Viðskipti innlent

Helgi Andri segir upp og biður konunnar

Helgi Andri Jónsson, stofnandi og forstjóri SalesCloud, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Í yfirlýsingu segist hann ætla að setja fjölskylduna í fyrsta sætið en yfirlýsingin endar á: „Takk fyrir allt elskan mín. Og þig langar mig að spyrja – Viltu giftast mér?“

Viðskipti innlent

Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV

Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni.

Viðskipti innlent

Samkeppni um innritun farangurs í Keflavík

Nýtt íslenskt fyrirtæki að nafni BagBee tekur nú að sér innrita farangur fyrir fólk á Keflavíkurflugvelli. Þjónusta sem þessi hefur verið að ryðja sér til rúms í Evrópu en um er að ræða annað fyrirtækið hér á landi sem býður upp á hana.

Viðskipti innlent

Dreifingardeila heim í hérað vegna skorts á sérfræðingi

Hæstiréttur hefur ómerkt dóma í héraði og Landsrétti yfir Símanum fyrir brot gegn ákvæðum fjölmiðlalaga með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Hæstiréttur telur að meðferð málsins hafi farið úr skorðum í héraði með því að kalla ekki til sérfróðan matsmann um fjölmiðlaumhverfi.

Viðskipti innlent

Ný stjórn FKA Framtíðar kjörin

Ný stjórn FKA framtíðar, sem er deild innan Félags kvenna í atvinnulífinu, var kosin á aðalfundi deildarinnar á dögunum. Kosið er til tveggja ára í senn. Markmið deildarinnar er að vera stuðningsnet og stökkpallur fyrir ný tækifæri og framþróun fyrir konur.

Viðskipti innlent

Fimm konur í stjórn Svars

Sex manna stjórn tæknifyrirtækisins Svar er skipuð fimm konum. Eigandi fyrirtækisins segir enga sérstaka ákvörðun um að raða svona í stjórnina hafa verið tekna. Áhugi kvenna á tæknimálum sé alltaf að aukast.

Viðskipti innlent