Í sameiginlegu erindi formanna félaganna segir að í núverandi verðbólguástandi hljóti stjórnvöld að skoða allar leiðir til að lækka verð á vörum fyrir almenning í landinu. Óskað er eftir því að fundurinn fari fram sem allra fyrst.
Vísað er til bókunar við kjarasamninga FA og VR/LÍV annars vegar og FA og RSÍ hins vegar, sem undirritaðir voru í síðasta mánuði. Þar sammælast samningsaðilar um að óska eftir því við stjórnvöld að farið verði í vinnu við að afnema og lækka tolla í þágu neytenda.
„Lækkun tolla er ein skilvirkasta leiðin til að bæta hag launþega. Að mati samningsaðila væri góð byrjun að afnema tolla sem vernda enga hefðbundna innlenda landbúnaðarframleiðslu,“ segir í bókuninni.