Þjóðin er þinginu æðri 4. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Miðað við þá áherslu sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt á að menn fari eftir leikreglum samfélagsins er með ólíkindum hversu reglurnar þvælast fyrir þessum sömu mönnum. Ég er þá ekki að tala um þegar Hæstiréttur hefur úrskurðað að lög sem ríkisstjórnin setur stangist á við stjórnarskrána – sem er undirstaða allra leikreglna. Ekki heldur þegar umboðsmaður Alþingis úrskurðar að embættisverk ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi brotið gegn góðri stjórnsýslu. Né þegar úrskurðarnefnd jafnréttismála úrskurðar að embættisveitingar sömu manna hafi stangast á við lög. Enn síður þegar orð ráðherranna eru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi.Ég á heldur ekki við viðbrögð forystumanna sjálfstæðismanna við öllum þessum ákúrum sem alltaf eru á eina lund: Úrskurðir dómstóla og annarra opinberra umsagnaraðila eru aðeins skoðanir manna út í bæ og vega lítið á móti áliti ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki hægt að taka mark á þessum viðbrögðum – alla vega ekki sem raunverulega pólitíska afstöðu þeirra. Þau bera aðeins vott um slælegt uppeldi og götustrákastæla.Það er hins vegar alvarlegt þegar forystumenn í stjórnmálaflokki í lýðræðisríki – og það í engum jaðarflokki heldur sjálfum Sjálfstæðisflokknum – skuli telja sig umbúna til að setja þjóðinni skilyrði í kosningum.Þótt margt megi þvæla um stjórnskipan Íslands þá er alveg ljóst að æðsta vald í íslenska þjóðfélaginu er almennur kjörfundur. Til þessa fundar þurfa bæði forseti og þing að sækja umboð sitt. Bæði forsetaframbjóðendur og frambjóðendur til þings geta efast eins og þá lystir um vit kjósenda eða getu þeirra til að taka ákvarðanir – á sama hátt og kjósendur efast um vit og getu forseta og þingmanna – en hvorki forseti né þing geta sett neinar skorður á þennan kjörfund.Kjörfundurinn sjálfur getur hins vegar sett allar þær skorður á sjálfan sig sem honum lystir. En til þess þarf að breyta stjórnarskrá. Þá samþykkir Alþingi breytingarnar og ber þær undir kjörfund samhliða þingkosningum, sem efnt er til samkvæmt eldri stjórnarskrá. Ef nýtt þing samþykkir einnig skorður á almennan kjörfund hafa þær þar með verið gerðar að grundvallarreglum í samfélaginu.Þar til almennur kjörfundur kjósenda hefur sett einhverjar skorður á vægi og vald slíkra kjörfunda er óhugsandi að setja slíkar skorður. Til þess hefur enginn vald. Það er með öllu óskiljanlegt hvað forystumönnum Sjálfstæðisflokksins gengur til með hugmyndum sínum í dag að setja kjörfundi einhver skilyrði eða hvaðan þeir telja sig geta sótt vald til þess. Hafa þeir umboð einhvers sem er þjóðinni æðri?Enn síður má skilja þörfina fyrir slíkum skorðum. Hingað til hafa íslenskir kjósendur sýnt sig vera ágætlega treystandi fyrir atkvæðum sínum. Hví skyldi þeim ekki vera treystandi lengur? Ef við ímyndum okkur að stór hluti kjósenda láti sig þessi blessuð fjölmiðlalög litlu skipta og mæti ekki á kjörstað; hver er þá skaðinn? Geta kjósendur ekki setið hjá við atkvæðagreiðsluna eins og Jónína Bjartmarz?Ef kosningaþátttaka á Íslandi væri hrunin niður úr öllu valdi og lýðræðinu stafaði ógn af ábyrgðarleysi almennings mætti sjá fyrir sér umræðu um með hvaða hætti tryggja mætti að kjörfundur sýndi raunverulegan vilja þjóðarinnar. En þessi staða er einfaldlega ekki uppi. Forysta Sjálfstæðisflokksins er því í þessu máli – eins og fjölmiðlamálinu öllu – fyrst og fremst að berjast við eigin ímyndanir; hryllingsmyndir sem hún dregur upp og finnur sig svo knúna til að bjarga þjóðinni frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Miðað við þá áherslu sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt á að menn fari eftir leikreglum samfélagsins er með ólíkindum hversu reglurnar þvælast fyrir þessum sömu mönnum. Ég er þá ekki að tala um þegar Hæstiréttur hefur úrskurðað að lög sem ríkisstjórnin setur stangist á við stjórnarskrána – sem er undirstaða allra leikreglna. Ekki heldur þegar umboðsmaður Alþingis úrskurðar að embættisverk ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi brotið gegn góðri stjórnsýslu. Né þegar úrskurðarnefnd jafnréttismála úrskurðar að embættisveitingar sömu manna hafi stangast á við lög. Enn síður þegar orð ráðherranna eru dæmd dauð og ómerk í héraðsdómi.Ég á heldur ekki við viðbrögð forystumanna sjálfstæðismanna við öllum þessum ákúrum sem alltaf eru á eina lund: Úrskurðir dómstóla og annarra opinberra umsagnaraðila eru aðeins skoðanir manna út í bæ og vega lítið á móti áliti ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Það er ekki hægt að taka mark á þessum viðbrögðum – alla vega ekki sem raunverulega pólitíska afstöðu þeirra. Þau bera aðeins vott um slælegt uppeldi og götustrákastæla.Það er hins vegar alvarlegt þegar forystumenn í stjórnmálaflokki í lýðræðisríki – og það í engum jaðarflokki heldur sjálfum Sjálfstæðisflokknum – skuli telja sig umbúna til að setja þjóðinni skilyrði í kosningum.Þótt margt megi þvæla um stjórnskipan Íslands þá er alveg ljóst að æðsta vald í íslenska þjóðfélaginu er almennur kjörfundur. Til þessa fundar þurfa bæði forseti og þing að sækja umboð sitt. Bæði forsetaframbjóðendur og frambjóðendur til þings geta efast eins og þá lystir um vit kjósenda eða getu þeirra til að taka ákvarðanir – á sama hátt og kjósendur efast um vit og getu forseta og þingmanna – en hvorki forseti né þing geta sett neinar skorður á þennan kjörfund.Kjörfundurinn sjálfur getur hins vegar sett allar þær skorður á sjálfan sig sem honum lystir. En til þess þarf að breyta stjórnarskrá. Þá samþykkir Alþingi breytingarnar og ber þær undir kjörfund samhliða þingkosningum, sem efnt er til samkvæmt eldri stjórnarskrá. Ef nýtt þing samþykkir einnig skorður á almennan kjörfund hafa þær þar með verið gerðar að grundvallarreglum í samfélaginu.Þar til almennur kjörfundur kjósenda hefur sett einhverjar skorður á vægi og vald slíkra kjörfunda er óhugsandi að setja slíkar skorður. Til þess hefur enginn vald. Það er með öllu óskiljanlegt hvað forystumönnum Sjálfstæðisflokksins gengur til með hugmyndum sínum í dag að setja kjörfundi einhver skilyrði eða hvaðan þeir telja sig geta sótt vald til þess. Hafa þeir umboð einhvers sem er þjóðinni æðri?Enn síður má skilja þörfina fyrir slíkum skorðum. Hingað til hafa íslenskir kjósendur sýnt sig vera ágætlega treystandi fyrir atkvæðum sínum. Hví skyldi þeim ekki vera treystandi lengur? Ef við ímyndum okkur að stór hluti kjósenda láti sig þessi blessuð fjölmiðlalög litlu skipta og mæti ekki á kjörstað; hver er þá skaðinn? Geta kjósendur ekki setið hjá við atkvæðagreiðsluna eins og Jónína Bjartmarz?Ef kosningaþátttaka á Íslandi væri hrunin niður úr öllu valdi og lýðræðinu stafaði ógn af ábyrgðarleysi almennings mætti sjá fyrir sér umræðu um með hvaða hætti tryggja mætti að kjörfundur sýndi raunverulegan vilja þjóðarinnar. En þessi staða er einfaldlega ekki uppi. Forysta Sjálfstæðisflokksins er því í þessu máli – eins og fjölmiðlamálinu öllu – fyrst og fremst að berjast við eigin ímyndanir; hryllingsmyndir sem hún dregur upp og finnur sig svo knúna til að bjarga þjóðinni frá.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun