Tilkynntu ráðuneytinu um fjárfestingu félags Baldvins og Kötlu í Samherja í nóvember Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2020 12:12 Samherji er umsvifamikið sjávarútvegsfyrirtæki. Vísir/Sigurjón Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Sá erlendi aðili er Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, annars af forstjórum Samherja. Frá þessu er greint í Kjarnanum. Tilkynning Þorsteins Más Baldvinssonar, Helgu S. Guðmundsdóttur, Kristjáns Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttur um að þau væru að færa nær allt eignarhald á Samherja hf. til barna sinna vakti mikla athygli í maí en Samherji hf. er félag sem heldur utan um megnið af starfsemi Samherjasamstæðunnar á Íslandi og í Færeyjum. K&B ehf. var skráð í október á síðasta ári og er 49 prósent í eigu Baldvins, 48,9 prósent í eigu systur hans Kötlu Þorsteinsdóttur og 2,1 prósent í eigu Þorsteins Más. Baldvin og Katla fara sameiginlega með um 43 prósenta hlut í Samherja hf. eftir breytingarnar. Greint var frá þessu á vef Samherja þann 15. maí en í frétt Kjarnans er vakin athygli á því að tilkynning um fjárfestingu K&B hafi borist ráðuneytinu þann 4. nóvember síðastliðinn. Þar segir að ástæða þess að ráðuneytinu var tilkynnt um fjárfestinguna er sú að Baldvin sé með lögheimili í Hollandi, og þannig skilgreindur sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Allar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi þarf að tilkynna til atvinnuvegaráðuneytisins. Í lögunum kemur jafnframt fram að tilkynna beri ráðherra um fjárfestingu erlendra aðila jafn skjótt og samningar þar eða ákvarðanir þar að lútandi liggi fyrir. Í tilkynningunni frá Samherja í maí kom fram að undirbúningur að breytingum á eignarhaldi Samherja hf. hafi staðið yfir undanfarin tvö ár, og formlega kynnt stjórn á miðju síðasta ári. Sem fyrr segir var greint frá viðskiptunum opinberlega í maí. Upplýsingar um að umrædd tilkynning hafi verið send til ráðuneytisins komu fyrst fram í nýlegu svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eignarhald erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækjum. Fram hefur komið að tilfærslan frá Þorsteini Má, Kristjáni, Helgu og Kolbrúnar hafi verið blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Upplýsingar um á hvaða verði viðskiptin fóru fram hafa ekki fengist uppgefnar. Í fréttaskýringu Kjarnans er tilkynningin til ráðuneytisins sett í samhengi við það að um viku eftir að hún var send ráðuneytinu birti Kveikur rannsókn sína á umdeildum umsvifum Samherja í Namibíu, sem meðal annars varð til þess að Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Þá er einnig bent á að vikurnar áður en tilkynningin var send ráðuneytinu höfðu ráðamenn Samherja fengið upplýsingar um það að fréttamenn Kveiks hyggðust fjalla um umsvif Samherja í Namibíu. Fréttaskýringu Kjarnans má lesa hér. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Þann 4. nóvember á síðasta ári barst atvinnuvegaráðuneytinu tilkynning um að K&B ehf. hefði fjárfest í Samherja hf. Tilkynningin var send ráðuneytinu þar sem félagið er að 49 prósent hluta í eigu einstaklings sem skilgreindur er sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Sá erlendi aðili er Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, annars af forstjórum Samherja. Frá þessu er greint í Kjarnanum. Tilkynning Þorsteins Más Baldvinssonar, Helgu S. Guðmundsdóttur, Kristjáns Vilhelmssonar og Kolbrúnar Ingólfsdóttur um að þau væru að færa nær allt eignarhald á Samherja hf. til barna sinna vakti mikla athygli í maí en Samherji hf. er félag sem heldur utan um megnið af starfsemi Samherjasamstæðunnar á Íslandi og í Færeyjum. K&B ehf. var skráð í október á síðasta ári og er 49 prósent í eigu Baldvins, 48,9 prósent í eigu systur hans Kötlu Þorsteinsdóttur og 2,1 prósent í eigu Þorsteins Más. Baldvin og Katla fara sameiginlega með um 43 prósenta hlut í Samherja hf. eftir breytingarnar. Greint var frá þessu á vef Samherja þann 15. maí en í frétt Kjarnans er vakin athygli á því að tilkynning um fjárfestingu K&B hafi borist ráðuneytinu þann 4. nóvember síðastliðinn. Þar segir að ástæða þess að ráðuneytinu var tilkynnt um fjárfestinguna er sú að Baldvin sé með lögheimili í Hollandi, og þannig skilgreindur sem erlendur aðili samkvæmt lögum. Allar fjárfestingar erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi þarf að tilkynna til atvinnuvegaráðuneytisins. Í lögunum kemur jafnframt fram að tilkynna beri ráðherra um fjárfestingu erlendra aðila jafn skjótt og samningar þar eða ákvarðanir þar að lútandi liggi fyrir. Í tilkynningunni frá Samherja í maí kom fram að undirbúningur að breytingum á eignarhaldi Samherja hf. hafi staðið yfir undanfarin tvö ár, og formlega kynnt stjórn á miðju síðasta ári. Sem fyrr segir var greint frá viðskiptunum opinberlega í maí. Upplýsingar um að umrædd tilkynning hafi verið send til ráðuneytisins komu fyrst fram í nýlegu svari við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um eignarhald erlendra aðila í sjávarútvegsfyrirtækjum. Fram hefur komið að tilfærslan frá Þorsteini Má, Kristjáni, Helgu og Kolbrúnar hafi verið blanda af fyrirframgreiddum arfi og sölu hlutabréfa. Upplýsingar um á hvaða verði viðskiptin fóru fram hafa ekki fengist uppgefnar. Í fréttaskýringu Kjarnans er tilkynningin til ráðuneytisins sett í samhengi við það að um viku eftir að hún var send ráðuneytinu birti Kveikur rannsókn sína á umdeildum umsvifum Samherja í Namibíu, sem meðal annars varð til þess að Þorsteinn Már steig tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja. Þá er einnig bent á að vikurnar áður en tilkynningin var send ráðuneytinu höfðu ráðamenn Samherja fengið upplýsingar um það að fréttamenn Kveiks hyggðust fjalla um umsvif Samherja í Namibíu. Fréttaskýringu Kjarnans má lesa hér.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira