Stjórnin þarf ný andlit 26. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé það eindreginn ásetningur stjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, að halda samstarfinu áfram út kjörtímabilið þrátt fyrir áföllin að undanförnu og skoðanakannanir, sem sýna að ríkisstjórnin nýtur ekki trausts meirihluta kjósenda, ættu þeir á haustdögum, þegar skipt verður um manninn í brúnni, að huga að róttækum breytingum á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar. Þó að stjórnmál snúist að sönnu um málefni skiptir ásýnd eða ímynd miklu máli. Einn þáttur í að bæta hana er að velja menn til forystu sem höfða til kjósenda, ná sambandi við þá og hafa traust þeirra. Forystumenn stjórnarflokkanna ættu að hugleiða alvarlega hvort forsætisráðherraskiptin í september séu ekki tækifæri til að skapa ríkisstjórninni tiltrú að nýju og vinna aftur hug og hjörtu kjósenda. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Jónína Bjartmarz hafa sýnt að undanförnu að töggur er í þeim. Þau yrðu áreiðanlega öflugir ráðherrar. Sama er að segja um Kristinn H. Gunnarsson, en líklega er óraunsætt að ætlast til þess að Framsóknarflokkurinn geri hann að ráðherra, þar sem nú orðið er nánast litið á hann sem stjórnarandstæðing innan flokksins. Í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sýnt ótvíræða forystuhæfileika og áunnið sér álit og vinsældir langt fyrir utan raðir flokksins. Það væri sterkur og djarfur leikur að gera hann að ráðherra í haust. Og það jaðrar við hneyksli að einhver öflugasti þingmaður sjálfstæðismanna, Einar K. Guðfinnsson, skuli ekki fyrir löngu hafa tekið sæti í ríkisstjórn. Nú er tækifæri. Raunar eru fleiri þingmenn sem áhugavert væri að sjá spreyta sig í ráðherrasætum í haust svo sem Einar Oddur Kristjánsson, Gunnar Birgisson og Pétur Blöndal. Því miður eru þessar vangaveltur líklega skýjaskraf eitt. Ósennilegt er að stjórnarflokkarnir hafi kjark og þrek til að standa fyrir róttækum breytingum á ríkisstjórninni í haust. Svo virðist sem hjónabandinu á stjórnarheimilinu sé fremur haldið við til að bjarga andlitinu út á við eða af misskilinni tillitssemi en af gagnkvæmri ást, hrifningu og trausti. Fréttir sem borist hafa af daðri við aðra flokka koma þess vegna ekki á óvart. Og sannleikurinn er sá að stundum getur verið skynsamlegt að binda enda á erfið hjónabönd frekar en að halda samvistum áfram með tilheyrandi vanlíðan og leiðindum fyrir hjónin, fjölskylduna, vini og vandamenn. Úrslit þingkosninganna í fyrravor voru engin sérstök traustsyfirlýsing á ríkisstjórnina. Þá var ákveðið að þrauka áfram þrátt fyrir ágjöfina. Umhugsunarefni er hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun. Miklu skiptir að framhaldið í haust verði yfirvegað af raunsæi áður en nokkrum leiðum er lokað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sé það eindreginn ásetningur stjórnarflokkanna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, að halda samstarfinu áfram út kjörtímabilið þrátt fyrir áföllin að undanförnu og skoðanakannanir, sem sýna að ríkisstjórnin nýtur ekki trausts meirihluta kjósenda, ættu þeir á haustdögum, þegar skipt verður um manninn í brúnni, að huga að róttækum breytingum á ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar. Þó að stjórnmál snúist að sönnu um málefni skiptir ásýnd eða ímynd miklu máli. Einn þáttur í að bæta hana er að velja menn til forystu sem höfða til kjósenda, ná sambandi við þá og hafa traust þeirra. Forystumenn stjórnarflokkanna ættu að hugleiða alvarlega hvort forsætisráðherraskiptin í september séu ekki tækifæri til að skapa ríkisstjórninni tiltrú að nýju og vinna aftur hug og hjörtu kjósenda. Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Jónína Bjartmarz hafa sýnt að undanförnu að töggur er í þeim. Þau yrðu áreiðanlega öflugir ráðherrar. Sama er að segja um Kristinn H. Gunnarsson, en líklega er óraunsætt að ætlast til þess að Framsóknarflokkurinn geri hann að ráðherra, þar sem nú orðið er nánast litið á hann sem stjórnarandstæðing innan flokksins. Í Sjálfstæðisflokknum hefur Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar Alþingis, sýnt ótvíræða forystuhæfileika og áunnið sér álit og vinsældir langt fyrir utan raðir flokksins. Það væri sterkur og djarfur leikur að gera hann að ráðherra í haust. Og það jaðrar við hneyksli að einhver öflugasti þingmaður sjálfstæðismanna, Einar K. Guðfinnsson, skuli ekki fyrir löngu hafa tekið sæti í ríkisstjórn. Nú er tækifæri. Raunar eru fleiri þingmenn sem áhugavert væri að sjá spreyta sig í ráðherrasætum í haust svo sem Einar Oddur Kristjánsson, Gunnar Birgisson og Pétur Blöndal. Því miður eru þessar vangaveltur líklega skýjaskraf eitt. Ósennilegt er að stjórnarflokkarnir hafi kjark og þrek til að standa fyrir róttækum breytingum á ríkisstjórninni í haust. Svo virðist sem hjónabandinu á stjórnarheimilinu sé fremur haldið við til að bjarga andlitinu út á við eða af misskilinni tillitssemi en af gagnkvæmri ást, hrifningu og trausti. Fréttir sem borist hafa af daðri við aðra flokka koma þess vegna ekki á óvart. Og sannleikurinn er sá að stundum getur verið skynsamlegt að binda enda á erfið hjónabönd frekar en að halda samvistum áfram með tilheyrandi vanlíðan og leiðindum fyrir hjónin, fjölskylduna, vini og vandamenn. Úrslit þingkosninganna í fyrravor voru engin sérstök traustsyfirlýsing á ríkisstjórnina. Þá var ákveðið að þrauka áfram þrátt fyrir ágjöfina. Umhugsunarefni er hvort það hafi verið skynsamleg ákvörðun. Miklu skiptir að framhaldið í haust verði yfirvegað af raunsæi áður en nokkrum leiðum er lokað.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun