Stjórnin þarf ný andlit 26. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé það eindreginn ásetningur stjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, að halda samstarfinu áfram út kjörtímabilið þrátt fyrir áföllin að undanförnu og skoðanakannanir, sem sýna að ríkisstjórnin nýtur ekki trausts meirihluta kjósenda, ættu þeir á haustdögum, þegar skipt verður um manninn í brúnni, að huga að róttækum breytingum á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar. Þó að stjórnmál snúist að sönnu um málefni skiptir ásýnd eða ímynd miklu máli. Einn þáttur í að bæta hana er að velja menn til forystu sem höfða til kjósenda, ná sambandi við þá og hafa traust þeirra. Forystumenn stjórnarflokkanna ættu að hugleiða alvarlega hvort forsætisráðherraskiptin í september séu ekki tækifæri til að skapa ríkisstjórninni tiltrú að nýju og vinna aftur hug og hjörtu kjósenda. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Jónína Bjartmarz hafa sýnt að undanförnu að töggur er í þeim. Þau yrðu áreiðanlega öflugir ráðherrar. Sama er að segja um Kristinn H. Gunnarsson, en líklega er óraunsætt að ætlast til þess að Framsóknarflokkurinn geri hann að ráðherra, þar sem nú orðið er nánast litið á hann sem stjórnarandstæðing innan flokksins. Í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sýnt ótvíræða forystuhæfileika og áunnið sér álit og vinsældir langt fyrir utan raðir flokksins. Það væri sterkur og djarfur leikur að gera hann að ráðherra í haust. Og það jaðrar við hneyksli að einhver öflugasti þingmaður sjálfstæðismanna, Einar K. Guðfinnsson, skuli ekki fyrir löngu hafa tekið sæti í ríkisstjórn. Nú er tækifæri. Raunar eru fleiri þingmenn sem áhugavert væri að sjá spreyta sig í ráðherrasætum í haust svo sem Einar Oddur Kristjánsson, Gunnar Birgisson og Pétur Blöndal. Því miður eru þessar vangaveltur líklega skýjaskraf eitt. Ósennilegt er að stjórnarflokkarnir hafi kjark og þrek til að standa fyrir róttækum breytingum á ríkisstjórninni í haust. Svo virðist sem hjónabandinu á stjórnarheimilinu sé fremur haldið við til að bjarga andlitinu út á við eða af misskilinni tillitssemi en af gagnkvæmri ást, hrifningu og trausti. Fréttir sem borist hafa af daðri við aðra flokka koma þess vegna ekki á óvart. Og sannleikurinn er sá að stundum getur verið skynsamlegt að binda enda á erfið hjónabönd frekar en að halda samvistum áfram með tilheyrandi vanlíðan og leiðindum fyrir hjónin, fjölskylduna, vini og vandamenn. Úrslit þingkosninganna í fyrravor voru engin sérstök traustsyfirlýsing á ríkisstjórnina. Þá var ákveðið að þrauka áfram þrátt fyrir ágjöfina. Umhugsunarefni er hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun. Miklu skiptir að framhaldið í haust verði yfirvegað af raunsæi áður en nokkrum leiðum er lokað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem form – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé það eindreginn ásetningur stjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, að halda samstarfinu áfram út kjörtímabilið þrátt fyrir áföllin að undanförnu og skoðanakannanir, sem sýna að ríkisstjórnin nýtur ekki trausts meirihluta kjósenda, ættu þeir á haustdögum, þegar skipt verður um manninn í brúnni, að huga að róttækum breytingum á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar. Þó að stjórnmál snúist að sönnu um málefni skiptir ásýnd eða ímynd miklu máli. Einn þáttur í að bæta hana er að velja menn til forystu sem höfða til kjósenda, ná sambandi við þá og hafa traust þeirra. Forystumenn stjórnarflokkanna ættu að hugleiða alvarlega hvort forsætisráðherraskiptin í september séu ekki tækifæri til að skapa ríkisstjórninni tiltrú að nýju og vinna aftur hug og hjörtu kjósenda. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Jónína Bjartmarz hafa sýnt að undanförnu að töggur er í þeim. Þau yrðu áreiðanlega öflugir ráðherrar. Sama er að segja um Kristinn H. Gunnarsson, en líklega er óraunsætt að ætlast til þess að Framsóknarflokkurinn geri hann að ráðherra, þar sem nú orðið er nánast litið á hann sem stjórnarandstæðing innan flokksins. Í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sýnt ótvíræða forystuhæfileika og áunnið sér álit og vinsældir langt fyrir utan raðir flokksins. Það væri sterkur og djarfur leikur að gera hann að ráðherra í haust. Og það jaðrar við hneyksli að einhver öflugasti þingmaður sjálfstæðismanna, Einar K. Guðfinnsson, skuli ekki fyrir löngu hafa tekið sæti í ríkisstjórn. Nú er tækifæri. Raunar eru fleiri þingmenn sem áhugavert væri að sjá spreyta sig í ráðherrasætum í haust svo sem Einar Oddur Kristjánsson, Gunnar Birgisson og Pétur Blöndal. Því miður eru þessar vangaveltur líklega skýjaskraf eitt. Ósennilegt er að stjórnarflokkarnir hafi kjark og þrek til að standa fyrir róttækum breytingum á ríkisstjórninni í haust. Svo virðist sem hjónabandinu á stjórnarheimilinu sé fremur haldið við til að bjarga andlitinu út á við eða af misskilinni tillitssemi en af gagnkvæmri ást, hrifningu og trausti. Fréttir sem borist hafa af daðri við aðra flokka koma þess vegna ekki á óvart. Og sannleikurinn er sá að stundum getur verið skynsamlegt að binda enda á erfið hjónabönd frekar en að halda samvistum áfram með tilheyrandi vanlíðan og leiðindum fyrir hjónin, fjölskylduna, vini og vandamenn. Úrslit þingkosninganna í fyrravor voru engin sérstök traustsyfirlýsing á ríkisstjórnina. Þá var ákveðið að þrauka áfram þrátt fyrir ágjöfina. Umhugsunarefni er hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun. Miklu skiptir að framhaldið í haust verði yfirvegað af raunsæi áður en nokkrum leiðum er lokað.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun