Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Sylvía Hall skrifar 20. júní 2020 11:48 Bókaútgefandi segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu. Já.is Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Sakar hann þá um að misnota markaðsráðandi stöðu sína ítrekað með skelfilegum afleiðingum fyrir samstarfsaðila, en Penninn rekur sextán bókabúðir. Ástæða greinarinnar er ákvörðun Pennans um að selja ekki bækur sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Því hafi Penninn endursent allar bækur Uglu án fyrirvara með þeim afleiðingum að tekjur útgáfunnar drógust saman um um 67 prósent í maímánuði. „Trúlega dragast tekjur Uglu enn meira saman í júnímánuði, því að Penninn situr enn við sinn keip og neitar að hafa til sölu nýútkomnar bækur Uglu sem jafnframt eru í hljóðbókastreymi,“ skrifar Jakob og bætir við að útgáfan gefi út marga höfunda sem hafa notið mikilla vinsælda hjá íslenskum bókaunnendum. „Bókum þessara höfunda og fleiri kastar Penninn fyrirvaralaust úr búðum sínum vegna þess að útgefandi þeirra leyfir sér að bjóða líka upp á bækurnar í hljóðbókastreymi!“ Bækur sem koma út á hljóðbókastreymi Storytel verða ekki seldar í verslunum Pennans.Unsplash Yfirþyrmandi markaðshlutdeild Jakob segir ráðandi stöðu Pennans valda því að 90 til 95 prósent af sölu Uglu fer fram í verslunum Pennans. Þessi ákvörðun Pennans hafi þær afleiðingar í för með sér að útlit sé fyrir að bókaútgáfan neyðist til að hætta starfsemi í haust. Hann segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu og þeir hafi jafnframt sýnt það að þeim sé ekki treystandi til þess að sinna því hlutverki. Þetta sé ekki eina dæmið um slíkt. „Það hefur útgefandi Uglu fengið að heyra undanfarna daga. Nefna má samskipti við Portfolio, útgáfufélag Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara, og Lesstofuna. Þá munu allmörg lítil fyrirtæki, sem framleiddu minjagripi fyrir ferðamenn, hafa harma að hefna eftir samskipti sín við Pennan. Hann beinir sjónum sínum næst að Samkeppniseftirlitinu og segir það hljóta að koma til greina að nýta valdheimildir þess til þess að brjóta upp „einokunarveldi Pennans á íslenskum bókamarkaði“ í ljósi þess að heilbrigð samkeppni þrífist aðeins ef leikreglurnar eru skýrar og eftirlitið skilvirkt. Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Sakar hann þá um að misnota markaðsráðandi stöðu sína ítrekað með skelfilegum afleiðingum fyrir samstarfsaðila, en Penninn rekur sextán bókabúðir. Ástæða greinarinnar er ákvörðun Pennans um að selja ekki bækur sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Því hafi Penninn endursent allar bækur Uglu án fyrirvara með þeim afleiðingum að tekjur útgáfunnar drógust saman um um 67 prósent í maímánuði. „Trúlega dragast tekjur Uglu enn meira saman í júnímánuði, því að Penninn situr enn við sinn keip og neitar að hafa til sölu nýútkomnar bækur Uglu sem jafnframt eru í hljóðbókastreymi,“ skrifar Jakob og bætir við að útgáfan gefi út marga höfunda sem hafa notið mikilla vinsælda hjá íslenskum bókaunnendum. „Bókum þessara höfunda og fleiri kastar Penninn fyrirvaralaust úr búðum sínum vegna þess að útgefandi þeirra leyfir sér að bjóða líka upp á bækurnar í hljóðbókastreymi!“ Bækur sem koma út á hljóðbókastreymi Storytel verða ekki seldar í verslunum Pennans.Unsplash Yfirþyrmandi markaðshlutdeild Jakob segir ráðandi stöðu Pennans valda því að 90 til 95 prósent af sölu Uglu fer fram í verslunum Pennans. Þessi ákvörðun Pennans hafi þær afleiðingar í för með sér að útlit sé fyrir að bókaútgáfan neyðist til að hætta starfsemi í haust. Hann segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu og þeir hafi jafnframt sýnt það að þeim sé ekki treystandi til þess að sinna því hlutverki. Þetta sé ekki eina dæmið um slíkt. „Það hefur útgefandi Uglu fengið að heyra undanfarna daga. Nefna má samskipti við Portfolio, útgáfufélag Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara, og Lesstofuna. Þá munu allmörg lítil fyrirtæki, sem framleiddu minjagripi fyrir ferðamenn, hafa harma að hefna eftir samskipti sín við Pennan. Hann beinir sjónum sínum næst að Samkeppniseftirlitinu og segir það hljóta að koma til greina að nýta valdheimildir þess til þess að brjóta upp „einokunarveldi Pennans á íslenskum bókamarkaði“ í ljósi þess að heilbrigð samkeppni þrífist aðeins ef leikreglurnar eru skýrar og eftirlitið skilvirkt.
Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira