Viðskipti

Orkuveitan þarf að greiða Glitni milljarða króna
Orkuveita Reykjavíkur þarf að greiða Glitni HoldCo, eignarhaldsfélagi utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, á fjórða milljarð króna. Um er að ræða 740 milljónir króna auk himinhárra uppsafnaðra dráttarvaxta vegna uppgjörs afleiðusamninga sem gerðir voru við Glitni á árunum fyrir hrun.

Bein útsending: Átta teymi kynna nýsköpunarverkefni sín í Vaxtarrými
Lokadagur Vaxtarrýmis fer fram í dag þar sem átta frumkvöðlar og fyrirtæki munu kynna nýsköpunarverkefni sín. Teymin tóku þátt í átta vikna viðskiptahraðli sem er sá fyrsti sem haldinn hefur verið á Norðurlandi.

Rauður föstudagur á mörkuðum vestanhafs
Hlutabréfamarkaðir voru rauðglóandi við opnun vestanhafs á þessum svarta föstudegi. Úrvalsvísitalan Dow Jones lækkaði um 900 stig eða 2,5 prósent eftir opnun. Sambærilega sögu er að segja af vísitölum S&P og Nastdaq sem lækkuðu um 1,8 prósent annars vegar og 1,5 prósent hins vegar.

Ný staðsetning Vínbúðarinnar í miðbæ vekur hörð viðbrögð
Búið er að velja nýja staðsetningu fyrir Vínbúðina í miðborg Reykjavíkur. Fiskislóð 10 eru eina staðsetningin sem kemur til greina miðað við auglýsingu.

Íslandsbanki hækkar einnig vexti
Íslandsbanki hefur tilkynnt um breytingar á vöxtum í kjölfar vaxtaákvörunar Seðlabanka Íslands þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentustig. Stóru bankarnir þrír hafa því allir tilkynnt um vaxtahækkun.

Erdogan heldur striki þrátt fyrir efnahagsvandræði
Ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogans, forseta Tyrklands, ætlar að halda áfram að lækka stýrivexti. Það er þrátt fyrir að líran, gjaldmiðill Tyrklands, hafi tapað stórum hluta verðmætis síns að undanförnu og verðbólga hefur hækkað mjög.

TVG-Zimsen - miðstöð netverslunar
TVG-Zimsen er með yfir 100 afhendingarstaði um land allt.

Viss líkindi en ekki nóg til að neytendur ruglist
Áfrýjunarnefnd Neytendastofu telur að ekki sé hætta á því að neytendur ruglist á vörum frá Sóma annars vegar og Jömm og Oatly hins vegar, þrátt fyrir að viss líkindi séu með útliti á merkingum á vörum framleiðendanna.

Nálgast afslætti mörghundruð fyrirtækja á einum stað
Svartur föstudagur er í dag og afsláttarsíðan 1111.is telur hátt í fjögurhundruð fyrirtæki.

Stjórnendur þurfa að huga að starfsfólkinu en ekki aðeins hluthöfum og viðskiptavinum
„Svo mánuðum skiptir hafa starfsmenn fylgt sé að baki stjórnendum og gert það sem gera þarf,“ segir Jón Jósafat Björnsson, framkvæmdastjóri Dale Carnegie en bendir á að eftir tuttugu mánaða tímabil í heimsfaraldri, sé mikilvægt fyrir stjórnendur nú að skoða sambandið sitt við starfsfólk.

Brandenburg valin auglýsingastofa ársins 2021
Brandenburg var í gær kosinn auglýsingastofa ársins á ráðstefnu ÍMARK. Þetta er í fjórða sinn sem stofan hlýtur verðlaunin.

Bein útsending: Stefna á mikla uppbyggingu á Suðurnesjum
Framkvæmdaþing Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja, er haldið í dag. Þar á að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir á næsta ári á vegum sveitarfélaga svæðisins, Isavia og Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar.

YAY-arar segjast steinhissa á niðurstöðu Persónuverndar
Framkvæmdastjóri stafræna gjafakortasmáforritsins YAY segir erfitt að una við niðurstöðu Persónuverndar sem sekaði fyrirtækið um fjórar milljónir króna vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda.

Arion banki hækkar vextina
Arion banki hækkar breytilega vexti sína á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,40 prósentustig. Þetta gerir bankinn í kjölfar ákvörðunar Seðlabankans þann 17. nóvember að hækka stýrivexti um 0,5 prósentur. Hækkunin tekur gildi á morgun.

Hólmgrímur nýr formaður Félags löggiltra endurskoðenda
Hólmgrímur Bjarnason, endurskoðandi hjá Deloitte, var kjörinn nýr formaður Félags löggiltra endurskoðenda á aðalfundi félagsins sem fram fór fyrr í mánuðinum.

Kalli Katrínar svarað með Svörtum fössara og Myrkum markaðsdögum
Einn stærsti verslunardagur heims gengur í garð á morgun. Black Friday, eða Svartur fössari eins og hann er iðulega kallaður hér á landi, hefur fest sig rækilega í sessi meðal Íslendinga. Fjölmargar verslanir bjóða upp á afslætti í tilefni dagsins. Sumir taka þó ekki þátt vegna umhverfissjónarmiða.

Persónuvernd sektar ráðuneyti og YAY um milljónir vegna Ferðagjafarinnar
Persónuvernd hefur sektað atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um 7,5 milljónir króna og fyrirtækið YAY um fjórar milljónir króna vegna vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við ferðagjöf stjórnvalda.

Atvinnuleysi 5,8 prósent í október
Árstíðaleiðrétt atvinnuleysi var 5,8 prósent í október, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka var 79,2 prósent hlutfall starfandi var 75,5 prósent.

Fyrstu fundirnir eins og svakaleg Hollywoodmynd
Óvissa og spenna, engar fyrirmyndir til, alls kyns hugmyndir, krísustjórnun og einhver veira frá Kína. Svona var staðan þegar verkefnið „Við erum öll almannavarnir" hófst.

Röðull, Ruby Tuesday og nú fjölbreytt hverfiskaffihús
Í Skipholti 19 í Reykjavík gengur sögufrægt húsnæði nú í endurnýjun lífdaga. Eftir að hafa hýst veitingastaðinn Ruby Tuesday og Röðulinn, einn vinsælasta skemmtistað landsins á sjötta til áttunda áratug síðustu aldar, rís þar nú brátt hverfiskaffihús, bókabúð og alhliða menningarmiðstöð fyrir rithöfunda.

Auglýsingar Sjóvár taldar villandi
Neytendastofa ákvarðaði nýlega að framsetning auglýsinga og markaðsherferðar tryggingafélagsins Sjóvár hafi verið villandi. Auglýstar voru kaskótryggingar fyrir ökutæki.

Landsbankinn hækkar vexti
Landsbankinn hækkar breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,35 prósentustig í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabankans.

Baguette með skinku og osti komið aftur á matseðilinn hjá Icelandair
Eftir þriggja ára hlé er baguette með skinku og osti loks komið aftur á matseðilinn hjá Icelandair. Þreyttir ferðalangar geta því glaðst að nýju og notið þessa sívinsæla réttar þegar þeir eru á ferðalagi með flugfélaginu.

Halla ráðin endurmenntunarstjóri
Halla Jónsdóttir hefur verið ráðin í starf endurmenntunarstjóra hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Nýtt og glæsilegt Grillhús á Laugavegi
Saga Grillhússins telur tæp 30 ár í miðbæ Reykjavíkur.

Ráðin forstöðumaður Viðskiptafræðistofnunar
Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands. Hún mun hefja störf fyrsta dag desembermánaðar.

Glæsileg skíðadeild opnuð í Ölpunum
Íslendingar eru duglegir að nýta náttúruna til útivistar.

Bein útsending: Sjálfbærnidagur atvinnulífsins
Edward Sims, sjálfbærnisérfræðingur EY í Evrópu, mun tala á fyrsta Sjálfbærnidegi atvinnulífsins sem fram fer í Hörpu í dag. Dagskrá hefst klukkan níu .

Búi tekur við af Kristínu Erlu hjá Landsbankanum
Búi Örlygsson hefur tekið við sem forstöðumaður Eignastýringar hjá Landsbankanum.

Gögn oft leiðin til að slá í gegn hjá neytendum
Nýlega sló auglýsingaherferð Íslandsstofu rækilega í gegn á Facebook. En hvað er það nýjasta nýtt í auglýsinga- og markaðsmálunum á Íslandi og hverjar eru helstu áskoranirnar?