Viðskipti

Heimsþing kvenleiðtoga hefst á morgun í Hörpu

Á morgun, þriðjudag, hefst heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders (WPL) í fjórða sinn en þar munu um 600 kvenleiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum, fjölmiðlum og vísindum taka þátt, þar af 200 í Hörpu en 400 með rafrænum hætti.

Atvinnulíf

Selur hlutabréf til að borga tvö þúsund milljarða í skatta

Elon Musk, auðugasti maður heims, spurði nýverið tugi milljóna fylgjendur sína á Twitter að því hvort hann ætti að selja tíu prósent hlutabréfa sinna í Tesla, bílafyrirtækinu sem hann stofnaði. Musk sagðist ætla að una ákvörðun Twitter, en 58 prósent þeirra sem tóku þátt sögðu honum að selja.

Viðskipti erlent

Ný ís­lensk streymis­veita hefur göngu sína

Ný íslensk streymisveita hefur hafið göngu sína sem sérhæfir sig í klassískum kvikmyndum með íslenskum texta. Streymisveitan ber nafnið Filmflex og leggja aðstandendur áherslu á að sinna klassískum kvikmyndaperlum sem nutu mikillar aðsóknar í kvikmyndahúsum landsmanna á sjöunda og áttunda áratugnum.

Viðskipti innlent

5,5 milljarða hagnaður Regins

Fasteignafélagið Reginn hagnaðist um rétt tæpa 5,5 milljarða króna, fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir, á fyrstu níu mánuðum ársins að því er fram kemur í tilkynningu sem fylgir ársfjórðungsuppgjöri félagsins. Þetta er 17% aukning frá sama tímabili í fyrra.

Viðskipti innlent

Play opnar úti­bú í Litháen

Lággjaldaflugfélagið Play mun opna útibú í Vilníus í Litháen í næsta mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu tengt ársfjórðungsuppgjöri, en þar var jafnframt sagt frá því að sætanýting félagsins hafi aukist um 30% milli mánaða og var 67,7% í október.

Viðskipti innlent