Fjárfestingafélag Warren Buffett tapaði sex þúsund milljörðum króna Bjarki Sigurðsson skrifar 6. ágúst 2022 16:20 Warren Buffett (t.v.) er framkvæmdastjóri, stjórnarformaður og eigandi Berkshire Hathaway. Getty/Kevin Dietsch Berkshire Hathaway, fjárfestingafélag rekið af milljarðamæringnum Warren Buffett, tapaði 43,8 milljörðum dollara á öðrum ársfjórðungi, rúmum sex þúsund milljörðum íslenskra króna. Samkvæmt fréttaveitu Reuters hafa hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum verið á mikilli niðurleið síðustu mánuði og er það ein af ástæðum slæmrar afkomu Berkshire Hathaway. Félagið hefur fjárfest mikið í Apple, Bank of America og American Express en virði allra þessara þriggja félaga féll um meira en tuttugu prósent á öðrum ársfjórðungi. Þá segir í ársfjórðungsskýrslu félagsins að Covid-19 og stríðið í Úkraínu spili einnig inn í tapið. Félagið er metið á 660 milljarði dollara en hlutabréf í félaginu hafa lækkað um 2,76 prósent á síðustu fimm dögum. Þó hafa hlutabréf í félaginu hækkað um tæplega 28 prósent síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst í febrúar árið 2020. Berkshire Hathaway á fjölda fyrirtækja, til dæmis járnbrautafélagið BNSF, ísbúðakeðjuna Dairy Queen og rafhlöðuframleiðandann Duracell. Sem áður segir er Warren Buffett eigandi félagsins og einnig stjórnarformaður og framkvæmdastjóri. Samkvæmt lista Forbes er Buffett fimmti ríkasti maður heims og er metinn á 118 milljarða dollara. Bandaríkin Tengdar fréttir Buffett búinn að skipta út samlokusímanum Bandaríski milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Warren Buffett viðurkenndi í viðtali á mánudaginn að hann væri búinn að skipta samlokusímanum sínum út fyrir nýjustu gerð af iPhone-síma Apple. 26. febrúar 2020 08:59 Warren Buffett viðurkennir mistök Berkshire Hathaway greiddi of mikið fyrir Kraft við sameiningu við Heinz. Buffett segir að matvælarisinn hafi ekki lengur sömu góðu samningsstöðuna gagnvart smásölum. 27. febrúar 2019 08:30 Milljarðamæringar heimsins: Bill Gates ríkastur og Björgólfur snýr aftur Íslendingur snýr aftur á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins eftir fimm ára fjarveru. 2. mars 2015 12:08 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Samkvæmt fréttaveitu Reuters hafa hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum verið á mikilli niðurleið síðustu mánuði og er það ein af ástæðum slæmrar afkomu Berkshire Hathaway. Félagið hefur fjárfest mikið í Apple, Bank of America og American Express en virði allra þessara þriggja félaga féll um meira en tuttugu prósent á öðrum ársfjórðungi. Þá segir í ársfjórðungsskýrslu félagsins að Covid-19 og stríðið í Úkraínu spili einnig inn í tapið. Félagið er metið á 660 milljarði dollara en hlutabréf í félaginu hafa lækkað um 2,76 prósent á síðustu fimm dögum. Þó hafa hlutabréf í félaginu hækkað um tæplega 28 prósent síðan heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst í febrúar árið 2020. Berkshire Hathaway á fjölda fyrirtækja, til dæmis járnbrautafélagið BNSF, ísbúðakeðjuna Dairy Queen og rafhlöðuframleiðandann Duracell. Sem áður segir er Warren Buffett eigandi félagsins og einnig stjórnarformaður og framkvæmdastjóri. Samkvæmt lista Forbes er Buffett fimmti ríkasti maður heims og er metinn á 118 milljarða dollara.
Bandaríkin Tengdar fréttir Buffett búinn að skipta út samlokusímanum Bandaríski milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Warren Buffett viðurkenndi í viðtali á mánudaginn að hann væri búinn að skipta samlokusímanum sínum út fyrir nýjustu gerð af iPhone-síma Apple. 26. febrúar 2020 08:59 Warren Buffett viðurkennir mistök Berkshire Hathaway greiddi of mikið fyrir Kraft við sameiningu við Heinz. Buffett segir að matvælarisinn hafi ekki lengur sömu góðu samningsstöðuna gagnvart smásölum. 27. febrúar 2019 08:30 Milljarðamæringar heimsins: Bill Gates ríkastur og Björgólfur snýr aftur Íslendingur snýr aftur á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins eftir fimm ára fjarveru. 2. mars 2015 12:08 Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Buffett búinn að skipta út samlokusímanum Bandaríski milljarðamæringurinn og fjárfestirinn Warren Buffett viðurkenndi í viðtali á mánudaginn að hann væri búinn að skipta samlokusímanum sínum út fyrir nýjustu gerð af iPhone-síma Apple. 26. febrúar 2020 08:59
Warren Buffett viðurkennir mistök Berkshire Hathaway greiddi of mikið fyrir Kraft við sameiningu við Heinz. Buffett segir að matvælarisinn hafi ekki lengur sömu góðu samningsstöðuna gagnvart smásölum. 27. febrúar 2019 08:30
Milljarðamæringar heimsins: Bill Gates ríkastur og Björgólfur snýr aftur Íslendingur snýr aftur á lista Forbes yfir ríkustu menn heimsins eftir fimm ára fjarveru. 2. mars 2015 12:08