Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Sylvía Hall skrifar 20. júní 2020 11:48 Bókaútgefandi segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu. Já.is Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Sakar hann þá um að misnota markaðsráðandi stöðu sína ítrekað með skelfilegum afleiðingum fyrir samstarfsaðila, en Penninn rekur sextán bókabúðir. Ástæða greinarinnar er ákvörðun Pennans um að selja ekki bækur sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Því hafi Penninn endursent allar bækur Uglu án fyrirvara með þeim afleiðingum að tekjur útgáfunnar drógust saman um um 67 prósent í maímánuði. „Trúlega dragast tekjur Uglu enn meira saman í júnímánuði, því að Penninn situr enn við sinn keip og neitar að hafa til sölu nýútkomnar bækur Uglu sem jafnframt eru í hljóðbókastreymi,“ skrifar Jakob og bætir við að útgáfan gefi út marga höfunda sem hafa notið mikilla vinsælda hjá íslenskum bókaunnendum. „Bókum þessara höfunda og fleiri kastar Penninn fyrirvaralaust úr búðum sínum vegna þess að útgefandi þeirra leyfir sér að bjóða líka upp á bækurnar í hljóðbókastreymi!“ Bækur sem koma út á hljóðbókastreymi Storytel verða ekki seldar í verslunum Pennans.Unsplash Yfirþyrmandi markaðshlutdeild Jakob segir ráðandi stöðu Pennans valda því að 90 til 95 prósent af sölu Uglu fer fram í verslunum Pennans. Þessi ákvörðun Pennans hafi þær afleiðingar í för með sér að útlit sé fyrir að bókaútgáfan neyðist til að hætta starfsemi í haust. Hann segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu og þeir hafi jafnframt sýnt það að þeim sé ekki treystandi til þess að sinna því hlutverki. Þetta sé ekki eina dæmið um slíkt. „Það hefur útgefandi Uglu fengið að heyra undanfarna daga. Nefna má samskipti við Portfolio, útgáfufélag Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara, og Lesstofuna. Þá munu allmörg lítil fyrirtæki, sem framleiddu minjagripi fyrir ferðamenn, hafa harma að hefna eftir samskipti sín við Pennan. Hann beinir sjónum sínum næst að Samkeppniseftirlitinu og segir það hljóta að koma til greina að nýta valdheimildir þess til þess að brjóta upp „einokunarveldi Pennans á íslenskum bókamarkaði“ í ljósi þess að heilbrigð samkeppni þrífist aðeins ef leikreglurnar eru skýrar og eftirlitið skilvirkt. Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Sakar hann þá um að misnota markaðsráðandi stöðu sína ítrekað með skelfilegum afleiðingum fyrir samstarfsaðila, en Penninn rekur sextán bókabúðir. Ástæða greinarinnar er ákvörðun Pennans um að selja ekki bækur sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Því hafi Penninn endursent allar bækur Uglu án fyrirvara með þeim afleiðingum að tekjur útgáfunnar drógust saman um um 67 prósent í maímánuði. „Trúlega dragast tekjur Uglu enn meira saman í júnímánuði, því að Penninn situr enn við sinn keip og neitar að hafa til sölu nýútkomnar bækur Uglu sem jafnframt eru í hljóðbókastreymi,“ skrifar Jakob og bætir við að útgáfan gefi út marga höfunda sem hafa notið mikilla vinsælda hjá íslenskum bókaunnendum. „Bókum þessara höfunda og fleiri kastar Penninn fyrirvaralaust úr búðum sínum vegna þess að útgefandi þeirra leyfir sér að bjóða líka upp á bækurnar í hljóðbókastreymi!“ Bækur sem koma út á hljóðbókastreymi Storytel verða ekki seldar í verslunum Pennans.Unsplash Yfirþyrmandi markaðshlutdeild Jakob segir ráðandi stöðu Pennans valda því að 90 til 95 prósent af sölu Uglu fer fram í verslunum Pennans. Þessi ákvörðun Pennans hafi þær afleiðingar í för með sér að útlit sé fyrir að bókaútgáfan neyðist til að hætta starfsemi í haust. Hann segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu og þeir hafi jafnframt sýnt það að þeim sé ekki treystandi til þess að sinna því hlutverki. Þetta sé ekki eina dæmið um slíkt. „Það hefur útgefandi Uglu fengið að heyra undanfarna daga. Nefna má samskipti við Portfolio, útgáfufélag Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara, og Lesstofuna. Þá munu allmörg lítil fyrirtæki, sem framleiddu minjagripi fyrir ferðamenn, hafa harma að hefna eftir samskipti sín við Pennan. Hann beinir sjónum sínum næst að Samkeppniseftirlitinu og segir það hljóta að koma til greina að nýta valdheimildir þess til þess að brjóta upp „einokunarveldi Pennans á íslenskum bókamarkaði“ í ljósi þess að heilbrigð samkeppni þrífist aðeins ef leikreglurnar eru skýrar og eftirlitið skilvirkt.
Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira