Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lovísa Arnardóttir skrifar 27. september 2025 15:01 Frá upptökum á efni fyrir TV1.is, Á myndinni eru Dr. Erla Björnsdóttir og Þorsteinn J. Gunnar Svanberg Skúlason Þorsteinn J. Vilhjálmsson, eða Þorsteinn J., opnaði á dögunum nýjan fjölmiðil, TV1. Fjölmiðlinum er ætlað að vera vettvangur ólíkra blaðamanna fyrir fjölbreyttar sögur. Þorsteinn segir að þar verði hægt að nýta nýja tækni og leiðir til dreifingar til að ná til fólks. Þorsteinn segir þetta vera spennandi tíma í fjölmiðlum. „Mér finnst þetta vera lykilatriði að þetta sé fjölmiðill, brotkast, ekki málgagn einhvers eða með einhvern málaflokk undir,“ segir Þorsteinn en á vef fjölmiðilsinser hægt að sjá skrifaðar greinar og innslög í bæði útvarp eða hlaðvarp og sjónvarp. Þorsteinn segir þekkta forskrift að svona fjölmiðli og nefnir sem dæmi Sunday Times Magazine og New York Times Magazine. „Eitthvað sem er heimur og er hægt að teikna upp í sjónvarpi eða útvarpi eða tímaritsgrein. Það eru svo margir möguleikar á að segja sögu, og setja það fram og láta það flakka á milli miðlanna. Það er grunnstefið. Svo er bara að setja í gang og sjá hvað kemur,“ segir hann. Á vefsíðunni er til dæmis núna að finna umfjöllun eftir Eyþór Árnason um Reynistaðabræður sem hurfu á Kili fyrir 245 árum. „Það er oft eins og hvernig hlutirnir eru sagðir eða hvernig þeir eru útfærðir sem ræður því hvor fólk fær áhuga á þeim. Það er eins með þessa sögu sem Eyþór Árnason er að segja af atburðum á Kili 1780. Það er ótrúlega áhugaverð tenging því hann er skyldur Reynistaðabræðrum sem farast þarna og það breytir sögunni algerlega og þess vegna er spennandi að útfæra það á marga ólíka vegu,“ segir Þorsteinn. Umfjöllun á TV1 byrji þannig með greininni en svo fylgi útvarpsþáttur og sjónvarpefni síðar. Þá segist hann einnig vera að útfæra hugmyndir um umfjöllun um svefn með Erlu Björnsdóttur, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns, sem eigi að birtast fljótlega. „Það vantar ekki efni.“ Þorsteinn segist alls ekki áhyggjufullur yfir erfiðum rekstri fjölmiðla. „Ég er furðurólegur og það er kannski út af því að ég horfi ekki endilega á þetta þannig. Það er búið að kvarta undan rekstri fjölmiðla síðan ég var 16 ára. Það sem við höfum núna er ótrúlega mörg tækifæri. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að það sé erfitt að reka fjölmiðla, alls ekki, en á hvað erum við að horfa? Mér finnst áhugaverðara að skoða þetta út frá því að þetta séu okkar bestu tíma í fjölmiðlum. Þeir eru það sannarlega út frá tækni, út frá möguleikum á dreifingu og svo framvegis. Það er okkar sem erum í þessu fagi að finna leiðirnar og hugsa meira um það sem við getum gert en það sem við getum ekki gert.“ Hann segir fjölmiðilinn líka fyrir blaðamenn sem vinna sjálfstætt. Hann segir þetta afar mikilvægt. Fjölmiðilinn verði ekki bara í hans nafni eða bara greinar eftir hann. „Ég er að koma þessu í gang en þetta er ekki bara fyrir mig prívat og persónulega.TV1 Magazine er fjölmiðill sem vinnur með engum og öllum. Þetta er í raun og veru vettvangur til þess að búa til nýja hluti, án þess að vera hugsa of mikið um hvað er að gerast á íslenskum fjölmiðlamarkaði.“ Fjölmiðillinn sé þannig alveg eins í samkeppni við alþjóðlega fjölmiðla og þá íslensku um lestur og áhorf. „Við erum líka að keppa við Politiken eða New York Times eða hvað það er. Við getum skoðað og lesið hvaða fjölmiðil sem er í heiminum og þá þurfum við að hugsa hvaða möguleika við erum með hér að búa til efni sem er spennandi og áhugavert og nýta okkur þá tækni og möguleika sem eru til staðar.“ Fjölmiðlar Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira
„Mér finnst þetta vera lykilatriði að þetta sé fjölmiðill, brotkast, ekki málgagn einhvers eða með einhvern málaflokk undir,“ segir Þorsteinn en á vef fjölmiðilsinser hægt að sjá skrifaðar greinar og innslög í bæði útvarp eða hlaðvarp og sjónvarp. Þorsteinn segir þekkta forskrift að svona fjölmiðli og nefnir sem dæmi Sunday Times Magazine og New York Times Magazine. „Eitthvað sem er heimur og er hægt að teikna upp í sjónvarpi eða útvarpi eða tímaritsgrein. Það eru svo margir möguleikar á að segja sögu, og setja það fram og láta það flakka á milli miðlanna. Það er grunnstefið. Svo er bara að setja í gang og sjá hvað kemur,“ segir hann. Á vefsíðunni er til dæmis núna að finna umfjöllun eftir Eyþór Árnason um Reynistaðabræður sem hurfu á Kili fyrir 245 árum. „Það er oft eins og hvernig hlutirnir eru sagðir eða hvernig þeir eru útfærðir sem ræður því hvor fólk fær áhuga á þeim. Það er eins með þessa sögu sem Eyþór Árnason er að segja af atburðum á Kili 1780. Það er ótrúlega áhugaverð tenging því hann er skyldur Reynistaðabræðrum sem farast þarna og það breytir sögunni algerlega og þess vegna er spennandi að útfæra það á marga ólíka vegu,“ segir Þorsteinn. Umfjöllun á TV1 byrji þannig með greininni en svo fylgi útvarpsþáttur og sjónvarpefni síðar. Þá segist hann einnig vera að útfæra hugmyndir um umfjöllun um svefn með Erlu Björnsdóttur, sálfræðingur og framkvæmdastjóri Betri svefns, sem eigi að birtast fljótlega. „Það vantar ekki efni.“ Þorsteinn segist alls ekki áhyggjufullur yfir erfiðum rekstri fjölmiðla. „Ég er furðurólegur og það er kannski út af því að ég horfi ekki endilega á þetta þannig. Það er búið að kvarta undan rekstri fjölmiðla síðan ég var 16 ára. Það sem við höfum núna er ótrúlega mörg tækifæri. Þá er ég ekki að gera lítið úr því að það sé erfitt að reka fjölmiðla, alls ekki, en á hvað erum við að horfa? Mér finnst áhugaverðara að skoða þetta út frá því að þetta séu okkar bestu tíma í fjölmiðlum. Þeir eru það sannarlega út frá tækni, út frá möguleikum á dreifingu og svo framvegis. Það er okkar sem erum í þessu fagi að finna leiðirnar og hugsa meira um það sem við getum gert en það sem við getum ekki gert.“ Hann segir fjölmiðilinn líka fyrir blaðamenn sem vinna sjálfstætt. Hann segir þetta afar mikilvægt. Fjölmiðilinn verði ekki bara í hans nafni eða bara greinar eftir hann. „Ég er að koma þessu í gang en þetta er ekki bara fyrir mig prívat og persónulega.TV1 Magazine er fjölmiðill sem vinnur með engum og öllum. Þetta er í raun og veru vettvangur til þess að búa til nýja hluti, án þess að vera hugsa of mikið um hvað er að gerast á íslenskum fjölmiðlamarkaði.“ Fjölmiðillinn sé þannig alveg eins í samkeppni við alþjóðlega fjölmiðla og þá íslensku um lestur og áhorf. „Við erum líka að keppa við Politiken eða New York Times eða hvað það er. Við getum skoðað og lesið hvaða fjölmiðil sem er í heiminum og þá þurfum við að hugsa hvaða möguleika við erum með hér að búa til efni sem er spennandi og áhugavert og nýta okkur þá tækni og möguleika sem eru til staðar.“
Fjölmiðlar Mest lesið Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Viðskipti erlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Neytendur Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Sjá meira