Frá þessu segir í tilkynningu frá Isavia. Opnað var fyrir útboð fyrir gleraugnaverslun fyrr á þessu ári og sendu tvö fyrirtæki inn gögn til þátttöku.
Fram kemur að við mat á tilboðunum hafi verið horft til tveggja meginþátta, tæknilegs og fjárhagslegs. Sérfræðiteymi væru á bak við hvorn matsflokk en litið var til vöruúrvals, gæði, þjónustu og verðs, hönnunar, sjálfbærni og markaðssetningar.
Eyesland var stofnað árið 2010.
„Isavia ber að bjóða út verslunar- og veitingarými á Keflavíkurflugvelli sem ná yfir lágmarks virði á samningstímanum. Útboðunum er ætlað að tryggja samkeppni til hagsbóta fyrir neytendur og rekstraraðila. Útboðin eru auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu. Isavia fylgir lögum og reglum um opinber innkaup. Útboð Isavia byggjast á grundvelli reglugerðar nr. 950/2017 um sérleyfissamninga um verk og þjónustu,“ segir í tilkynningunni.