Viðskipti innlent

Staðan getur breyst mjög hratt

Horfur í heimshagkerfinu hafa versnað á undanförnum misserum vegna vísbendinga um framleiðsluslaka og vegna spennu í milliríkjaviðskiptum. Áframhaldandi lágvaxtaumhverfi getur aukið svigrúm til frekari vaxtalækkana.

Viðskipti innlent

Framkvæmdir Bandaríkjahers skapa yfir 300 ársstörf 

Fyrirhugaðar framkvæmdir Bandaríkjahers og Atlantshafsbandalagsins, sem áætla að verja samtals um fjórtán milljörðum króna til uppbyggingar og viðhalds á varnarmannvirkjum hér á landi á næstu árum, munu skapa rúmlega þrjú hundruð ársstörf á svæðinu á meðan á framkvæmdum stendur og meira þegar horft er til afleiddra starfa.

Viðskipti innlent

Keypti upp lagerinn hjá VÍS

Fyrirtækið Barnabílstólar.is hefur keypt upp lager Tryggingafélagsins VÍS af barnabílstólum og er byrjað að leigja þá út, en VÍS hætti í apríl útleigu á bílstólum til viðskiptavina sinna.

Viðskipti innlent

Atvinnutekjur hækkuðu

Árið 2018 voru heildartekjur einstaklinga á Íslandi um 6,6 milljónir króna að meðaltali eða að jafnaði um 553 þúsund krónur á mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofu Íslands.

Viðskipti innlent