Vörur Örnu í Bolungarvík til Bandaríkjanna Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. ágúst 2022 13:32 Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu ásamt Örnu Hálfdánardóttur, markaðsstjóra Örnu og Gunnari Birgissyni, framkvæmdastjóra Reykjavik Creamery. Aðsend Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík gerir það nú gott því útflutningur á vörum fyrirtækisins til Bandaríkjanna er hafinn á fullum krafti. Um er að ræða skyr og gríska jógúrt til að byrja með. Það var í vor sem forsvarsmenn Örnu og forsvarsmenn Reykjavík Creamery mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum skrifuðu undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á Örnu mjólkurvörum í Bandaríkjunum. Frá þeim tíma hefur verið brjálað að gera hjá Örnu. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri og eigandi Örnu, segir að stefnan sé sett á að vörur Örnu verði framleiddar í Bandaríkjunum í stað þess að þær séu fluttar út frá Bolungarvík. „Nú er það skyr og grísk jógúrt frá Örnu, sem er flutt út en það verða svo væntanlega fleiri vörur. En við erum náttúrulega í stöðugri vöruþróun þannig að það munu eflaust fleiri tegundir bætast við mjög fljótlega,“ segir hann. Stórt markaður vestanhafs Hálfdán segir að sérstaða Örnu muni koma sér vel í Bandaríkjunum. „Við erum náttúrlega eingöngu að framleiða laktosafríar vörur og það er stór markaður í Bandaríkjunum fyrir þær vörur. Þannig að við erum mjög bjartsýn á að salan verði góð og síðan höfum verið að þróa skyr þar sem við notum hafra í staðin fyrir kúamjólk, og það er vara sem við stefnum einnig á að flytja út,“ segir hann. Hálfdán segir að Arna gangi ótrúlega vel og það sé gott að reka fyrirtækið í Bolungarvík. Í dag starfa 44 starfsmenn hjá Örnu. „Það eru forréttindi að vera með svona fyrirtæki úti á landi og ég held að við höfum líka sýnt það að fólk þarf ekkert að vera hrætt við það að stofna fyrirtæki úti á landsbyggðinni, það þurfa ekki allir að vera í Reykjavík,“ segir hann. Bolungarvík Matur Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Það var í vor sem forsvarsmenn Örnu og forsvarsmenn Reykjavík Creamery mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum skrifuðu undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á Örnu mjólkurvörum í Bandaríkjunum. Frá þeim tíma hefur verið brjálað að gera hjá Örnu. Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri og eigandi Örnu, segir að stefnan sé sett á að vörur Örnu verði framleiddar í Bandaríkjunum í stað þess að þær séu fluttar út frá Bolungarvík. „Nú er það skyr og grísk jógúrt frá Örnu, sem er flutt út en það verða svo væntanlega fleiri vörur. En við erum náttúrulega í stöðugri vöruþróun þannig að það munu eflaust fleiri tegundir bætast við mjög fljótlega,“ segir hann. Stórt markaður vestanhafs Hálfdán segir að sérstaða Örnu muni koma sér vel í Bandaríkjunum. „Við erum náttúrlega eingöngu að framleiða laktosafríar vörur og það er stór markaður í Bandaríkjunum fyrir þær vörur. Þannig að við erum mjög bjartsýn á að salan verði góð og síðan höfum verið að þróa skyr þar sem við notum hafra í staðin fyrir kúamjólk, og það er vara sem við stefnum einnig á að flytja út,“ segir hann. Hálfdán segir að Arna gangi ótrúlega vel og það sé gott að reka fyrirtækið í Bolungarvík. Í dag starfa 44 starfsmenn hjá Örnu. „Það eru forréttindi að vera með svona fyrirtæki úti á landi og ég held að við höfum líka sýnt það að fólk þarf ekkert að vera hrætt við það að stofna fyrirtæki úti á landsbyggðinni, það þurfa ekki allir að vera í Reykjavík,“ segir hann.
Bolungarvík Matur Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira