Hinn huldi frambjóðandi 26. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Undir eðlilegum kringumstæðum stæði val okkar kjósenda í forsetakosningunum um hvern við vildum fá sem forseta næstu fjögur árin. Atkvæði greidd hverjum frambjóðenda væru skýr. Þeir sem vilja að Ólafur Ragnar Grímsson verði áfram forseti kjósa hann, þeir sem vilja heldur Baldur Ágústsson kjósa hann og þeir sem vilja Ástþór Magnússon á Bessastaða greiða honum atkvæði. Þeir sem skila auðu væru með því að lýsa yfir óánægju með alla frambjóðendur -- að enginn þeirra sé góður kostur. Og þeir sem sitja heima láta kosningarnar sig litlu skipta; annað hvort hafa þeir lítið álit á forsetaembættinu eða telja litlu varða hver gegnir þessu embætti -- í það minnsta svo litlu að þeir telja það of mikið umstang að fara á kjörstað til að taka þátt í valinu.Svona væri þetta undir eðlilegum kringumstæðum -- eða rólyndislegum kringumstæðum. Val kjosenda væri tiltölulega einfalt og auðvelt væri að lesa úr niðurstöðum kosninganna. En kringumstæður okkar eru aðrar og aðdragandi þessara kosninga um margt sérstæður. Þær hafa þó ekki ýkja mikil áhrif á þá sem kjósa einhvern frambjóðendanna. Eftir sem áður er atkvæði greitt Ástþóri yfirlýsing um vilja til þess að hann verði forseti. Og það sama á við um þá Baldur og Ólaf Ragnar. Vegna þess þunga sem forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt í gagnrýni sína á Ólaf Ragnar má þó telja víst að einhverjir þeirra sem kjósa Ólaf Ragnar séu fremur að verja atkvæði sínu í andstöðu við forystu Sjálfstæðisflokksins en með Ólafi Ragnari.Morgunblaðið og forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa kvatt fólk til að mæta á kjörstað en skila auðu til að lýsa fyrir andstöðu við Ólaf Ragnar og ekki hvað síst ákvörðun hans um að skjóta fjölmiðlalögunum í þjóðaratvæðagreiðslu. Þetta setur þá sem hefðu skilað auðu af öðrum ástæðum í nokkurn vanda. Um 5 prósent þeirra sem komu á kjörstað í forsetakosningunum 1988 -- um 7 prósent atkvæðabærra manna -- skiluðu auðu fremur en að greiða Vigdísi Finnbogadóttur eða Sigrúnu Magnúsdóttur atkvæði sitt. Þetta fólk var ekki að lýsa yfir stuðningi við neinn stjórnmálaflokk eða einhverja túlkun á valdsviði forsetans heldur vildi annað hvort fá einhvern annan sem forseta en frambjóðendurna tvo eða skilaði auðu til að lýsa yfir óánægju með Vigdísi. Sú óánægja gat stafað af mismunandi ástæðum. Það er hins vegar ljóst að Morgunblaðið og forysta Sjálfstæðisflokksins munu túlka öll auð atkvæði í dag sem stuðning við sig. Og ef þau verða ekki nægjanlega mörg til að verja framgöngu flokks og blaðs í aðdraganda kosninganna þá mun stór hluti þeirra sem sátu heima verða taldir til andstæðinga Ólafs Ragnars -- og fylgjendur þeirra sem harðast hafa gagnrýnt hann. Það er hins vegar æði hæpið.Til að meta niðurstöður kosninganna í dag er eðlilegt að taka mið af útkomu Vigdísar Finnbogadóttur 1988. Taka þarf tillit til almennt minnkandi kjörsóknar og að Ólafur Ragnar hefur nú tvo mótframbjóðendur á móti einum hjá Vigdísi. Vigdís fékk um 90 prósent greiddra atkvæða í kosningum með rúmlega 70 prósent kjörsókn og þar af leiðandi stuðningsyfirlýsingu frá 65 prósent landsmanna. Vigdís þurfti ekki að glíma við neina teljandi andstöðu eða þola nokkra gagnrýni. Þar sem helmningur þjóðarinnar les Morgunblaðið á hverjum degi og rúmur þriðjungur kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum verður það að teljast tap fyrir þessa öflugu andstæðinga Ólafs Ragnar ef þeim tekst ekki að fá 20 prósent kjósenda til að skila auðu. Markmið þeirra hlýtur að vera að berja stuðninginn við hann undir 50 prósent af öllum atkvæðabærum mönnum; það er til dæmis 71,5 prósent atvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn. Ef Ólafi Ragnari tekst að verjast þessu getur hann túlkað það sem varnarsigur. Ef hann nær atkvæðum fleiri en 55 til 58 prósent atkvæðabærra manna -- í kringum 80 prósent atkvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn -- getur hann túlkað niðurstöðuna sem mikinn sigur.Hinn huldi frambjóðandi -- forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins -- á því ekki síður mikið undir kosningunum í dag en frambjóðendurnir þrír. Niðurstöður kosninganna er styrkleikamæling á stuðning við stefnu og baráttuaðferðir flokks og blaðs að undanförnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Undir eðlilegum kringumstæðum stæði val okkar kjósenda í forsetakosningunum um hvern við vildum fá sem forseta næstu fjögur árin. Atkvæði greidd hverjum frambjóðenda væru skýr. Þeir sem vilja að Ólafur Ragnar Grímsson verði áfram forseti kjósa hann, þeir sem vilja heldur Baldur Ágústsson kjósa hann og þeir sem vilja Ástþór Magnússon á Bessastaða greiða honum atkvæði. Þeir sem skila auðu væru með því að lýsa yfir óánægju með alla frambjóðendur -- að enginn þeirra sé góður kostur. Og þeir sem sitja heima láta kosningarnar sig litlu skipta; annað hvort hafa þeir lítið álit á forsetaembættinu eða telja litlu varða hver gegnir þessu embætti -- í það minnsta svo litlu að þeir telja það of mikið umstang að fara á kjörstað til að taka þátt í valinu.Svona væri þetta undir eðlilegum kringumstæðum -- eða rólyndislegum kringumstæðum. Val kjosenda væri tiltölulega einfalt og auðvelt væri að lesa úr niðurstöðum kosninganna. En kringumstæður okkar eru aðrar og aðdragandi þessara kosninga um margt sérstæður. Þær hafa þó ekki ýkja mikil áhrif á þá sem kjósa einhvern frambjóðendanna. Eftir sem áður er atkvæði greitt Ástþóri yfirlýsing um vilja til þess að hann verði forseti. Og það sama á við um þá Baldur og Ólaf Ragnar. Vegna þess þunga sem forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt í gagnrýni sína á Ólaf Ragnar má þó telja víst að einhverjir þeirra sem kjósa Ólaf Ragnar séu fremur að verja atkvæði sínu í andstöðu við forystu Sjálfstæðisflokksins en með Ólafi Ragnari.Morgunblaðið og forystumenn innan Sjálfstæðisflokksins hafa kvatt fólk til að mæta á kjörstað en skila auðu til að lýsa fyrir andstöðu við Ólaf Ragnar og ekki hvað síst ákvörðun hans um að skjóta fjölmiðlalögunum í þjóðaratvæðagreiðslu. Þetta setur þá sem hefðu skilað auðu af öðrum ástæðum í nokkurn vanda. Um 5 prósent þeirra sem komu á kjörstað í forsetakosningunum 1988 -- um 7 prósent atkvæðabærra manna -- skiluðu auðu fremur en að greiða Vigdísi Finnbogadóttur eða Sigrúnu Magnúsdóttur atkvæði sitt. Þetta fólk var ekki að lýsa yfir stuðningi við neinn stjórnmálaflokk eða einhverja túlkun á valdsviði forsetans heldur vildi annað hvort fá einhvern annan sem forseta en frambjóðendurna tvo eða skilaði auðu til að lýsa yfir óánægju með Vigdísi. Sú óánægja gat stafað af mismunandi ástæðum. Það er hins vegar ljóst að Morgunblaðið og forysta Sjálfstæðisflokksins munu túlka öll auð atkvæði í dag sem stuðning við sig. Og ef þau verða ekki nægjanlega mörg til að verja framgöngu flokks og blaðs í aðdraganda kosninganna þá mun stór hluti þeirra sem sátu heima verða taldir til andstæðinga Ólafs Ragnars -- og fylgjendur þeirra sem harðast hafa gagnrýnt hann. Það er hins vegar æði hæpið.Til að meta niðurstöður kosninganna í dag er eðlilegt að taka mið af útkomu Vigdísar Finnbogadóttur 1988. Taka þarf tillit til almennt minnkandi kjörsóknar og að Ólafur Ragnar hefur nú tvo mótframbjóðendur á móti einum hjá Vigdísi. Vigdís fékk um 90 prósent greiddra atkvæða í kosningum með rúmlega 70 prósent kjörsókn og þar af leiðandi stuðningsyfirlýsingu frá 65 prósent landsmanna. Vigdís þurfti ekki að glíma við neina teljandi andstöðu eða þola nokkra gagnrýni. Þar sem helmningur þjóðarinnar les Morgunblaðið á hverjum degi og rúmur þriðjungur kaus Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum verður það að teljast tap fyrir þessa öflugu andstæðinga Ólafs Ragnar ef þeim tekst ekki að fá 20 prósent kjósenda til að skila auðu. Markmið þeirra hlýtur að vera að berja stuðninginn við hann undir 50 prósent af öllum atkvæðabærum mönnum; það er til dæmis 71,5 prósent atvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn. Ef Ólafi Ragnari tekst að verjast þessu getur hann túlkað það sem varnarsigur. Ef hann nær atkvæðum fleiri en 55 til 58 prósent atkvæðabærra manna -- í kringum 80 prósent atkvæða í kosningum með 70 prósent kjörsókn -- getur hann túlkað niðurstöðuna sem mikinn sigur.Hinn huldi frambjóðandi -- forysta og málgagn Sjálfstæðisflokksins -- á því ekki síður mikið undir kosningunum í dag en frambjóðendurnir þrír. Niðurstöður kosninganna er styrkleikamæling á stuðning við stefnu og baráttuaðferðir flokks og blaðs að undanförnu.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun