Viðskipti innlent

Vín­búðin tekur rúss­neskan vodka úr sölu

Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur tekið ákvörðun um að taka fjórar tegundir af fimm af rússneskum vodka úr sölu vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vodkinn verður fjarlægður úr hillum vínbúða á landinu þar til annað verður ákveðið.

Viðskipti innlent

Mikki Mús veitir íslenskum miðlum harða samkeppni

43,1% íslenskra heimila er með áskrift að streymisveitunni Disney+ og hefur fjöldinn hátt í tvöfaldast á einu ári. Þetta sýna nýjar niðurstöður Maskínu sem rýndi í áhorfsvenjur Íslendinga. Í fyrra sögðu 24,0% svarenda að einhver á heimilinu væri með aðgang að Disney+.

Viðskipti innlent

Verðbólga eykst í 6,2 prósent

Ársverðbólga mælist nú 6,2% en hún var 5,7% í janúar. Tólf mánaða verðbólga mældist síðast hærri í mars 2012 þegar hún var 6,40%. Vísitala neysluverðs, miðuð við verðlag í febrúar 2022, hækkar um 1,16% frá janúar og vísitalan án húsnæðis um 1,26%. 

Viðskipti innlent

Nær aldrei bæst við fleiri í­búðir en í fyrra

Mikill fjöldi íbúða bættist við húsnæðisstofn höfuðborgarsvæðisins í fyrra og fjölgar íbúðum í byggingu, að sögn Hagfræðideildar Landsbankans. Þó er óvist hvort framboðsaukningin sé næg miðað við núverandi aðstæður þar sem eftirspurn er mikil.

Viðskipti innlent

Arion banki hækkar óverðtryggða vexti

Arion banki hefur tekið ákvörðun um að hækka óverðtryggða breytilega íbúðalánavexti um 0,50 prósentustig og verða þeir 4,79%. Óverðtryggðir fastir íbúðalánavextir til þriggja ára hækka um 0,45 prósentustig og verða 5,69%.

Viðskipti innlent

Kristín Björg frá Torgi til Orkunnar

Kristín Björg Árnadóttir hefur hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Orkunnar. Hún starfaði síðast sem fjármálastjóri hjá Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, DV, Hringbrautar og tengdra miðla.

Viðskipti innlent

Með greiðslumat og útborgun en eiga samt ekki séns

Hjón sem hafa árangurslaust boðið í íbúðir á höfuðborgarsvæðinu síðasta eina og hálfa árið segja fasteignamarkaðinn vonlausan fyrir venjulegt fólk. Íbúð sem þau buðu í fyrir þremur mánuðum var sett aftur á sölu í gær og var þá orðin tíu milljónum dýrari.

Viðskipti innlent