Kunnugleg staða í ríkisstjórninni 4. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þegar ríkisstjórnin kom saman í gær á stuttum fundi til að staðfesta að ekki væri enn fundin niðurstaða um efnisatriði laga um þjóðaratkvæðagreiðslu var liðinn réttur mánuður síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti að hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin svokölluðu. Daginn eftir lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin og Alþingi kallað saman til að samþykkja sérstök lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna.Skömmu síðar lá ljóst fyrir að Alþingi kæmi saman 5. júlí – á komandi mánudag. Síðan hefur þjóðin skeggrætt atkvæðagreiðsluna og skiljanlega sýnist sitt hverjum enda um nokkurt nýnæmi að ræða. Flestir hafa komið sér upp skoðun á því hvernig standa ber að þjóðaratkvæðagreiðslunni – flestir nema ríkisstjórnin. Hún er enn óviss.Gærdagurinn var ekki góður ríkisstjórninni. Fyrst var fundi ríkisstjórnarinnar frestað fram eftir degi og síðan var fundurinn haldinn til þess eins að staðfesta að ekkert samkomulag lá fyrir um fundarefnið. Og samkomulag virðist svo langt undan að ráðherrarnir treystu sér ekki til að ræða málið og freista þess að ná saman. Þeir voru sammála um að vera ósammála.Og okkur er kynnt staða innan ríkisstjórnarinnar sem er orðin nokkuð kunnugleg. Davíð Oddsson og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins vilja ganga eins langt og framast er unnt í að setja höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Framsóknarmenn eru tilbúnir að skoða einhver höft en vilja ekki ganga eins langt og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vill teygja sig æði langt til að fullnægja kröfum Davíðs en aðrir ráðherrar og þingmenn flokksins segja takmörk vera fyrir undanlátsseminni.Davíð er hvattur áfram af harðlínumönnum Sjálfstæðisflokksins en frjálslyndari hluti flokksmanna hefur sig lítið í frammi – reynir að bíða þetta mál af sér eins og önnur sérlunduð baráttumál harðlínumannanna. Ríkisstjórnin fór þrívegis í gegnum sambærilega stöðu í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti endanlega útgáfu fjölmiðlalaganna.Til að leysa hnútinn í þriðja sinn fór Davíð á Bessastaði að heimsækja Ólaf Ragnar eftir að hafa gagnrýnt hann harðlega í fréttum ríkissjónvarpsins við lítinn fögnuð framsóknarmanna. En það virðist því vera sama hversu oft þessi ágreiningur er leystur; hann hverfur ekki. Ríkisstjórnarsamstarfið virðist hverfast um kröfu Davíðs og harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum til hörku í öllum stjórnarathöfnum og muldrandi undanlátssemi Framsóknar við þessum kröfum.Þetta ástand á stjórninni er svo tilfinningalega lýjandi fyrir ráðherrana að stjórnin er ófær til annarra verka – og þarfari. Það er til dæmis sorglegt að á sama tíma og ráðherrarnir voru uppteknir af því hvort Ólafur Ragnar hefði fengið nægjanlega á baukinn í forsetakosningum kom á daginn að gleymst hafði að gera ráð fyrir nokkur hundruð nemum í framhaldsskóla.Líklega tekst stjórnarflokkunum að halda lífi í stjórninni með einhverri málamiðlun. Af reynslu undanfarinna mánuða mun framlengdir lífdagar aðeins færa ráðherrana að næstu krísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Þegar ríkisstjórnin kom saman í gær á stuttum fundi til að staðfesta að ekki væri enn fundin niðurstaða um efnisatriði laga um þjóðaratkvæðagreiðslu var liðinn réttur mánuður síðan Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti að hann staðfesti ekki fjölmiðlalögin svokölluðu. Daginn eftir lýsti Davíð Oddsson forsætisráðherra því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla yrði haldin og Alþingi kallað saman til að samþykkja sérstök lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna.Skömmu síðar lá ljóst fyrir að Alþingi kæmi saman 5. júlí – á komandi mánudag. Síðan hefur þjóðin skeggrætt atkvæðagreiðsluna og skiljanlega sýnist sitt hverjum enda um nokkurt nýnæmi að ræða. Flestir hafa komið sér upp skoðun á því hvernig standa ber að þjóðaratkvæðagreiðslunni – flestir nema ríkisstjórnin. Hún er enn óviss.Gærdagurinn var ekki góður ríkisstjórninni. Fyrst var fundi ríkisstjórnarinnar frestað fram eftir degi og síðan var fundurinn haldinn til þess eins að staðfesta að ekkert samkomulag lá fyrir um fundarefnið. Og samkomulag virðist svo langt undan að ráðherrarnir treystu sér ekki til að ræða málið og freista þess að ná saman. Þeir voru sammála um að vera ósammála.Og okkur er kynnt staða innan ríkisstjórnarinnar sem er orðin nokkuð kunnugleg. Davíð Oddsson og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins vilja ganga eins langt og framast er unnt í að setja höft á komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Framsóknarmenn eru tilbúnir að skoða einhver höft en vilja ekki ganga eins langt og harðlínumenn Sjálfstæðisflokksins. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, vill teygja sig æði langt til að fullnægja kröfum Davíðs en aðrir ráðherrar og þingmenn flokksins segja takmörk vera fyrir undanlátsseminni.Davíð er hvattur áfram af harðlínumönnum Sjálfstæðisflokksins en frjálslyndari hluti flokksmanna hefur sig lítið í frammi – reynir að bíða þetta mál af sér eins og önnur sérlunduð baráttumál harðlínumannanna. Ríkisstjórnin fór þrívegis í gegnum sambærilega stöðu í aðdraganda þess að Alþingi samþykkti endanlega útgáfu fjölmiðlalaganna.Til að leysa hnútinn í þriðja sinn fór Davíð á Bessastaði að heimsækja Ólaf Ragnar eftir að hafa gagnrýnt hann harðlega í fréttum ríkissjónvarpsins við lítinn fögnuð framsóknarmanna. En það virðist því vera sama hversu oft þessi ágreiningur er leystur; hann hverfur ekki. Ríkisstjórnarsamstarfið virðist hverfast um kröfu Davíðs og harðlínumannanna í Sjálfstæðisflokknum til hörku í öllum stjórnarathöfnum og muldrandi undanlátssemi Framsóknar við þessum kröfum.Þetta ástand á stjórninni er svo tilfinningalega lýjandi fyrir ráðherrana að stjórnin er ófær til annarra verka – og þarfari. Það er til dæmis sorglegt að á sama tíma og ráðherrarnir voru uppteknir af því hvort Ólafur Ragnar hefði fengið nægjanlega á baukinn í forsetakosningum kom á daginn að gleymst hafði að gera ráð fyrir nokkur hundruð nemum í framhaldsskóla.Líklega tekst stjórnarflokkunum að halda lífi í stjórninni með einhverri málamiðlun. Af reynslu undanfarinna mánuða mun framlengdir lífdagar aðeins færa ráðherrana að næstu krísu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun