Kunnugleg staða í ríkisstjórninni 4. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þegar ríkisstjórnin kom saman í gær á stuttum fundi til að staðfesta að ekki væri enn fundin niðurstaða um efnisatriði laga um þjóðaratkvæðagreiðslu var liðinn réttur mánuður síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti að hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin svokölluðu. Daginn eftir lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin og Alþingi kallað saman til að samþykkja sérstök lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna.Skömmu síðar lá ljóst fyrir að Alþingi kæmi saman 5. júlí – á komandi mánudag. Síðan hefur þjóðin skeggrætt atkvæðagreiðsluna og skiljanlega sýnist sitt hverjum enda um nokkurt nýnæmi að ræða. Flestir hafa komið sér upp skoðun á því hvernig standa ber að þjóðaratkvæðagreiðslunni – flestir nema ríkisstjórnin. Hún er enn óviss.Gærdagurinn var ekki góður ríkisstjórninni. Fyrst var fundi ríkisstjórnarinnar frestað fram eftir degi og síðan var fundurinn haldinn til þess eins að staðfesta að ekkert samkomulag lá fyrir um fundarefnið. Og samkomulag virðist svo langt undan að ráðherrarnir treystu sér ekki til að ræða málið og freista þess að ná saman. Þeir voru sammála um að vera ósammála.Og okkur er kynnt staða innan ríkisstjórnarinnar sem er orðin nokkuð kunnugleg. Davíð Oddsson og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins vilja ganga eins langt og framast er unnt í að setja höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Framsóknarmenn eru tilbúnir að skoða einhver höft en vilja ekki ganga eins langt og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vill teygja sig æði langt til að fullnægja kröfum Davíðs en aðrir ráðherrar og þingmenn flokksins segja takmörk vera fyrir undanlátsseminni.Davíð er hvattur áfram af harðlínumönnum Sjálfstæðisflokksins en frjálslyndari hluti flokksmanna hefur sig lítið í frammi – reynir að bíða þetta mál af sér eins og önnur sérlunduð baráttumál harðlínumannanna. Ríkisstjórnin fór þrívegis í gegnum sambærilega stöðu í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti endanlega útgáfu fjölmiðlalaganna.Til að leysa hnútinn í þriðja sinn fór Davíð á Bessastaði að heimsækja Ólaf Ragnar eftir að hafa gagnrýnt hann harðlega í fréttum ríkissjónvarpsins við lítinn fögnuð framsóknarmanna. En það virðist því vera sama hversu oft þessi ágreiningur er leystur; hann hverfur ekki. Ríkisstjórnarsamstarfið virðist hverfast um kröfu Davíðs og harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum til hörku í öllum stjórnarathöfnum og muldrandi undanlátssemi Framsóknar við þessum kröfum.Þetta ástand á stjórninni er svo tilfinningalega lýjandi fyrir ráðherrana að stjórnin er ófær til annarra verka – og þarfari. Það er til dæmis sorglegt að á sama tíma og ráðherrarnir voru uppteknir af því hvort Ólafur Ragnar hefði fengið nægjanlega á baukinn í forsetakosningum kom á daginn að gleymst hafði að gera ráð fyrir nokkur hundruð nemum í framhaldsskóla.Líklega tekst stjórnarflokkunum að halda lífi í stjórninni með einhverri málamiðlun. Af reynslu undanfarinna mánuða mun framlengdir lífdagar aðeins færa ráðherrana að næstu krísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þegar ríkisstjórnin kom saman í gær á stuttum fundi til að staðfesta að ekki væri enn fundin niðurstaða um efnisatriði laga um þjóðaratkvæðagreiðslu var liðinn réttur mánuður síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti að hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin svokölluðu. Daginn eftir lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin og Alþingi kallað saman til að samþykkja sérstök lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna.Skömmu síðar lá ljóst fyrir að Alþingi kæmi saman 5. júlí – á komandi mánudag. Síðan hefur þjóðin skeggrætt atkvæðagreiðsluna og skiljanlega sýnist sitt hverjum enda um nokkurt nýnæmi að ræða. Flestir hafa komið sér upp skoðun á því hvernig standa ber að þjóðaratkvæðagreiðslunni – flestir nema ríkisstjórnin. Hún er enn óviss.Gærdagurinn var ekki góður ríkisstjórninni. Fyrst var fundi ríkisstjórnarinnar frestað fram eftir degi og síðan var fundurinn haldinn til þess eins að staðfesta að ekkert samkomulag lá fyrir um fundarefnið. Og samkomulag virðist svo langt undan að ráðherrarnir treystu sér ekki til að ræða málið og freista þess að ná saman. Þeir voru sammála um að vera ósammála.Og okkur er kynnt staða innan ríkisstjórnarinnar sem er orðin nokkuð kunnugleg. Davíð Oddsson og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins vilja ganga eins langt og framast er unnt í að setja höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Framsóknarmenn eru tilbúnir að skoða einhver höft en vilja ekki ganga eins langt og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vill teygja sig æði langt til að fullnægja kröfum Davíðs en aðrir ráðherrar og þingmenn flokksins segja takmörk vera fyrir undanlátsseminni.Davíð er hvattur áfram af harðlínumönnum Sjálfstæðisflokksins en frjálslyndari hluti flokksmanna hefur sig lítið í frammi – reynir að bíða þetta mál af sér eins og önnur sérlunduð baráttumál harðlínumannanna. Ríkisstjórnin fór þrívegis í gegnum sambærilega stöðu í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti endanlega útgáfu fjölmiðlalaganna.Til að leysa hnútinn í þriðja sinn fór Davíð á Bessastaði að heimsækja Ólaf Ragnar eftir að hafa gagnrýnt hann harðlega í fréttum ríkissjónvarpsins við lítinn fögnuð framsóknarmanna. En það virðist því vera sama hversu oft þessi ágreiningur er leystur; hann hverfur ekki. Ríkisstjórnarsamstarfið virðist hverfast um kröfu Davíðs og harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum til hörku í öllum stjórnarathöfnum og muldrandi undanlátssemi Framsóknar við þessum kröfum.Þetta ástand á stjórninni er svo tilfinningalega lýjandi fyrir ráðherrana að stjórnin er ófær til annarra verka – og þarfari. Það er til dæmis sorglegt að á sama tíma og ráðherrarnir voru uppteknir af því hvort Ólafur Ragnar hefði fengið nægjanlega á baukinn í forsetakosningum kom á daginn að gleymst hafði að gera ráð fyrir nokkur hundruð nemum í framhaldsskóla.Líklega tekst stjórnarflokkunum að halda lífi í stjórninni með einhverri málamiðlun. Af reynslu undanfarinna mánuða mun framlengdir lífdagar aðeins færa ráðherrana að næstu krísu.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun