Viðskipti

Níu manns sagt upp hjá Veitum

Níu starfsmönnum Veitna var sagt upp um mánaðamótin. Rún Ingvarsdóttir samskiptastýra Veitna segir uppsagnirnar vera vegna skipulagsbreyinga sem tilkynnt var um 29. maí síðastliðinn.

Atvinnulíf

Nýr Peu­geot E-3008 raf­bíll frum­sýndur í Brim­borg

Brimborg frumsýnir glænýjan Peugeot E-3008 rafbíl með framúrskarandi drægni, góðum hleðsluhraða, nýju stórfenglegu Panoramic i-Cockpit innra rými, ríkulegum útbúnaði, snjallhleðslu og víðtækri 7 ára ábyrgð á bílnum og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Samstarf

Running Tide segir upp öllu starfs­fólki á Ís­landi

Fyrirtækið Running Tide sagði síðasta föstudag öllu sínu starfsfólki á Íslandi upp. Kristinn Árni L. Hróbjartsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði frá þessu á Linkedin síðu sinni í dag. Hann segir síðasta föstudag einn þann erfiðasta dag sem hann hefur upplifað. Hann segir fyrirtækið ekki gjaldþrota og að allir starfsmenn muni fá laun greidd út uppsagnarfrest og allir birgjar fái greitt.

Viðskipti innlent

Frederiksen víkur fyrir Bird

Barinn Frederiksen á horni Tryggvagötu og Naustanna skellir í lás fyrir fullt og allt. Reksturinn hefur verið seldur og nýr staður tekur við á næstunni. Stella Þórðardóttir, eigandi Frederiksen, segir þreytu komna í mannskapinn eftir tíu góð ár af rekstri.

Viðskipti innlent

Lætur mál gegn OpenAI niður falla

Auðjöfurinn Elon Musk hefur óvænt beðið dómstól í Kaliforníuríki um að draga kæru sína gegn tæknifyrirtækinu OpenAI til baka. Hann sakaði fyrirtækið og Sam Altman, forstjóra þess, um að hafa gengið á bak orða sinna hvað varðar stofnsamning fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

„Sárs­auka­fullt að sjá“ IKEA vasa dýrari í Góða hirðinum

Dyggur viðskiptavinur nytjamarkaða rak upp stór augu í dag þegar hún sá að IKEA blómavasi til sölu í Góða hirðinum kostaði meira en sami blómavasi nýr úr IKEA. Hún hefur áhyggjur af hækkandi verðum í versluninni. Forsvarsmaður Góða hirðisins segir tilfelli þegar vara er dýrari en ný teljast til algerra undantekninga. Verslunin sé fyrst og fremst óhagnaðardrifið umhverfisverkefni. 

Neytendur

Á­höfnum tveggja skipa Þor­bjarnar sagt upp

Áhöfn tveggja skipa í eigu Þorbjarnar í Grindavík hefur verið sagt upp, en gert er ráð fyrir því að skipverjunum verði útveguð ný störf. Gunnar Tómasson framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir í samtali við Vísi að verið sé að endurskipuleggja útgerðina fyrir haustið.

Viðskipti innlent

Sigurður Tómas­son til liðs við Origo

Origo hefur ráðið Sigurð Tómasson í stöðu framkvæmdastjóra vaxtar og viðskiptaþróunar (e. Chief Growth Officer), sem er ný staða innan félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu. Sigurður tekur til starfa að loknu sumri.

Viðskipti innlent

Skelltu þér í sólina í sumar

Þetta sumarið býður Úrval Útsýn upp á marga spennandi áfangastaði í sólina. Hvort sem ætlunin er að slaka á, hreyfa sig, skemmta sér eða njóta matar og menningar, þá eru valkostirnir margir.

Samstarf

Hrefna og Unnur til Novum

Hrefna Þórsdóttir og Unnur Edda Sveinsdóttir hafa gengið til liðs við Novum lögfræðiþjónustu. Alls starfa nú sjö lögmenn undir merkjum Novum. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Viðskipti innlent

Nýjungar á Hótel Gríms­borgum

Hótel Grímsborgir er eitt fallegasta og skemmtilegasta hótel landsins. Það er einstaklega vel staðsett, í Grímsnesi við Gullna Hringinn, í kjarri vöxnu landi á bökkum Sogsins með fagra fjallasýn allt um kring.

Samstarf

Á­nægðari börn, for­eldrar og starfs­fólk og öflugt fagstarf

Hafnarfjarðarbær mun í haust innleiða breytingar á leikskóladegi barna sem gefa færi á styttri viðveru en um leið sömu umönnun og kennslu. Foreldrar geta lækkað leikskólagjöldin um allt að 30%. Enn sem fyrr geta þó foreldrar fengið pláss fyrir börnin sín fullan leikskóladag þurfi þeir þess.

Samstarf

Fyrsta ís­lenska grænkera osta­gerðin í hættu

Fjóla Einarsdóttir, einn eigenda fyrirtækisins Livefood, fyrstu íslensku grænkera ostagerðarinnar, segir fyrirtækið nú róa lífróður. Fyrirtækið hafði sett sér markmið um að selja ostana á smásölumarkaði á þessu ári. Fyrirtækið er með vilyrði frá Hagkaup og Krónunni um smásölu en eftir synjun úr Matvælasjóði er ólíklegt að það takist.

Viðskipti innlent