„Klikkað að gera“ eftir að gosið hófst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. ágúst 2022 23:00 Birgir Ómar Haraldsson er framkvæmdastjóri Norðurflugs. Hann segir félagið vart hafa undan í bókunum eftir að gjósa tók á Reykjanesskaga að nýju. Vísir/Ívar Ferðaþjónustufyrirtæki eru þegar farin að finna fyrir auknum þunga í bókunartölum vegna eldgossins í Meradölum. Framkvæmdastjóri þyrlufyrirtækis segir erlenda ferðamenn treysta á að gosið endist inn í haustið. Bókanir teygi sig inn í nóvember. Þótt eldgosið í Meradölum sé rétt rúmlega tveggja sólarhringa gamalt hafa ferðaþjónustufyrirtæki strax fundið fyrir miklum áhuga fólks á gosinu. Þar sem fréttastofa fór á starfsstöð fyrirtækisins Norðurflugs við Reykjavíkurflugvöll í dag var stöðug þyrluumferð, ýmist á leið að gosinu eða að koma þaðan. Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, segir fyrirtækið vart hafa undan við að bóka ferðir að gosstöðvunum. Erlendir ferðamenn séu nokkuð áhugasamari en Íslendingar, sem hafi sótt þyrluflugið fastar þegar gaus á síðasta ári. „Já þeir eru dálítið áhugasamir um þetta, það hefur þó aðeins breyst hvernig þessi samsetning er, en það er alveg klárt að það er eftirspurn eftir þessu og verður eftirspurn alveg inn í veturinn.“ Margir bóki þyrluferðir langt fram í tímann. „Það er verið að bóka þetta alveg inn í september og október, af því að reynslan á síðasta ári var sú að þetta væri vel rúmlega hálft ár.“ Tímalegustu bókanirnar nái þá inn í nóvember. Margir séu því ekki jafn áfjáðir í að komast strax að gosinu. Engu að síður rigni bókunum inn. „Það er búið að vera svo klikkað að gera og við viljum biðja okkar íslensku viðskiptavini og aðra að sýna okkur biðlund þessa dagana, því þetta er svakalegt álag á félagið,“ segir Birgir. Rútuferðirnar hefjast á morgun Fyrirtækið Icelandia, áður Kynnisferðir, rekur Reykjavík Excursions sem mun bjóða upp á rútuferðir með leiðsögumanni að gosinu frá og með morgundeginum. Fyrirtækið bauð upp á sams konar ferðir þegar gosið á síðasta ári stóð yfir. „Við sjáum það á bókunartölum að það er þó nokkur fjöldi sem er búinn að bóka sig á morgun, og við erum að fjölga í ferðunum og bæta úrvalið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Icelandia. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia, sem rekur meðal annars Reykjavík Excursions.Vísir/Ívar Hann segir að stærstur hluti viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. Ekki hafi enn borið mikið á bókunum fram í tímann, líkt og hjá Norðurflugi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst núna fólk sem er á landinu og fréttir af gosinu, stekkur af stað og vill komast að sjá þetta. Enda stórkostlegt,“ segir Björn og á þar við eldgosið sjálft, sem er mikið sjónarspil. Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Sjá meira
Þótt eldgosið í Meradölum sé rétt rúmlega tveggja sólarhringa gamalt hafa ferðaþjónustufyrirtæki strax fundið fyrir miklum áhuga fólks á gosinu. Þar sem fréttastofa fór á starfsstöð fyrirtækisins Norðurflugs við Reykjavíkurflugvöll í dag var stöðug þyrluumferð, ýmist á leið að gosinu eða að koma þaðan. Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, segir fyrirtækið vart hafa undan við að bóka ferðir að gosstöðvunum. Erlendir ferðamenn séu nokkuð áhugasamari en Íslendingar, sem hafi sótt þyrluflugið fastar þegar gaus á síðasta ári. „Já þeir eru dálítið áhugasamir um þetta, það hefur þó aðeins breyst hvernig þessi samsetning er, en það er alveg klárt að það er eftirspurn eftir þessu og verður eftirspurn alveg inn í veturinn.“ Margir bóki þyrluferðir langt fram í tímann. „Það er verið að bóka þetta alveg inn í september og október, af því að reynslan á síðasta ári var sú að þetta væri vel rúmlega hálft ár.“ Tímalegustu bókanirnar nái þá inn í nóvember. Margir séu því ekki jafn áfjáðir í að komast strax að gosinu. Engu að síður rigni bókunum inn. „Það er búið að vera svo klikkað að gera og við viljum biðja okkar íslensku viðskiptavini og aðra að sýna okkur biðlund þessa dagana, því þetta er svakalegt álag á félagið,“ segir Birgir. Rútuferðirnar hefjast á morgun Fyrirtækið Icelandia, áður Kynnisferðir, rekur Reykjavík Excursions sem mun bjóða upp á rútuferðir með leiðsögumanni að gosinu frá og með morgundeginum. Fyrirtækið bauð upp á sams konar ferðir þegar gosið á síðasta ári stóð yfir. „Við sjáum það á bókunartölum að það er þó nokkur fjöldi sem er búinn að bóka sig á morgun, og við erum að fjölga í ferðunum og bæta úrvalið,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Icelandia. Björn Ragnarsson er framkvæmdastjóri Icelandia, sem rekur meðal annars Reykjavík Excursions.Vísir/Ívar Hann segir að stærstur hluti viðskiptavina séu erlendir ferðamenn. Ekki hafi enn borið mikið á bókunum fram í tímann, líkt og hjá Norðurflugi. „Þetta er auðvitað fyrst og fremst núna fólk sem er á landinu og fréttir af gosinu, stekkur af stað og vill komast að sjá þetta. Enda stórkostlegt,“ segir Björn og á þar við eldgosið sjálft, sem er mikið sjónarspil.
Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Sjá meira