Formenn án framtíðar 6. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það er farið að há stjórnvöldum og skaða stjórnarflokkana að formenn þeirra hafa annars vegar takmarkalítið umboð frá flokksmönnum til ákvarðana en láta báðir hins vegar eins og þeir eigi sér ekki langa framtíð í stjórnmálum. Það er orðið flestum ljóst að Davíð Oddsson mun hætta afskiptum af stjórnvöldum 15. september eða fljótlega þar á eftir. Hann hefur boðað brotthvarf sitt svo lengi að honum er í raun ekki lengur til setunnar boðið. Sjálfstæðismenn hafa haft svo góðan tíma til að venja sig við brotthvarf Davíðs að það yrði mörgum þeirra áfall ef hann hætti nú við að hætta.Halldór Ásgrímsson virðist heldur ekki sjá fram yfir 15. september. Þann dag hlotnast honum verðlaunin fyrir langan pólitískan feril; verður loks forsætisráðherra. Halldór er ekki líklegur til að líta á embætti forsætisráðherra sem tækifæri til mikilla verka eða til að byggja upp langvarandi forystu í íslenskum stjórnmálum. Ef hann nær þessum áfanga á annað borð verður hann lokahnykkur langs ferils.Sökum þess hversu miklum völdum stjórnarflokkarnir hafa afsalað til þessara manna án framtíðar eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar orðnar óskiljanlegar mönnum sem telja morgundaginn einhvers virði. Fyrir okkur hin sem viljum horfa til framtíðar er það fráleitt að Alþingi afnemi lög, sem forseti Íslands hefur hafnað staðfestngar og skotið i þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess eins að setja þau aftur svo til óbreytt og senda forsetanum að nýju. Forsetanum er ekki annað fært en standa við fyrri ákvörðun sína og neita endursettum fjölmiðlalögum staðfestingar. Í fyrsta lagi eru þetta jafn slæm lög og áður.Í öðru lagi er fjölmiðlar enn það veigamiklir í samfélaginu að gera má kröfu um víðtæka samstöðu um lagaumhverfi í þeirra. Í þriðja lagi hefur forsetinn þegar tekið úr allan þann sársauka af þessu máli sem hann getur búist við. Það ætti því að verða honum auðveld og sjálfsögð ákvörðun að senda nýju lögin aftur til þjóðarinnar. En þá bregður svo við að ekki er hægt að koma þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrr en undir lok septembermánuðar -- það er eftir 15. september. Og í huga formannanna tveggja, sem sjá ekki út yfir þessa dagsetningu en hafa samt ótakmarkað umboð til ákvarðana, tilheyrir þetta óskilgreindri og óljósri framtíð.Afstaða framtíðarlausu formannanna tveggja er orðin æði torræðin. Þannig vilja þeir til dæmis bjarga lýðræðinu frá þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vilja efla fjölmiðla með því að leggja þá niður. Þeir vilja efna til víðtæks samráðs með því að ákveða niðurstöðuna fyrst en hefja síðan umræður um mögulega lendingu. Þeim fannst skynsamlegt í vor að setja lög sem tækju gildi eftir tvö ár en finnst þeir nú engan tíma mega missa til að setja sömu lög sem þó eigi ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár. Þeim fannst öruggara gagnvart stjórnarskrá að láta útvarpsleyfi renna út í vor en telja nú í lagi að láta áður veitt leyfi falla niður.Núverandi afstaða formannanna gagnvart fjölmiðlamálinu er í anda upphafs þess og málsmeðferðar allrar -- óskiljanleg fólki sem telur að lífið hafi sinn vanagang eftir 15. september eins og hingað til. Eru ekki nógu margir í þeim hópi í stjórnarflokkunum til að setja einhverja framtíð í stjórnarstefnuna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Það er farið að há stjórnvöldum og skaða stjórnarflokkana að formenn þeirra hafa annars vegar takmarkalítið umboð frá flokksmönnum til ákvarðana en láta báðir hins vegar eins og þeir eigi sér ekki langa framtíð í stjórnmálum. Það er orðið flestum ljóst að Davíð Oddsson mun hætta afskiptum af stjórnvöldum 15. september eða fljótlega þar á eftir. Hann hefur boðað brotthvarf sitt svo lengi að honum er í raun ekki lengur til setunnar boðið. Sjálfstæðismenn hafa haft svo góðan tíma til að venja sig við brotthvarf Davíðs að það yrði mörgum þeirra áfall ef hann hætti nú við að hætta.Halldór Ásgrímsson virðist heldur ekki sjá fram yfir 15. september. Þann dag hlotnast honum verðlaunin fyrir langan pólitískan feril; verður loks forsætisráðherra. Halldór er ekki líklegur til að líta á embætti forsætisráðherra sem tækifæri til mikilla verka eða til að byggja upp langvarandi forystu í íslenskum stjórnmálum. Ef hann nær þessum áfanga á annað borð verður hann lokahnykkur langs ferils.Sökum þess hversu miklum völdum stjórnarflokkarnir hafa afsalað til þessara manna án framtíðar eru ákvarðanir ríkisstjórnarinnar orðnar óskiljanlegar mönnum sem telja morgundaginn einhvers virði. Fyrir okkur hin sem viljum horfa til framtíðar er það fráleitt að Alþingi afnemi lög, sem forseti Íslands hefur hafnað staðfestngar og skotið i þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess eins að setja þau aftur svo til óbreytt og senda forsetanum að nýju. Forsetanum er ekki annað fært en standa við fyrri ákvörðun sína og neita endursettum fjölmiðlalögum staðfestingar. Í fyrsta lagi eru þetta jafn slæm lög og áður.Í öðru lagi er fjölmiðlar enn það veigamiklir í samfélaginu að gera má kröfu um víðtæka samstöðu um lagaumhverfi í þeirra. Í þriðja lagi hefur forsetinn þegar tekið úr allan þann sársauka af þessu máli sem hann getur búist við. Það ætti því að verða honum auðveld og sjálfsögð ákvörðun að senda nýju lögin aftur til þjóðarinnar. En þá bregður svo við að ekki er hægt að koma þjóðaratkvæðagreiðslu á fyrr en undir lok septembermánuðar -- það er eftir 15. september. Og í huga formannanna tveggja, sem sjá ekki út yfir þessa dagsetningu en hafa samt ótakmarkað umboð til ákvarðana, tilheyrir þetta óskilgreindri og óljósri framtíð.Afstaða framtíðarlausu formannanna tveggja er orðin æði torræðin. Þannig vilja þeir til dæmis bjarga lýðræðinu frá þjóðaratkvæðagreiðslu. Þeir vilja efla fjölmiðla með því að leggja þá niður. Þeir vilja efna til víðtæks samráðs með því að ákveða niðurstöðuna fyrst en hefja síðan umræður um mögulega lendingu. Þeim fannst skynsamlegt í vor að setja lög sem tækju gildi eftir tvö ár en finnst þeir nú engan tíma mega missa til að setja sömu lög sem þó eigi ekki að taka gildi fyrr en eftir þrjú ár. Þeim fannst öruggara gagnvart stjórnarskrá að láta útvarpsleyfi renna út í vor en telja nú í lagi að láta áður veitt leyfi falla niður.Núverandi afstaða formannanna gagnvart fjölmiðlamálinu er í anda upphafs þess og málsmeðferðar allrar -- óskiljanleg fólki sem telur að lífið hafi sinn vanagang eftir 15. september eins og hingað til. Eru ekki nógu margir í þeim hópi í stjórnarflokkunum til að setja einhverja framtíð í stjórnarstefnuna?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun