Segja ráðherra bera ábyrgð á ÍL-sjóði Samúel Karl Ólason skrifar 23. nóvember 2022 16:50 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Í lögfræðiáliti LOGOS sem gert var fyrir lífeyrissjóðina segir að ríkið beri ábyrgð á skuldum ÍL-sjóðs. Vísir/Arnar Forsvarsmenn lífeyrissjóða landsins segja lagalega stöðu sjóðanna afar sterka vegna fyrirhugaðra slita ÍL-sjóðs. Ábyrgð ríkisins á skuldum ÍL-sjóðs sé skýr. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem send var út eftir að lögfræðiálit frá LOGOS var kynnt forsvarsmönnum sjóðanna í dag. Fram kemur í yfirlýsingunni að samkvæmt áliti lögfræðistofunnar LOGOS sé fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Það sé vegna þess að slíkt inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Í álitinu segir einnig að fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs eftir breytingar voru gerðar á Íbúðalánasjóði við lagabreytingu árið 2019. Sjá einnig: Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs „Í áliti LOGOS er vitnað til þess að ÍL-sjóður hafi orðið til þegar Íbúðalánasjóði var skipt upp með lögum árið 2019 en með þeim var fjármálaráðherra falin yfirumsjón með sjóðnum. Við breytinguna hafi ÍL-sjóður orðið hluti verkefna fjármála- og efnahagsráðuneytis sem fari með daglega stjórn sjóðsins. Þannig sé ÍL-sjóður ekki undirstofnun ráðherra, enda hafi fjármálaráðherra stjórnsýslu- og rekstrarlegt forræði yfir sjóðnum. ÍL-sjóður teljist því ekki sérstök undirstofnun, heldur hluti ráðuneytisins,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þetta þykir til marks um að íslenska ríkið sé skuldari frekar en ábyrgðarmaður. Fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á sjóðnum og skuldbindingum hans. Í álitinu kemur einnig fram að ákveði ráðherra að slíta ÍL-sjóðnum svo kröfur á hendur þrotabúin falli í gjalddaga sé ljóst eð ríkið muni bera ábyrgð á núverandi og framtíðarskuldbindingum samkvæmt skilmálum skuldabréfanna ásamt dráttarvöxtum. „Lögfræðiálit LOGOS er umfangsmikið og undirstrikar afar sterka stöðu íslenskra lífeyrissjóða vegna yfirlýstra markmiða fjármálaráðherra um breytingar á ÍL-sjóði sem að óbreyttu myndi líklega kalla á tugmilljarða króna tjón fyrir almenning í formi skertra lífeyrisréttinda,“ segir að lokum í áðurnefndri yfirlýsingu frá lífeyrissjóðunum. Tengd skjöl Álitsgerð_LOGOS_um_ÍL-sjóðPDF576KBSækja skjal Kynning_á_niðurstöðum_LOGOSPDF748KBSækja skjal Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ÍL-sjóður Efnahagsmál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Fram kemur í yfirlýsingunni að samkvæmt áliti lögfræðistofunnar LOGOS sé fyrirhuguð lagasetning fjármálaráðherra um gjaldþrot eða sambærileg skuldaskil ÍL-sjóðs í bága við stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Það sé vegna þess að slíkt inngrip fæli í sér eignarnám eða annars konar skerðingu eignarréttinda og myndi gera íslenska ríkið bótaskylt gagnvart skuldabréfaeigendum. Í álitinu segir einnig að fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á skuldbindingum ÍL-sjóðs eftir breytingar voru gerðar á Íbúðalánasjóði við lagabreytingu árið 2019. Sjá einnig: Ráðherra „mótmælir harðlega“ að slit á ÍL-sjóði líkist greiðslufalli ríkissjóðs „Í áliti LOGOS er vitnað til þess að ÍL-sjóður hafi orðið til þegar Íbúðalánasjóði var skipt upp með lögum árið 2019 en með þeim var fjármálaráðherra falin yfirumsjón með sjóðnum. Við breytinguna hafi ÍL-sjóður orðið hluti verkefna fjármála- og efnahagsráðuneytis sem fari með daglega stjórn sjóðsins. Þannig sé ÍL-sjóður ekki undirstofnun ráðherra, enda hafi fjármálaráðherra stjórnsýslu- og rekstrarlegt forræði yfir sjóðnum. ÍL-sjóður teljist því ekki sérstök undirstofnun, heldur hluti ráðuneytisins,“ segir í áðurnefndri yfirlýsingu. Þetta þykir til marks um að íslenska ríkið sé skuldari frekar en ábyrgðarmaður. Fjármálaráðherra beri beina ábyrgð á sjóðnum og skuldbindingum hans. Í álitinu kemur einnig fram að ákveði ráðherra að slíta ÍL-sjóðnum svo kröfur á hendur þrotabúin falli í gjalddaga sé ljóst eð ríkið muni bera ábyrgð á núverandi og framtíðarskuldbindingum samkvæmt skilmálum skuldabréfanna ásamt dráttarvöxtum. „Lögfræðiálit LOGOS er umfangsmikið og undirstrikar afar sterka stöðu íslenskra lífeyrissjóða vegna yfirlýstra markmiða fjármálaráðherra um breytingar á ÍL-sjóði sem að óbreyttu myndi líklega kalla á tugmilljarða króna tjón fyrir almenning í formi skertra lífeyrisréttinda,“ segir að lokum í áðurnefndri yfirlýsingu frá lífeyrissjóðunum. Tengd skjöl Álitsgerð_LOGOS_um_ÍL-sjóðPDF576KBSækja skjal Kynning_á_niðurstöðum_LOGOSPDF748KBSækja skjal
Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ÍL-sjóður Efnahagsmál Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira