Vörur Örnu í Bolungarvík til Bandaríkjanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2022 13:32 Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu ásamt Örnu Hálfdánardóttur, markaðsstjóra Örnu og Gunnari Birgissyni, framkvæmdastjóra Reykjavik Creamery. Aðsend Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík gerir það nú gott því útflutningur á vörum fyrirtækisins til Bandaríkjanna er hafinn á fullum krafti. Um er að ræða skyr og gríska jógúrt til að byrja með. Það var í vor sem forsvarsmenn Örnu og forsvarsmenn Reykjavík Creamery mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum skrifuðu undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á Örnu mjólkurvörum í Bandaríkjunum. Frá þeim tíma hefur verið brjálað að gera hjá Örnu. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri og eigandi Örnu, segir að stefnan sé sett á að vörur Örnu verði framleiddar í Bandaríkjunum í stað þess að þær séu fluttar út frá Bolungarvík. „Nú er það skyr og grísk jógúrt frá Örnu, sem er flutt út en það verða svo væntanlega fleiri vörur. En við erum náttúrulega í stöðugri vöruþróun þannig að það munu eflaust fleiri tegundir bætast við mjög fljótlega,“ segir hann. Stórt markaður vestanhafs Hálfdán segir að sérstaða Örnu muni koma sér vel í Bandaríkjunum. „Við erum náttúrlega eingöngu að framleiða laktosafríar vörur og það er stór markaður í Bandaríkjunum fyrir þær vörur. Þannig að við erum mjög bjartsýn á að salan verði góð og síðan höfum verið að þróa skyr þar sem við notum hafra í staðin fyrir kúamjólk, og það er vara sem við stefnum einnig á að flytja út,“ segir hann. Hálfdán segir að Arna gangi ótrúlega vel og það sé gott að reka fyrirtækið í Bolungarvík. Í dag starfa 44 starfsmenn hjá Örnu. „Það eru forréttindi að vera með svona fyrirtæki úti á landi og ég held að við höfum líka sýnt það að fólk þarf ekkert að vera hrætt við það að stofna fyrirtæki úti á landsbyggðinni, það þurfa ekki allir að vera í Reykjavík,“ segir hann. Bolungarvík Matur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Það var í vor sem forsvarsmenn Örnu og forsvarsmenn Reykjavík Creamery mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum skrifuðu undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á Örnu mjólkurvörum í Bandaríkjunum. Frá þeim tíma hefur verið brjálað að gera hjá Örnu. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri og eigandi Örnu, segir að stefnan sé sett á að vörur Örnu verði framleiddar í Bandaríkjunum í stað þess að þær séu fluttar út frá Bolungarvík. „Nú er það skyr og grísk jógúrt frá Örnu, sem er flutt út en það verða svo væntanlega fleiri vörur. En við erum náttúrulega í stöðugri vöruþróun þannig að það munu eflaust fleiri tegundir bætast við mjög fljótlega,“ segir hann. Stórt markaður vestanhafs Hálfdán segir að sérstaða Örnu muni koma sér vel í Bandaríkjunum. „Við erum náttúrlega eingöngu að framleiða laktosafríar vörur og það er stór markaður í Bandaríkjunum fyrir þær vörur. Þannig að við erum mjög bjartsýn á að salan verði góð og síðan höfum verið að þróa skyr þar sem við notum hafra í staðin fyrir kúamjólk, og það er vara sem við stefnum einnig á að flytja út,“ segir hann. Hálfdán segir að Arna gangi ótrúlega vel og það sé gott að reka fyrirtækið í Bolungarvík. Í dag starfa 44 starfsmenn hjá Örnu. „Það eru forréttindi að vera með svona fyrirtæki úti á landi og ég held að við höfum líka sýnt það að fólk þarf ekkert að vera hrætt við það að stofna fyrirtæki úti á landsbyggðinni, það þurfa ekki allir að vera í Reykjavík,“ segir hann.
Bolungarvík Matur Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira