Lagning gjaldþrota Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 13:58 Lagning hefur boðið ferðalöngum upp á að geyma bílana þeirra og jafnvel hreinsa þá og bóna á meðan fólk dvelur erlendis. Vísir/Vilhelm Lagning sem hefur lagt bílum ferðalanga á leið úr landi á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár er gjaldþrota. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Fyrirtækið var auglýst til sölu í október í fyrra. Kvartanir streyma til Neytendasamtakanna vegna gjalda sem ISAVIA innheimtir vegna bíla sem voru í geymslu Lagningar. „Okkur þykir afar leitt að tilkynna, en við munum ekki geta tekið við bílnum þínum þar sem Lagning er orðið gjaldþrota,“ segir í tilkynningunni. „Ef bíllinn þinn er nú þegar í geymslu hjá Lagningu þá er óþarfi að hafa áhyggjur - við munum afgreiða þá bíla sem eru í okkar vörslu.“ Fyrirtækið var stofnað árið 2021 af Theódóri Ágústi Magnússyni, Jóhanni Eggertssyni, Írisi Hrund Sigurðardóttur og Sigurði Smára Gylfasyni. Þjónusta Lagningar fól í sér að viðskiptavinir á leið úr landi afhentu starfsmanni Lagningar bíl sinn við Keflavíkurflugvöll. Starfsmaður ók bílnum á bílastæði í Reykjanesbæ og færði svo á bílastæði við flugstöðina við heimkomu. Þá bauð Lagning upp á aukaþjónustu fyrir þá sem vildu svo sem þrif og bón á bílum. Fyrirtækið velti 148 milljónum króna árið 2022 og hagnaðist um 12 milljónir króna. Árið eftir varð hins vegar 7,7 milljóna króna tap á rekstrinum og eigið féð 14,1 milljónir króna í árslok 2023. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir árið 2024. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Lagningar voru Theódór og Jóhann stærstu eigendur félagsins með þriðjungshlut hvor, Íris Hrund með 23,3 prósenta hlut og Sigurður Smári með tíu prósenta hlut. Fram kom í Viðskiptablaðinu í október í fyrra að fyrirtækið væri auglýst til sölu. ´Kvartanir streyma inn frá bílaeigendum Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hafa fengið fjölda kvartana frá félagsmönnum vegna bílastæðagjalda sem ISAVIA innheimtir á Keflavíkurflugvelli af bíleigendum sem þegar hafa greitt Lagningu fyrir bílastæði. Að mati FÍB og Neytendasamtakanna er þessi innheimta ISAVIA ólögmæt. Samtökin tvö hafa þegar skorað á ISAVIA að fella innheimtu gjalda niður gagnvart eigendum ökutækja sem lagt hefur verið í stæði við Keflavíkurflugvöll, þegar fyrir liggur að eigandi hafi afhent ökutækið þriðja aðila, svo sem Lagningu, til umráða. Neytendasamtökin og FÍB benda ökumönnum sem fá kröfur frá ISAVIA að fara fram á niðurfellingu þeirra, til dæmis með því að fylla út formið hér Hægt er að notast við eftirfarandi texta: „Ég óska eftir því að reikningur ISAVIA nr. XXXX verði felldur niður enda var bifreið mín nr. XX XXXX í umsjón Lagningar ehf. Vinsamlega beinið kröfum ykkar til þeirra.“ FÍB og Neytendasamtökin segjast munu standa þétt að baki sínum félögum og aðstoða við að ná fram rétti sínum. Því óska samtökin eftir að fá upplýsingar, bregðist Isavia ekki við kröfum um niðurfellingu. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar. Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Gjaldþrot Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
„Okkur þykir afar leitt að tilkynna, en við munum ekki geta tekið við bílnum þínum þar sem Lagning er orðið gjaldþrota,“ segir í tilkynningunni. „Ef bíllinn þinn er nú þegar í geymslu hjá Lagningu þá er óþarfi að hafa áhyggjur - við munum afgreiða þá bíla sem eru í okkar vörslu.“ Fyrirtækið var stofnað árið 2021 af Theódóri Ágústi Magnússyni, Jóhanni Eggertssyni, Írisi Hrund Sigurðardóttur og Sigurði Smára Gylfasyni. Þjónusta Lagningar fól í sér að viðskiptavinir á leið úr landi afhentu starfsmanni Lagningar bíl sinn við Keflavíkurflugvöll. Starfsmaður ók bílnum á bílastæði í Reykjanesbæ og færði svo á bílastæði við flugstöðina við heimkomu. Þá bauð Lagning upp á aukaþjónustu fyrir þá sem vildu svo sem þrif og bón á bílum. Fyrirtækið velti 148 milljónum króna árið 2022 og hagnaðist um 12 milljónir króna. Árið eftir varð hins vegar 7,7 milljóna króna tap á rekstrinum og eigið féð 14,1 milljónir króna í árslok 2023. Ekki hefur verið birtur ársreikningur fyrir árið 2024. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi Lagningar voru Theódór og Jóhann stærstu eigendur félagsins með þriðjungshlut hvor, Íris Hrund með 23,3 prósenta hlut og Sigurður Smári með tíu prósenta hlut. Fram kom í Viðskiptablaðinu í október í fyrra að fyrirtækið væri auglýst til sölu. ´Kvartanir streyma inn frá bílaeigendum Neytendasamtökin og Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) hafa fengið fjölda kvartana frá félagsmönnum vegna bílastæðagjalda sem ISAVIA innheimtir á Keflavíkurflugvelli af bíleigendum sem þegar hafa greitt Lagningu fyrir bílastæði. Að mati FÍB og Neytendasamtakanna er þessi innheimta ISAVIA ólögmæt. Samtökin tvö hafa þegar skorað á ISAVIA að fella innheimtu gjalda niður gagnvart eigendum ökutækja sem lagt hefur verið í stæði við Keflavíkurflugvöll, þegar fyrir liggur að eigandi hafi afhent ökutækið þriðja aðila, svo sem Lagningu, til umráða. Neytendasamtökin og FÍB benda ökumönnum sem fá kröfur frá ISAVIA að fara fram á niðurfellingu þeirra, til dæmis með því að fylla út formið hér Hægt er að notast við eftirfarandi texta: „Ég óska eftir því að reikningur ISAVIA nr. XXXX verði felldur niður enda var bifreið mín nr. XX XXXX í umsjón Lagningar ehf. Vinsamlega beinið kröfum ykkar til þeirra.“ FÍB og Neytendasamtökin segjast munu standa þétt að baki sínum félögum og aðstoða við að ná fram rétti sínum. Því óska samtökin eftir að fá upplýsingar, bregðist Isavia ekki við kröfum um niðurfellingu. Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Lumar þú á frétt? Sendu okkur fréttaskot á visir.is/frettaskot. Fullum trúnaði er heitið auk þess sem lesendur geta sent nafnlausar ábendingar.
Keflavíkurflugvöllur Reykjanesbær Gjaldþrot Mest lesið Gengi Sýnar í frjálsu falli Viðskipti innlent Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Viðskipti innlent Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Viðskipti innlent Sýn gefur út afkomuviðvörun Viðskipti innlent Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Viðskipti innlent Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Neytendur Þarf þrautseigju og útsjónarsemi til að ná að halda sjó Framúrskarandi fyrirtæki Eru Framúrskarandi fyrirtæki og stolt af því Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sjá meira
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent
Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Viðskipti innlent