Hugmyndakreppa til hægri 14. júní 2004 00:01 Það er þraut sjálfstæðismanna að halda samstöðu hægrimanna í gegnum hörð átök í samfélaginu - Gunnar Smári Egilsson Þótt innan Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð verið uppi mismunandi sjónarmið og ólík viðhorf tókst flokknum að sameina íslenska hægrimenn lengst af síðustu öld. Frá stofnun Borgaraflokksins 1987 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að deila hægri væng stjórnmálanna með minni flokk, sem skilgreint hefur sig frjálslyndari en Sjálfstæðisflokkurinn -- einskonar flokk litla mannsins. Nú hafa ungir frjálshyggjumenn sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og boðað framboð til þingkosninga árið 2007.Þeir skilgreina sig frá Sjálfstæðisflokknum með því að hafna sérhagsmunagæslu og ríkisforsjá. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn muni líklega takast áfram að halda flestum frjálslyndum hægrmönnum og frjálshyggjumönnum innan sinna raða er þessi klofningur frá flokknum athygliverður. Hann á sér orðið samfellda sögu sem spannar næstum tvo áratugi og virðist fremur aukast en að sáttir séu í sjónmáli. Á næstu árum mun koma í ljós hvort hægri menn á Íslandi kjósi að starfa innan sama flokksins eða hvort þessi vængur stjórnmálanna verði líkari því sem tíðkast hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum.Stefna forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu hlýtur að reyna á þolrif margra hægrimanna. Með lögum um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar, Spron-lögunum og fjölmiðlalögunum hefur flokkurinn haft forystu um afskipti af atvinnulífinu sem getur ekki hugnast frjálshyggjumönnum. Gagnrýni á forystu flokksins fyrir óvægni og hörku fer fyrir brjóstið á frjálslyndari mönnum. En gagnrýni forystunnar á Hæstarétt og forsetann hlýtur ekki síður að renna öfugt ofan í hefðbundna íhaldsmenn.Meðal þeirra hefur það ekki þótt góð latína að grafa undan eða véfengja helstu undirstöður samfélagsins. Íhaldsmenn hafa látið róttækum vinstri mönnum slíkar árásir eftir, en tekið að sér að vera brjóstvörn borgaralegs samfélags. Það hlýtur því að rugla þá rækilega í rýminu þegar ráðherrar flokksins leggja sig fram við að draga úr trúverðugleika Hæstaréttar og dómkerfisins, forsetans og embættis hans og draga meira að segja í efa að ætíð sé skylt að fara að lögum.Þegar frjálshyggjan, frjálslyndið og íhaldssemin eru farin að stangast á við stefnu forystunnar er kominn tími til að velta fyrir sér hverskyns hægri flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er. Ef marka má leiðarar Morgunblaðsins -- sem nú eru ritaðir af meiri tryggð við forystu Sjálfstæðisflokksins en allt frá formannstíð Geirs Hallgrímssonar -- þá leggur forystan áherslu á sterkt ríkisvald sem ber að hlutast til um og grípa inn í atvinnulífið; ekki bara til að þoka hlutum til betri vegar heldur ekki síður til að hyrta menn til hlýðni við óskráðar -- og æði óljósar -- reglur og sýna þeim hvar valdið liggur.Morgunblaðið studdi takmörkun á tjáningarfrelsi í fjölmiðlalögunum -- eins sérstætt og það hljómar fyrir borgaralegt hægriblað á Vesturlöndum. Morgunblaðið er á bandi Pútíns Rússlandsforseta í innanlandsmálum þótt það fylgi Bush Bandaríkjaforseta í utanríkismálum. Flokkurinn og blaðið eru því í stríði við glæpsamleg öfl; bæði innanlands og utan.Lykillinn að miðlægri stöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum var samstaðan sem flokkurinn myndaði meðal þeirra sem voru hægra meginn við miðju. Þessi samstaða tryggði fylgi langt inn að miðju. Leiðin til að halda þessari sterku stöðu er að viðhalda samstöðunni. Hvort flokknum tekst það mun ráða vægi hans í íslenskum stjórnmálum; ekki úrslit í orustum um ímyndaðar markalínur sem forysta flokksins dregur þvers og kruss um íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er þraut sjálfstæðismanna að halda samstöðu hægrimanna í gegnum hörð átök í samfélaginu - Gunnar Smári Egilsson Þótt innan Sjálfstæðisflokksins hafi ætíð verið uppi mismunandi sjónarmið og ólík viðhorf tókst flokknum að sameina íslenska hægrimenn lengst af síðustu öld. Frá stofnun Borgaraflokksins 1987 hefur Sjálfstæðisflokkurinn þurft að deila hægri væng stjórnmálanna með minni flokk, sem skilgreint hefur sig frjálslyndari en Sjálfstæðisflokkurinn -- einskonar flokk litla mannsins. Nú hafa ungir frjálshyggjumenn sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum og boðað framboð til þingkosninga árið 2007.Þeir skilgreina sig frá Sjálfstæðisflokknum með því að hafna sérhagsmunagæslu og ríkisforsjá. Þótt Sjálfstæðisflokkurinn muni líklega takast áfram að halda flestum frjálslyndum hægrmönnum og frjálshyggjumönnum innan sinna raða er þessi klofningur frá flokknum athygliverður. Hann á sér orðið samfellda sögu sem spannar næstum tvo áratugi og virðist fremur aukast en að sáttir séu í sjónmáli. Á næstu árum mun koma í ljós hvort hægri menn á Íslandi kjósi að starfa innan sama flokksins eða hvort þessi vængur stjórnmálanna verði líkari því sem tíðkast hjá nágrönnum okkar á Norðurlöndum.Stefna forystu Sjálfstæðisflokksins að undanförnu hlýtur að reyna á þolrif margra hægrimanna. Með lögum um ríkisábyrgð til Íslenskrar erfðagreiningar, Spron-lögunum og fjölmiðlalögunum hefur flokkurinn haft forystu um afskipti af atvinnulífinu sem getur ekki hugnast frjálshyggjumönnum. Gagnrýni á forystu flokksins fyrir óvægni og hörku fer fyrir brjóstið á frjálslyndari mönnum. En gagnrýni forystunnar á Hæstarétt og forsetann hlýtur ekki síður að renna öfugt ofan í hefðbundna íhaldsmenn.Meðal þeirra hefur það ekki þótt góð latína að grafa undan eða véfengja helstu undirstöður samfélagsins. Íhaldsmenn hafa látið róttækum vinstri mönnum slíkar árásir eftir, en tekið að sér að vera brjóstvörn borgaralegs samfélags. Það hlýtur því að rugla þá rækilega í rýminu þegar ráðherrar flokksins leggja sig fram við að draga úr trúverðugleika Hæstaréttar og dómkerfisins, forsetans og embættis hans og draga meira að segja í efa að ætíð sé skylt að fara að lögum.Þegar frjálshyggjan, frjálslyndið og íhaldssemin eru farin að stangast á við stefnu forystunnar er kominn tími til að velta fyrir sér hverskyns hægri flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er. Ef marka má leiðarar Morgunblaðsins -- sem nú eru ritaðir af meiri tryggð við forystu Sjálfstæðisflokksins en allt frá formannstíð Geirs Hallgrímssonar -- þá leggur forystan áherslu á sterkt ríkisvald sem ber að hlutast til um og grípa inn í atvinnulífið; ekki bara til að þoka hlutum til betri vegar heldur ekki síður til að hyrta menn til hlýðni við óskráðar -- og æði óljósar -- reglur og sýna þeim hvar valdið liggur.Morgunblaðið studdi takmörkun á tjáningarfrelsi í fjölmiðlalögunum -- eins sérstætt og það hljómar fyrir borgaralegt hægriblað á Vesturlöndum. Morgunblaðið er á bandi Pútíns Rússlandsforseta í innanlandsmálum þótt það fylgi Bush Bandaríkjaforseta í utanríkismálum. Flokkurinn og blaðið eru því í stríði við glæpsamleg öfl; bæði innanlands og utan.Lykillinn að miðlægri stöðu Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum var samstaðan sem flokkurinn myndaði meðal þeirra sem voru hægra meginn við miðju. Þessi samstaða tryggði fylgi langt inn að miðju. Leiðin til að halda þessari sterku stöðu er að viðhalda samstöðunni. Hvort flokknum tekst það mun ráða vægi hans í íslenskum stjórnmálum; ekki úrslit í orustum um ímyndaðar markalínur sem forysta flokksins dregur þvers og kruss um íslenskt samfélag.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun