt til sex prósenta lækkunar á matvöru. Þessi skattalækkun þykir góð, meðal annars vegna þess að hún jafnar aðstöðu fólks. Allir þurfa að borða en það eru takmörk fyrir hvað hver getur borðað mikið. Lækkun matarverðs kemur því öllum til góða en vegur hlutfallslega þyngst í buddu þeirra sem hafa lægri launin. Lækkun matarverðs með lækkun virðisaukaskatts virkar hins vegar veigalítil aðgerð í samanburði við þær kjarabætur sem gætu falist í aukinni samkeppni í viðskiptum með mjólkur- og kjötvörur. Og slík aðgerð leiðir ekki síður til kjarajöfnunar en lækkun virðisaukaskatts. Stjórnvöld hljóta að horfa fram á veginn og meta áhrif óbreyttra viðskiptahátta á kjör alls þorra fólks í stað þess að horfa aftur í von um að geta fryst óbreytt ástand í landbúnaðarmálum.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun