Stjórn Sýnar boðar til hluthafafundar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. ágúst 2022 15:36 Stöð 2 og Vodafone eru meðal annars í eigu Sýnar. Vísir/Vilhelm Stjórn Sýnar hefur boðað til hluthafafundar að kröfu Gavia Invest ehf, sem nýlega keypti stóran hlut í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Fundurinn verður haldinn þann 31. ágúst næstkomandi í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut. Í tilkynningunni segir boðað sé til fundarins að kröfu Gavia Invest, en fyrirtækið fer með atkvæðisrétt að 16,08 prósent af heildarhlutafé félagsins. Krefst Gavia Invest ehf. að á fundinum verði tekin fyrir tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Telur Gavia Invest ehf. „að vegna umtalsverðra breytinga sem orðið hafa á hluthafahópi Sýnar hf. nú nýverið sé rétt að umboð stjórnar félagsins verði endurnýjað og að stjórnarkjör fari fram,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Á dagskrá fundarins er tillaga Gavia Invest um að bundinn verði endir á kjörtímabil sitjandi stjórnar Sýnar. Verði sú tillaga samþykkt fer fram stjórnarkjör, auk þess sem að dagskrárliðurinn „önnur mál“ er einnig á dagskrá. Miklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi Sýnar að undanförnu eftir að Heiðar Guðjónsson, þáverandi forstjóri Sýnar, seldi 12,7 prósent eignarhlut sinn í félaginu til Gavia Invest og lét af störfum. Gavia Invest bætti sig við hlutum og á nú 16,1 prósent í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Jón Skaftason, sem er í forsvari fyrir Gavia Invest og var um árabil framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá 365 miðlum, sagði í samtali við Innherja á dögunum að fjárfestahópurinn hefði „fylgst lengi“ með Sýn. „Við ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstri félagsins og munum beita okkur fyrir aukinni verðmætasköpun í þágu allra hluthafa Sýnar.“ Vísir er í eigu Sýnar. Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Sýn Tengdar fréttir Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15 Hópur einkafjárfesta tengdur Gavia Invest kaupir í Sýn fyrir milljarð Hópur fjárfesta, sem er leiddur af fjársterkum einstaklingum og er í samstarfi með nýjum stærsta hluthafa Sýnar, hefur keypt samanlagt um sex prósenta hlut í félaginu fyrir um einn milljarð króna. Viðskiptin voru kláruð fyrir opnun markaða í morgun, samtals tæplega 16 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 64 krónur á hlut, og á meðal seljenda voru lífeyrissjóðir í hluthafahópi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, samkvæmt heimildum Innherja. 2. ágúst 2022 10:39 Krefjast stjórnarkjörs í Sýn Gavia Invest ehf. hefur farið fram á að boðað verði hluthafafundar í Sýn hf., en félagið fer nú með atkvæðisrétt fyrir hlutafé í Sýn sem nemur 16,06 prósent. Þess er krafist að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. 26. júlí 2022 13:01 „Ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstrinum,“ segir nýr stærsti eigandi Sýnar Forsvarsmaður nýstofnaðs fjárfestingafélags sem hefur fest kaup á um 15 prósenta hlut í Sýn, sem gerir það að stærsta hluthafanum, segir að fjárfestahópurinn hafi „fylgst lengi“ með fyrirtækinu. 25. júlí 2022 12:26 Heiðar hættir sem forstjóri Sýnar Heiðar Guðjónsson hefur sagt upp sem forstjóri Sýnar og mun uppsögnin taka gildi fyrir lok þessa mánaðar. Heiðar gekk um helgina frá sölu á öllum 12,72 prósenta hlut sínum í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningum til Kauphallar. 25. júlí 2022 09:34 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Sýnar til Kauphallar. Fundurinn verður haldinn þann 31. ágúst næstkomandi í höfuðstöðvum félagsins að Suðurlandsbraut. Í tilkynningunni segir boðað sé til fundarins að kröfu Gavia Invest, en fyrirtækið fer með atkvæðisrétt að 16,08 prósent af heildarhlutafé félagsins. Krefst Gavia Invest ehf. að á fundinum verði tekin fyrir tillaga um að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. Telur Gavia Invest ehf. „að vegna umtalsverðra breytinga sem orðið hafa á hluthafahópi Sýnar hf. nú nýverið sé rétt að umboð stjórnar félagsins verði endurnýjað og að stjórnarkjör fari fram,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Á dagskrá fundarins er tillaga Gavia Invest um að bundinn verði endir á kjörtímabil sitjandi stjórnar Sýnar. Verði sú tillaga samþykkt fer fram stjórnarkjör, auk þess sem að dagskrárliðurinn „önnur mál“ er einnig á dagskrá. Miklar breytingar hafa orðið á eignarhaldi Sýnar að undanförnu eftir að Heiðar Guðjónsson, þáverandi forstjóri Sýnar, seldi 12,7 prósent eignarhlut sinn í félaginu til Gavia Invest og lét af störfum. Gavia Invest bætti sig við hlutum og á nú 16,1 prósent í fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtækinu. Jón Skaftason, sem er í forsvari fyrir Gavia Invest og var um árabil framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá 365 miðlum, sagði í samtali við Innherja á dögunum að fjárfestahópurinn hefði „fylgst lengi“ með Sýn. „Við ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstri félagsins og munum beita okkur fyrir aukinni verðmætasköpun í þágu allra hluthafa Sýnar.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Sýn Tengdar fréttir Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15 Hópur einkafjárfesta tengdur Gavia Invest kaupir í Sýn fyrir milljarð Hópur fjárfesta, sem er leiddur af fjársterkum einstaklingum og er í samstarfi með nýjum stærsta hluthafa Sýnar, hefur keypt samanlagt um sex prósenta hlut í félaginu fyrir um einn milljarð króna. Viðskiptin voru kláruð fyrir opnun markaða í morgun, samtals tæplega 16 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 64 krónur á hlut, og á meðal seljenda voru lífeyrissjóðir í hluthafahópi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, samkvæmt heimildum Innherja. 2. ágúst 2022 10:39 Krefjast stjórnarkjörs í Sýn Gavia Invest ehf. hefur farið fram á að boðað verði hluthafafundar í Sýn hf., en félagið fer nú með atkvæðisrétt fyrir hlutafé í Sýn sem nemur 16,06 prósent. Þess er krafist að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. 26. júlí 2022 13:01 „Ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstrinum,“ segir nýr stærsti eigandi Sýnar Forsvarsmaður nýstofnaðs fjárfestingafélags sem hefur fest kaup á um 15 prósenta hlut í Sýn, sem gerir það að stærsta hluthafanum, segir að fjárfestahópurinn hafi „fylgst lengi“ með fyrirtækinu. 25. júlí 2022 12:26 Heiðar hættir sem forstjóri Sýnar Heiðar Guðjónsson hefur sagt upp sem forstjóri Sýnar og mun uppsögnin taka gildi fyrir lok þessa mánaðar. Heiðar gekk um helgina frá sölu á öllum 12,72 prósenta hlut sínum í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningum til Kauphallar. 25. júlí 2022 09:34 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Atvinnulíf Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Félag Reynis á rúmlega helmingshlut í Gavia Infocapital ehf., fjárfestingafélag Reynis Grétarssonar á ríflega helmingshlut í nýstofnaða fjárfestingarfélaginu Gavia Invest, sem keypti á dögunum stóran hlut í Sýn. 4. ágúst 2022 10:15
Hópur einkafjárfesta tengdur Gavia Invest kaupir í Sýn fyrir milljarð Hópur fjárfesta, sem er leiddur af fjársterkum einstaklingum og er í samstarfi með nýjum stærsta hluthafa Sýnar, hefur keypt samanlagt um sex prósenta hlut í félaginu fyrir um einn milljarð króna. Viðskiptin voru kláruð fyrir opnun markaða í morgun, samtals tæplega 16 milljónir hluta að nafnvirði á genginu 64 krónur á hlut, og á meðal seljenda voru lífeyrissjóðir í hluthafahópi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins, samkvæmt heimildum Innherja. 2. ágúst 2022 10:39
Krefjast stjórnarkjörs í Sýn Gavia Invest ehf. hefur farið fram á að boðað verði hluthafafundar í Sýn hf., en félagið fer nú með atkvæðisrétt fyrir hlutafé í Sýn sem nemur 16,06 prósent. Þess er krafist að umboð núverandi stjórnar verði fellt niður og ný stjórn kjörin. 26. júlí 2022 13:01
„Ætlum okkur að hafa virka aðkomu að rekstrinum,“ segir nýr stærsti eigandi Sýnar Forsvarsmaður nýstofnaðs fjárfestingafélags sem hefur fest kaup á um 15 prósenta hlut í Sýn, sem gerir það að stærsta hluthafanum, segir að fjárfestahópurinn hafi „fylgst lengi“ með fyrirtækinu. 25. júlí 2022 12:26
Heiðar hættir sem forstjóri Sýnar Heiðar Guðjónsson hefur sagt upp sem forstjóri Sýnar og mun uppsögnin taka gildi fyrir lok þessa mánaðar. Heiðar gekk um helgina frá sölu á öllum 12,72 prósenta hlut sínum í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningum til Kauphallar. 25. júlí 2022 09:34