Sigur fyrir Ólaf Ragnar 28. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Næstu daga mun baráttan um forsetakosninganar halda áfram. Nú verður barist um túlkun á niðurstöðum þeirra. Ólafur Ragnar Grímsson mun halda því fram að hann hafi ekki aðeins sigrað í kosningunum heldur einnig lagt forystu Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið, sem er ekki lengur hægt að kalla annað en málgagn forystu flokksins. Morgunblaðið og harðasti kjarninn í kringum forystu Sjálfstæðisflokksins munu telja sig hafa laskað Ólaf Ragnar svo með auðum atkvæðum að hann hafi á einhvern hátt takmarkaðra umboð frá kjósendum en forsetar hingað til. Næstu daga mun verða deilt um þessar mismunandi túlkanir. Niðurstöður kosninga eru sjaldnast mjög skýrar og það á einnig við um þessar. Baráttan um túlkun þeirra getur því fært báðum nokkurn sigur -- eða í það minnsta varnarsigur. En það er ljóst að hvorugur tapaði.Það er nokkuð afrek að fá frá fimmtungi að fjórðungi þeirra sem mæta á kjörstað til að skila auðu. Það eru sterk mótmæli. Það er hins vegar erfitt að meta styrk þeirra sökum þess hversu öflugir aðilar stóðu að þeim og beittu sér í kosningabaráttunni. Það voru álíka margir sem skiluðu auðu í forsetakosningunum og skrifuðu undir hvatningu til Ólafs Ragnars að staðfesta ekki fjölmiðlalögin. Svipaður fjöldi hefur áður hvatt forseta til að staðfesta ekki lög um virkjanir og samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Mun fleiri skrifuðu þó undir stuðning við varnarsamninginn í herferð Varins lands fyrir þrjátíu árum. Auðu seðlarnir nú skipa sér samt sem áður í flokk með sterkustu mótmælum sögunnar.Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar verið gríðarsterkt afl í íslenskum stjórnmálum marga undanfarna áratugi og það er óvanalegt að hann beiti sér í mótmælaaðgerðum. Það er því ef til vill hægt að ætla honum meiri árangur í slíkum aðgerðum en til dæmis Vinstrihreyfingunni -- grænu framboði. Styrkur Sjálfstæðisflokksins og það afl sem Morgunblaðið lagði í kosningabaráttuna gerir það að verkum að þótt veikari öfl gætu vel við unað er fjöldi auðra seðla ekki sigur fyrir flokkinn eða blaðið. En þeir eru nægjanlega margir til að forða tapi.Hvað forysta flokksins hins vegar ætlaði sér með þessum leiðangri sínum er enn óskýrt. Það mátti öllum vera ljóst að þótt flokknum tækist að skaða stöðu forsetans myndi yfirlýst andstaða flokks og blaðs færa Ólafi Ragnari persónulegan sigur.Ólafur Ragnar situr vissulega uppi með mun verri kosningu en Vigdís Finnbogadóttir fékk árið 1988. Þetta eru einu forsetakosningarnar þar sem sitjandi forseti hefur fengið mótframboð og því einu kosningarnar sem eðlilegt er að bera þessar saman við. Mótframbjóðendur Ólafs Ragnars voru tveir og fengu aðeins meira en tvöfalt fylgi eina mótframbjóðanda Vigdísar. Mismunurinn liggur í auðum seðlum. Árið 1988 voru þeir rúm 2 prósent en nú bætast við meira en 20 prósent til viðbótar.Þrátt fyrir að kannanir hafi sýnt að Ólafi Ragnari hafi gengið vel að afla sér fylgis þrátt fyrir pólitíska fortíð sína gerir enginn ráð fyrir að hann verði nokkru sinni jafningi Vigdísar að vinsældum. Hann mátti því búast við fleiri auðum seðlum en Vigdís fékk þótt ekki hefði komið til andstaða Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Og þegar þessar kosningar eru bornar saman er munurinn ekki mikill í ljósi þess hversu öfluga andstæðinga Ólafur Ragnar var að glíma við.Við getum spurt okkur hvort við hefðum talið það sigur eða tap fyrir Ólaf Ragnar Grímsson fyrir nokkrum misserum síðan að fá þrisvar sinnum meira fylgi en sá kostur sem forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið börðust fyrir. Þótt það séu ekki góð tíðindi fyrir forseta að hátt í fimmtungur kjósenda skili auðu í mótmælaskyni eru niðurstöður þessara kosninga hins vegar nokkur sigur fyrir Ólaf Ragnar.Baldur Ágústsson má síðan vera stoltur af því að fá um þriðjungs fylgi á við Pétur Thorsteinsson 1980 og helminginn af fylgi Alberts Guðmundssonar i sömu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Næstu daga mun baráttan um forsetakosninganar halda áfram. Nú verður barist um túlkun á niðurstöðum þeirra. Ólafur Ragnar Grímsson mun halda því fram að hann hafi ekki aðeins sigrað í kosningunum heldur einnig lagt forystu Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið, sem er ekki lengur hægt að kalla annað en málgagn forystu flokksins. Morgunblaðið og harðasti kjarninn í kringum forystu Sjálfstæðisflokksins munu telja sig hafa laskað Ólaf Ragnar svo með auðum atkvæðum að hann hafi á einhvern hátt takmarkaðra umboð frá kjósendum en forsetar hingað til. Næstu daga mun verða deilt um þessar mismunandi túlkanir. Niðurstöður kosninga eru sjaldnast mjög skýrar og það á einnig við um þessar. Baráttan um túlkun þeirra getur því fært báðum nokkurn sigur -- eða í það minnsta varnarsigur. En það er ljóst að hvorugur tapaði.Það er nokkuð afrek að fá frá fimmtungi að fjórðungi þeirra sem mæta á kjörstað til að skila auðu. Það eru sterk mótmæli. Það er hins vegar erfitt að meta styrk þeirra sökum þess hversu öflugir aðilar stóðu að þeim og beittu sér í kosningabaráttunni. Það voru álíka margir sem skiluðu auðu í forsetakosningunum og skrifuðu undir hvatningu til Ólafs Ragnars að staðfesta ekki fjölmiðlalögin. Svipaður fjöldi hefur áður hvatt forseta til að staðfesta ekki lög um virkjanir og samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Mun fleiri skrifuðu þó undir stuðning við varnarsamninginn í herferð Varins lands fyrir þrjátíu árum. Auðu seðlarnir nú skipa sér samt sem áður í flokk með sterkustu mótmælum sögunnar.Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar verið gríðarsterkt afl í íslenskum stjórnmálum marga undanfarna áratugi og það er óvanalegt að hann beiti sér í mótmælaaðgerðum. Það er því ef til vill hægt að ætla honum meiri árangur í slíkum aðgerðum en til dæmis Vinstrihreyfingunni -- grænu framboði. Styrkur Sjálfstæðisflokksins og það afl sem Morgunblaðið lagði í kosningabaráttuna gerir það að verkum að þótt veikari öfl gætu vel við unað er fjöldi auðra seðla ekki sigur fyrir flokkinn eða blaðið. En þeir eru nægjanlega margir til að forða tapi.Hvað forysta flokksins hins vegar ætlaði sér með þessum leiðangri sínum er enn óskýrt. Það mátti öllum vera ljóst að þótt flokknum tækist að skaða stöðu forsetans myndi yfirlýst andstaða flokks og blaðs færa Ólafi Ragnari persónulegan sigur.Ólafur Ragnar situr vissulega uppi með mun verri kosningu en Vigdís Finnbogadóttir fékk árið 1988. Þetta eru einu forsetakosningarnar þar sem sitjandi forseti hefur fengið mótframboð og því einu kosningarnar sem eðlilegt er að bera þessar saman við. Mótframbjóðendur Ólafs Ragnars voru tveir og fengu aðeins meira en tvöfalt fylgi eina mótframbjóðanda Vigdísar. Mismunurinn liggur í auðum seðlum. Árið 1988 voru þeir rúm 2 prósent en nú bætast við meira en 20 prósent til viðbótar.Þrátt fyrir að kannanir hafi sýnt að Ólafi Ragnari hafi gengið vel að afla sér fylgis þrátt fyrir pólitíska fortíð sína gerir enginn ráð fyrir að hann verði nokkru sinni jafningi Vigdísar að vinsældum. Hann mátti því búast við fleiri auðum seðlum en Vigdís fékk þótt ekki hefði komið til andstaða Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Og þegar þessar kosningar eru bornar saman er munurinn ekki mikill í ljósi þess hversu öfluga andstæðinga Ólafur Ragnar var að glíma við.Við getum spurt okkur hvort við hefðum talið það sigur eða tap fyrir Ólaf Ragnar Grímsson fyrir nokkrum misserum síðan að fá þrisvar sinnum meira fylgi en sá kostur sem forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið börðust fyrir. Þótt það séu ekki góð tíðindi fyrir forseta að hátt í fimmtungur kjósenda skili auðu í mótmælaskyni eru niðurstöður þessara kosninga hins vegar nokkur sigur fyrir Ólaf Ragnar.Baldur Ágústsson má síðan vera stoltur af því að fá um þriðjungs fylgi á við Pétur Thorsteinsson 1980 og helminginn af fylgi Alberts Guðmundssonar i sömu kosningum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun