Skýrslan stendur óhögguð þrátt fyrir gagnrýni Bankasýslunnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2022 12:00 Bankasýslan hefur gagnrýnt skýrslu ríkisendurskoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun segir að skýrsla hennar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka standi óhögguð þrátt fyrir gagnrýni Bankasýslu ríkisins og annarra. Tekið hafi verið tillit til atriða sem Bankasýslan gerði athugasemdir við í umsagnarferli skýrslunnar. Bankasýslan birti tugi blaðsíðna af athugasemdum við skýrslu ríkisendurskoðunar í síðustu viku. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, sakaði ríkisendurskoðun meðal annars um að skorta þekkingu og mannskap til þess að taka slíka skýrslu saman en Lárus Blöndal, formaður stjórnar bankasýslunnar, sagði stofnunina gera úlfalda úr mýflugu með gagnrýni sinni á söluferlið. Í yfirlýsingu sem ríkisendurskoðun sendi frá sér í dag segir að við vinnslu og umsagnarferli skýrslunnar hafi upplýsingar og athugasemdir sem komu fram af hálfu Bankasýslu ríkisins verið hafðar til hliðsjónar og tillit tekið til atriða sem embættinu þótti eiga rétt á sér og vörðuðu efni skýrslunnar og afmörkun hennar. „Skýrslan stendur því óhögguð þrátt fyrir þá greinargerð sem Bankasýslan birti 16. nóvember sl. og þær athugasemdir sem stofnunin hefur kosið að gera að umfjöllunarefni eftir birtingu hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Vísar ríkisendurskoðun einnig til þess að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi sagt að engin ástæða væri til að draga í efa hæfni eða færni stofnunarinnar til þess að fjalla um málið þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Enginn misskilningur um þátt Excel-skjals Þá segist ríkisendurskoðun hafna aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla um að annarleg sjónarmið hafi ráðið för við úttektarvinnu embættisins. Meðal annars hafi verið fullyrt að umfjöllun hennar um tilboðabók söluferlisins hafi byggst á misskilningi en það væri rangt. Í skýrslu ríkisendurskoðunar komi fram að svör Bankasýslu ríkisins til bæði embættisins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands í maí hafi byggt á Excel-skjali sem innihélt marga annmarka en ekki uppfærðri og villulausri útgáfu þess. „Bankasýslan áttaði sig ekki á þeirri staðreynd fyrr en í umsagnarferli úttektarinnar í október sl. Gögn málsins sýna svo ekki verður um villst að Bankasýslan var, líkt og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, ekki að fullu meðvituð um rauneftirspurn fjárfesta þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð var tekin að kvöldi 22. mars sl. Ekki er um neinn misskilning af hálfu Ríkisendurskoðunar að ræða,“ segir í yfirlýsingunni. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. 16. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Bankasýslan birti tugi blaðsíðna af athugasemdum við skýrslu ríkisendurskoðunar í síðustu viku. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, sakaði ríkisendurskoðun meðal annars um að skorta þekkingu og mannskap til þess að taka slíka skýrslu saman en Lárus Blöndal, formaður stjórnar bankasýslunnar, sagði stofnunina gera úlfalda úr mýflugu með gagnrýni sinni á söluferlið. Í yfirlýsingu sem ríkisendurskoðun sendi frá sér í dag segir að við vinnslu og umsagnarferli skýrslunnar hafi upplýsingar og athugasemdir sem komu fram af hálfu Bankasýslu ríkisins verið hafðar til hliðsjónar og tillit tekið til atriða sem embættinu þótti eiga rétt á sér og vörðuðu efni skýrslunnar og afmörkun hennar. „Skýrslan stendur því óhögguð þrátt fyrir þá greinargerð sem Bankasýslan birti 16. nóvember sl. og þær athugasemdir sem stofnunin hefur kosið að gera að umfjöllunarefni eftir birtingu hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Vísar ríkisendurskoðun einnig til þess að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi sagt að engin ástæða væri til að draga í efa hæfni eða færni stofnunarinnar til þess að fjalla um málið þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Enginn misskilningur um þátt Excel-skjals Þá segist ríkisendurskoðun hafna aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla um að annarleg sjónarmið hafi ráðið för við úttektarvinnu embættisins. Meðal annars hafi verið fullyrt að umfjöllun hennar um tilboðabók söluferlisins hafi byggst á misskilningi en það væri rangt. Í skýrslu ríkisendurskoðunar komi fram að svör Bankasýslu ríkisins til bæði embættisins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands í maí hafi byggt á Excel-skjali sem innihélt marga annmarka en ekki uppfærðri og villulausri útgáfu þess. „Bankasýslan áttaði sig ekki á þeirri staðreynd fyrr en í umsagnarferli úttektarinnar í október sl. Gögn málsins sýna svo ekki verður um villst að Bankasýslan var, líkt og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, ekki að fullu meðvituð um rauneftirspurn fjárfesta þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð var tekin að kvöldi 22. mars sl. Ekki er um neinn misskilning af hálfu Ríkisendurskoðunar að ræða,“ segir í yfirlýsingunni.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. 16. nóvember 2022 15:30 Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. 16. nóvember 2022 15:30