Sýn gerir víðtækan samstarfssamning við Viaplay Group Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. júlí 2023 09:05 Samningurinn tekur gildi strax í ágúst. Jack Guez/AFP/Ritzau Scanpix Sýn og Viaplay hafa gert tímamótasamstarfssamning sem felur í sér einkarétt á sölu Viaplay með vörum Vodafone og Stöðvar 2 og tekur samningurinn gildi strax í ágúst. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að Stöð 2 Sport muni um leið taka við sýningarrétti á öllum leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu til næstu ára og taka að sér alla framleiðslu á umfjöllun og umgjörð í kringum leikina. Fyrstu leikirnir sem falla undir samstarfið verða leikir Íslands í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg ytra þann 8. september og Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli þremur dögum síðar. Leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í streymi hjá Viaplay. Stöð 2 Sport mun taka yfir framleiðslu á allri innlendri dagskrárgerð tengdri því íþróttaefni sem Viaplay hefur upp á að bjóða á Íslandi svo sem Meistaradeild Evrópu, Formúlu 1, Championship - deildinni og Carabao-bikarnum í Englandi, þýska fótboltanum, þýska handboltanum, landsleikjum í undankeppni EM karla, stórmótum í pílukasti og meira til. Ný línuleg sjónvarpsrás í loftið Samhliða þessum breytingum verður ný línuleg sjónvarpsrás kynnt til leiks til að hámarka upplifun áskrifenda á íþróttaefni Viaplay. Haft er eftir Yngva Halldórssyni, forstjóra Sýnar að það sé virkilega ánægjulegt að komist hafi verið að tímamóta samkomulagi við streymisveituna Viaplay. „Við fögnum því að leikir karlalandsliðs Íslands séu komnir heim á Stöð 2 Sport. Við leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreytt framboð af bæði innlendri og erlendri afþreyingu og er Viaplay með íþrótta- og sjónvarpsefni sem að fellur vel að vöruframboði Vodafone og Stöðvar 2,“ segir Yngvi. Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar fagnar samningnum við Viaplay.Sýn „Samstarfið undirstrikar styrkleika okkar í að mæta þörfum viðskiptavina hvað varðar framúrskarandi upplifun, persónulegri þjónustu og betra aðgengi að hágæða sjónvarpsefni. Með samningnum við Viaplay munum við geta boðið viðskiptavinum Vodafone internet, farsíma ásamt meiri fjölbreytni í afþreyingu og íþróttaefni. Við hlökkum til samstarfsins og til þess að kynna betur þjónustuna fyrir viðskiptavinum.“ Þá er haft eftir Mikael Olsson, yfirmanni viðskiptaþróunar hjá Viaplay Group að undanfarin þrjú ár hafi Viaplay fest sig í sessi sem efnisveita á Íslandi, sérstaklega með tilliti til beinna útendinga á íþróttaviðburðum. „Við teljum það náttúrulegt skref í framhaldinu að hefja samstarf við fremsta fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtæki landsins. Sameining íþróttarétta, íþróttaframleiðslu og það að hafa Viaplay sem viðbót við áskriftarpakka Vodafone og Stöðvar 2 mun auka dreifingu veitunnar til muna og teljum við að samstarfið mun skila enn meiri ávinningi af fjárfestingum okkar til þessa.” Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Sýn. Þar segir að Stöð 2 Sport muni um leið taka við sýningarrétti á öllum leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu til næstu ára og taka að sér alla framleiðslu á umfjöllun og umgjörð í kringum leikina. Fyrstu leikirnir sem falla undir samstarfið verða leikir Íslands í undankeppni EM 2024 gegn Lúxemborg ytra þann 8. september og Bosníu og Hersegóvínu á Laugardalsvelli þremur dögum síðar. Leikirnir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og í streymi hjá Viaplay. Stöð 2 Sport mun taka yfir framleiðslu á allri innlendri dagskrárgerð tengdri því íþróttaefni sem Viaplay hefur upp á að bjóða á Íslandi svo sem Meistaradeild Evrópu, Formúlu 1, Championship - deildinni og Carabao-bikarnum í Englandi, þýska fótboltanum, þýska handboltanum, landsleikjum í undankeppni EM karla, stórmótum í pílukasti og meira til. Ný línuleg sjónvarpsrás í loftið Samhliða þessum breytingum verður ný línuleg sjónvarpsrás kynnt til leiks til að hámarka upplifun áskrifenda á íþróttaefni Viaplay. Haft er eftir Yngva Halldórssyni, forstjóra Sýnar að það sé virkilega ánægjulegt að komist hafi verið að tímamóta samkomulagi við streymisveituna Viaplay. „Við fögnum því að leikir karlalandsliðs Íslands séu komnir heim á Stöð 2 Sport. Við leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreytt framboð af bæði innlendri og erlendri afþreyingu og er Viaplay með íþrótta- og sjónvarpsefni sem að fellur vel að vöruframboði Vodafone og Stöðvar 2,“ segir Yngvi. Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar fagnar samningnum við Viaplay.Sýn „Samstarfið undirstrikar styrkleika okkar í að mæta þörfum viðskiptavina hvað varðar framúrskarandi upplifun, persónulegri þjónustu og betra aðgengi að hágæða sjónvarpsefni. Með samningnum við Viaplay munum við geta boðið viðskiptavinum Vodafone internet, farsíma ásamt meiri fjölbreytni í afþreyingu og íþróttaefni. Við hlökkum til samstarfsins og til þess að kynna betur þjónustuna fyrir viðskiptavinum.“ Þá er haft eftir Mikael Olsson, yfirmanni viðskiptaþróunar hjá Viaplay Group að undanfarin þrjú ár hafi Viaplay fest sig í sessi sem efnisveita á Íslandi, sérstaklega með tilliti til beinna útendinga á íþróttaviðburðum. „Við teljum það náttúrulegt skref í framhaldinu að hefja samstarf við fremsta fjölmiðla- og fjarskiptafyrirtæki landsins. Sameining íþróttarétta, íþróttaframleiðslu og það að hafa Viaplay sem viðbót við áskriftarpakka Vodafone og Stöðvar 2 mun auka dreifingu veitunnar til muna og teljum við að samstarfið mun skila enn meiri ávinningi af fjárfestingum okkar til þessa.” Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent „Það voru margir undrandi og spurðu: Hvað er í gangi hjá ykkur?“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent