Viðskipti innlent Samfélagið hefur ekki efni á að 2020 endurtaki sig Íslenskt atvinnulíf kallar eftir trúverðugri langtímastefnu frá stjórnvöldum þegar tíðni alvarlegra veikinda á meðal bólusettra skýrist um miðjan næsta mánuð. Hvorki atvinnulífið né almenningur hafi efni á að hverfa aftur til ástands á borð við það sem ríkti hér á síðasta ári. Viðskipti innlent 30.7.2021 20:33 Amazon fær risasekt frá Lúxemborg Bandaríski netverslunarrisin Amazon þarf að greiða alls 886 milljónir dollara í sekt, um 107 milljarða króna, vegna brota á evrópsku persónuverndarlöggjöfinni. Amazon neitar alfarið sök. Viðskipti innlent 30.7.2021 16:21 Play tekur á móti nýrri farþegaþotu í næstu viku Flugfélagið Play mun taka á móti þriðju Airbus A321neo farþegaþotu sinni í næstu viku. Þessa daganna er unnið að því að klára undirbúning áður en flugvélin kemur til Íslands og reikna stjórnendur með að taka hana til notkunar snemma í ágúst. Viðskipti innlent 30.7.2021 15:00 Tvöfalt fleiri hótelgistinætur en í fyrra Greiddum gistinóttum á öllum tegundum gististaða fjölgaði um 64 prósent í júní síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af fjölgaði gistinóttum á hótelum um 108 prósent milli ára, um 62 prósent á gistiheimilum og um 37 prósent á öðrum tegundum skráðra gististaða á borð við tjaldsvæði og orlofshús. Viðskipti innlent 30.7.2021 10:12 Örfáum án Covid-prófs vísað frá hjá Play í dag Örfáum hefur verið vísað frá flugi á vegum flugfélagsins Play í dag, þar sem þeir gátu hvorki sýnt fram á PCR-próf né antigen hraðpróf við Covid við innritun. Viðskipti innlent 29.7.2021 22:02 580 milljóna króna viðsnúningur hjá Valitor Hagnaður greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor nam 19,9 milljónum króna á fyrri helmingi ársins 2021. Um er að ræða tæplega 580 milljóna króna viðsnúning milli ára en félagið skilaði 560 milljóna króna tapi á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 29.7.2021 13:56 Íslandsbanki hagnast um 5,4 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi Birna Einarsdóttir, bankastjóri lýsir yfir mikilli ánægju með rekstrarniðurstöðuna sem samsvarar 11,6% arðsemi á ársgrundvelli. Viðskipti innlent 28.7.2021 16:17 Arion hagnaðist um tæpa átta milljarða Hagnaður Arion banka nam 7,8 miljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Afkoman er betri á öllum sviðum bankans sé miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. Viðskipti innlent 28.7.2021 15:43 Björn Ingi hlýtur ekki náð fyrir augum Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar gegn þrótabúi Pressunnar ehf. Björn Ingi hafði óskað eftir málskotsleyfi eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða 80 milljóna skuld til þrotabúsins. Viðskipti innlent 28.7.2021 13:43 „Við erum ekki landamæraeftirlit“ Þeir sem ekki geta framvísað neikvæðu kórónuveiruprófi við byrðingu í flug með flugfélaginu Play, verður ekki hleypt um borð á leið til Íslands. Forstjóri félagsins segir ákvörðunina innan lagalegs ramma enda sinni flugfélagið ekki landamæraeftirliti. Viðskipti innlent 28.7.2021 12:41 Kostnaður við snjallmælavæðingu Veitna áætlaður 5,7 milljarða króna Áætlaður kostnaður Veitna við snjallvæðingu mæla er 5,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnafulltrúa Miðflokksins í borgarráði. Viðskipti innlent 28.7.2021 08:05 Afturkalla kyrrsetningarbeiðnir vegna uppbyggingar á Kirkjusandi Íslenskir aðalverktakar hf. (ÍAV) og 105 Miðborg slhf. hafa náð samkomulagi um að afturkalla kyrrsetningarbeiðnir gagnvart hvort öðru og að uppgjöri vegna ágreiningsmála þeirra verði lokið með hefðbundnum hætti fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 25.7.2021 23:16 Hyggst sniðganga Play eftir erfiða reynslu sona sinna Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ragnar Bragason ber flugfélaginu Play ekki vel söguna og hyggst sniðganga félagið eftir að ungum sonum hans var meinað að fara um borð í vél þess til Kaupmannahafnar í dag. Að sögn Play var um mannleg mistök að ræða. Viðskipti innlent 25.7.2021 22:40 „Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. Viðskipti innlent 24.7.2021 13:30 Samþykktu hlutafjáraukningu og fulltrúi Bain komin í stjórn Hluthafafundur Icelandair Group samþykkti í dag hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestingasjóðsins Bain Capital í félaginu. Fulltrúi sjóðsins kemur inn í stjórn og Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður, stígur til hliðar. Viðskipti innlent 23.7.2021 17:13 Seðlabankinn í snúinni stöðu Seðlabankinn er í snúinni stöðu að mati hagfræðings í greiningardeild Íslandsbanka. Verðbólgan er ekki að hjaðna eins hratt og vonast var til en á sama eru hærri vextir, sem væru líklegastir til að vinna almennilega á henni, ekki endilega ákjósanlegir í bágu efnahagsástandinu sem nú ríkir. Viðskipti innlent 23.7.2021 12:14 Neysla Íslendinga meiri en fyrir Covid-19 faraldurinn Samanlögð kortavelta Íslendinga innanlands og erlendis var 8% meiri í júní í ár en í fyrra, miðað við fast verðlag og gengi. Þá var hún 9% meiri en í júní árið 2019. Neysla mælist því meiri en hún var fyrir faraldurinn en fer í auknum mæli fram innanlands vegna færri ferðalaga til útlanda. Viðskipti innlent 23.7.2021 10:28 Verðbólga mælist 4,3 prósent Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Ársverðbólga mælist því 4,3% í júlí og stendur í stað milli mánaða. Verðbólga mældist 4,4% í maí og 4,6% í apríl en þá hafði hún ekki verið hærri í átta ár. Viðskipti innlent 23.7.2021 09:48 Smeykir við það sem leynist í minnisblaði Þórólfs Eigendur skemmtistaða og kráa í miðbæ Reykjavíkur eru smeykir við það hvaða tillögur sóttvarnalæknir hyggst leggja til að taki gildi svo stemma megi stigu við þá nýju bylgju sem nú er farin af stað í kórónuveirufaraldrinum. Viðskipti innlent 22.7.2021 20:00 Icelandair tapaði 6,9 milljörðum en lausafjárstaða styrkist verulega Icelandair tapaði 6,9 milljörðum á öðrum ársfjórðungi ársins samanborið við 11,4 milljarða tap á sama tíma í fyrra. Forstjóri félagsins segir viðspyrnu félagsins hafna en lausafjárstaða Icelandair styrktist verulega vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins. Viðskipti innlent 22.7.2021 19:07 Hraðhleðslustöðvar settar upp við verslanir Samkaupa Samkaup hefur opnað fyrstu rafhleðslustöðina við verslun Nettó í Borgarnesi. Fyrirtækið gerði fyrr á árinu samning við Írosku og mun bjóða upp á rafhleðslustöðvar við verslanir sínar um land allt. Viðskipti innlent 22.7.2021 13:34 Landsbankinn hagnast um 14,1 milljarð króna Landsbankinn hagnaðist um 6,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2021 og var afkoma bankans jákvæð um 14,1 milljarð króna á fyrri helmingi ársins. Til samanburðar var 3,3 milljarða króna tap á sama tímabili árið 2020. Viðskipti innlent 22.7.2021 13:23 Metpantanir hjá Marel á öðrum ársfjórðungi Annan ársfjórðung í röð var slegið met í pöntunum hjá Marel en pantanirnar á fjórðunginum voru upp á 370 milljónir evra. „Annar ársfjórðungur var góður fyrir Marel. Okkar metnaðarfulla teymi tókst á við áskoranir með bjartsýni og þrautseigju í nánu samstarfi við birgja og viðskiptavini.“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjör. Viðskipti innlent 22.7.2021 13:10 Góður ársfjórðungur hjá Össuri Hagnaður Össurar á öðrum ársfjórðungi nam 2,4 milljörðum króna eða 10 prósent af veltu. Á sama ársfjórðungi í fyrra var 2,3 milljarða króna tap á rekstri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 22.7.2021 07:46 Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. Viðskipti innlent 21.7.2021 15:44 Neytendastofa sektar þrjú apótek Neytendastofa hefur sektað þrjú apótek vegna vankanta á verðmerkingum. Stofnunin skoðaði ástand þeirra í apótekum í Reykjanesbæ í mars og tók skoðunin til fimm apóteka á svæðinu. Var sérstaklega kannað hvort vörur væru verðmerktar, hvort verðmerking þeirra væri rétt og hvort verðmerkingar fyrir aftan afgreiðsluborð væru nægilega sýnilegar neytendum. Viðskipti innlent 21.7.2021 15:00 Enn hækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 1,4 prósent milli maí og júní. Árshækkun mælist nú 16 prósent og hefur ekki verið hærri síðan í október 2017. Viðskipti innlent 21.7.2021 11:47 Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. Viðskipti innlent 20.7.2021 23:03 Krónan vill rúman milljarð króna í bætur frá ríkinu Krónan fer fram á ríflega milljarð króna í bætur frá íslenska ríkinu út af meintum hagnaðarmissi á árunum 2015 til 2018 af völdum innflutningshamla sem brutu gegn EES-samningnum. Málið á sér langan aðdraganda og varðar innflutning á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvörum. Viðskipti innlent 20.7.2021 16:37 Matthías frá Eimskip til Borgarplasts Matthías Matthíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Borgarplasts og tekur við af Guðbrandi Sigurðssyni. Á árunum 2009 til 2020 starfaði Matthías sem framkvæmdastjóri flutningasviðs hjá Eimskip. Viðskipti innlent 20.7.2021 13:38 « ‹ 157 158 159 160 161 162 163 164 165 … 334 ›
Samfélagið hefur ekki efni á að 2020 endurtaki sig Íslenskt atvinnulíf kallar eftir trúverðugri langtímastefnu frá stjórnvöldum þegar tíðni alvarlegra veikinda á meðal bólusettra skýrist um miðjan næsta mánuð. Hvorki atvinnulífið né almenningur hafi efni á að hverfa aftur til ástands á borð við það sem ríkti hér á síðasta ári. Viðskipti innlent 30.7.2021 20:33
Amazon fær risasekt frá Lúxemborg Bandaríski netverslunarrisin Amazon þarf að greiða alls 886 milljónir dollara í sekt, um 107 milljarða króna, vegna brota á evrópsku persónuverndarlöggjöfinni. Amazon neitar alfarið sök. Viðskipti innlent 30.7.2021 16:21
Play tekur á móti nýrri farþegaþotu í næstu viku Flugfélagið Play mun taka á móti þriðju Airbus A321neo farþegaþotu sinni í næstu viku. Þessa daganna er unnið að því að klára undirbúning áður en flugvélin kemur til Íslands og reikna stjórnendur með að taka hana til notkunar snemma í ágúst. Viðskipti innlent 30.7.2021 15:00
Tvöfalt fleiri hótelgistinætur en í fyrra Greiddum gistinóttum á öllum tegundum gististaða fjölgaði um 64 prósent í júní síðastliðnum samanborið við sama mánuð í fyrra. Þar af fjölgaði gistinóttum á hótelum um 108 prósent milli ára, um 62 prósent á gistiheimilum og um 37 prósent á öðrum tegundum skráðra gististaða á borð við tjaldsvæði og orlofshús. Viðskipti innlent 30.7.2021 10:12
Örfáum án Covid-prófs vísað frá hjá Play í dag Örfáum hefur verið vísað frá flugi á vegum flugfélagsins Play í dag, þar sem þeir gátu hvorki sýnt fram á PCR-próf né antigen hraðpróf við Covid við innritun. Viðskipti innlent 29.7.2021 22:02
580 milljóna króna viðsnúningur hjá Valitor Hagnaður greiðslumiðlunarfyrirtækisins Valitor nam 19,9 milljónum króna á fyrri helmingi ársins 2021. Um er að ræða tæplega 580 milljóna króna viðsnúning milli ára en félagið skilaði 560 milljóna króna tapi á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 29.7.2021 13:56
Íslandsbanki hagnast um 5,4 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi Birna Einarsdóttir, bankastjóri lýsir yfir mikilli ánægju með rekstrarniðurstöðuna sem samsvarar 11,6% arðsemi á ársgrundvelli. Viðskipti innlent 28.7.2021 16:17
Arion hagnaðist um tæpa átta milljarða Hagnaður Arion banka nam 7,8 miljörðum króna á öðrum ársfjórðungi. Afkoman er betri á öllum sviðum bankans sé miðað við sama ársfjórðung á síðasta ári. Viðskipti innlent 28.7.2021 15:43
Björn Ingi hlýtur ekki náð fyrir augum Hæstaréttar Hæstiréttur hefur hafnað því að taka fyrir mál fjölmiðlamannsins Björns Inga Hrafnssonar gegn þrótabúi Pressunnar ehf. Björn Ingi hafði óskað eftir málskotsleyfi eftir að Landsréttur dæmdi hann til að greiða 80 milljóna skuld til þrotabúsins. Viðskipti innlent 28.7.2021 13:43
„Við erum ekki landamæraeftirlit“ Þeir sem ekki geta framvísað neikvæðu kórónuveiruprófi við byrðingu í flug með flugfélaginu Play, verður ekki hleypt um borð á leið til Íslands. Forstjóri félagsins segir ákvörðunina innan lagalegs ramma enda sinni flugfélagið ekki landamæraeftirliti. Viðskipti innlent 28.7.2021 12:41
Kostnaður við snjallmælavæðingu Veitna áætlaður 5,7 milljarða króna Áætlaður kostnaður Veitna við snjallvæðingu mæla er 5,7 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari Veitna við fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, áheyrnafulltrúa Miðflokksins í borgarráði. Viðskipti innlent 28.7.2021 08:05
Afturkalla kyrrsetningarbeiðnir vegna uppbyggingar á Kirkjusandi Íslenskir aðalverktakar hf. (ÍAV) og 105 Miðborg slhf. hafa náð samkomulagi um að afturkalla kyrrsetningarbeiðnir gagnvart hvort öðru og að uppgjöri vegna ágreiningsmála þeirra verði lokið með hefðbundnum hætti fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 25.7.2021 23:16
Hyggst sniðganga Play eftir erfiða reynslu sona sinna Leikstjórinn og handritshöfundurinn Ragnar Bragason ber flugfélaginu Play ekki vel söguna og hyggst sniðganga félagið eftir að ungum sonum hans var meinað að fara um borð í vél þess til Kaupmannahafnar í dag. Að sögn Play var um mannleg mistök að ræða. Viðskipti innlent 25.7.2021 22:40
„Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. Viðskipti innlent 24.7.2021 13:30
Samþykktu hlutafjáraukningu og fulltrúi Bain komin í stjórn Hluthafafundur Icelandair Group samþykkti í dag hlutafjáraukningu í tengslum við kaup bandaríska fjárfestingasjóðsins Bain Capital í félaginu. Fulltrúi sjóðsins kemur inn í stjórn og Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður, stígur til hliðar. Viðskipti innlent 23.7.2021 17:13
Seðlabankinn í snúinni stöðu Seðlabankinn er í snúinni stöðu að mati hagfræðings í greiningardeild Íslandsbanka. Verðbólgan er ekki að hjaðna eins hratt og vonast var til en á sama eru hærri vextir, sem væru líklegastir til að vinna almennilega á henni, ekki endilega ákjósanlegir í bágu efnahagsástandinu sem nú ríkir. Viðskipti innlent 23.7.2021 12:14
Neysla Íslendinga meiri en fyrir Covid-19 faraldurinn Samanlögð kortavelta Íslendinga innanlands og erlendis var 8% meiri í júní í ár en í fyrra, miðað við fast verðlag og gengi. Þá var hún 9% meiri en í júní árið 2019. Neysla mælist því meiri en hún var fyrir faraldurinn en fer í auknum mæli fram innanlands vegna færri ferðalaga til útlanda. Viðskipti innlent 23.7.2021 10:28
Verðbólga mælist 4,3 prósent Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,3% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 3,4%. Ársverðbólga mælist því 4,3% í júlí og stendur í stað milli mánaða. Verðbólga mældist 4,4% í maí og 4,6% í apríl en þá hafði hún ekki verið hærri í átta ár. Viðskipti innlent 23.7.2021 09:48
Smeykir við það sem leynist í minnisblaði Þórólfs Eigendur skemmtistaða og kráa í miðbæ Reykjavíkur eru smeykir við það hvaða tillögur sóttvarnalæknir hyggst leggja til að taki gildi svo stemma megi stigu við þá nýju bylgju sem nú er farin af stað í kórónuveirufaraldrinum. Viðskipti innlent 22.7.2021 20:00
Icelandair tapaði 6,9 milljörðum en lausafjárstaða styrkist verulega Icelandair tapaði 6,9 milljörðum á öðrum ársfjórðungi ársins samanborið við 11,4 milljarða tap á sama tíma í fyrra. Forstjóri félagsins segir viðspyrnu félagsins hafna en lausafjárstaða Icelandair styrktist verulega vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins. Viðskipti innlent 22.7.2021 19:07
Hraðhleðslustöðvar settar upp við verslanir Samkaupa Samkaup hefur opnað fyrstu rafhleðslustöðina við verslun Nettó í Borgarnesi. Fyrirtækið gerði fyrr á árinu samning við Írosku og mun bjóða upp á rafhleðslustöðvar við verslanir sínar um land allt. Viðskipti innlent 22.7.2021 13:34
Landsbankinn hagnast um 14,1 milljarð króna Landsbankinn hagnaðist um 6,5 milljarða króna á öðrum ársfjórðungi 2021 og var afkoma bankans jákvæð um 14,1 milljarð króna á fyrri helmingi ársins. Til samanburðar var 3,3 milljarða króna tap á sama tímabili árið 2020. Viðskipti innlent 22.7.2021 13:23
Metpantanir hjá Marel á öðrum ársfjórðungi Annan ársfjórðung í röð var slegið met í pöntunum hjá Marel en pantanirnar á fjórðunginum voru upp á 370 milljónir evra. „Annar ársfjórðungur var góður fyrir Marel. Okkar metnaðarfulla teymi tókst á við áskoranir með bjartsýni og þrautseigju í nánu samstarfi við birgja og viðskiptavini.“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjör. Viðskipti innlent 22.7.2021 13:10
Góður ársfjórðungur hjá Össuri Hagnaður Össurar á öðrum ársfjórðungi nam 2,4 milljörðum króna eða 10 prósent af veltu. Á sama ársfjórðungi í fyrra var 2,3 milljarða króna tap á rekstri fyrirtækisins. Viðskipti innlent 22.7.2021 07:46
Arnar kærir forstjóra ÁTVR til lögreglu Arnar Sigurðsson, eigandi áfengisverslunarinnar Santewines, hefur lagt fram kæru á hendur Ívari J. Arndal, forstjóra ÁTVR, fyrir rangar sakargiftir. ÁTVR hefur kært Arnar og fyrirtæki hans Sante ehf. og Santewines SAS til lögreglu og skattayfirvalda fyrir stórfelld skattaundanskot. Arnar hefur alfarið hafnað ásökununum. Viðskipti innlent 21.7.2021 15:44
Neytendastofa sektar þrjú apótek Neytendastofa hefur sektað þrjú apótek vegna vankanta á verðmerkingum. Stofnunin skoðaði ástand þeirra í apótekum í Reykjanesbæ í mars og tók skoðunin til fimm apóteka á svæðinu. Var sérstaklega kannað hvort vörur væru verðmerktar, hvort verðmerking þeirra væri rétt og hvort verðmerkingar fyrir aftan afgreiðsluborð væru nægilega sýnilegar neytendum. Viðskipti innlent 21.7.2021 15:00
Enn hækkar íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu Samkvæmt nýbirtum tölum Þjóðskrár Íslands hækkaði íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu að meðaltali um 1,4 prósent milli maí og júní. Árshækkun mælist nú 16 prósent og hefur ekki verið hærri síðan í október 2017. Viðskipti innlent 21.7.2021 11:47
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. Viðskipti innlent 20.7.2021 23:03
Krónan vill rúman milljarð króna í bætur frá ríkinu Krónan fer fram á ríflega milljarð króna í bætur frá íslenska ríkinu út af meintum hagnaðarmissi á árunum 2015 til 2018 af völdum innflutningshamla sem brutu gegn EES-samningnum. Málið á sér langan aðdraganda og varðar innflutning á fersku kjöti, eggjum og mjólkurvörum. Viðskipti innlent 20.7.2021 16:37
Matthías frá Eimskip til Borgarplasts Matthías Matthíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Borgarplasts og tekur við af Guðbrandi Sigurðssyni. Á árunum 2009 til 2020 starfaði Matthías sem framkvæmdastjóri flutningasviðs hjá Eimskip. Viðskipti innlent 20.7.2021 13:38