Í tilkynningu frá Arion banka kemur fram að Styrmir hafi verið framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs og setið í framkvæmdastjórn bankans frá árinu 2020.
Styrmir mun gegna starfi framkvæmdastjóra þar til nýr aðili tekur við starfinu.
„Styrmir hefur leitt umfangsmiklar breytingar þegar kemur að upplýsingatæknimálum hjá Arion banka og gert það með afar farsælum hætti. Ég þakka Styrmi hans góðu störf í þágu bankans og óska honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekst á hendur,“ segir Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.