Öll félög hækkað eftir Alvotech vendingar Eiður Þór Árnason skrifar 30. júní 2023 14:54 Mikil hreyfing hefur verið á gengi bréfa í Kauphöllinni síðustu daga. Vísir/vilhelm Gengi allra skráðra félaga í Kauphöll Íslands hefur hækkað það sem af er degi eftir miklar lækkanir í gær. Líftæknifyrirtækið Alvotech er hástökkvari dagsins með 14,30 prósent hækkun en næst á eftir koma Sýn með 6,67 prósenta hækkun og Skel með 6,09 prósent. Þá hefur velta markaðarins verið umfram meðaltal mánaðarins bæði í dag og í gær. Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum segir í grunninn engan einn atburð orsaka þær hækkanir sem hafi sést á markaðinum í dag. Mikil lækkun hafi verið í Kauphöllinni í gær í tengslum við tilkynningu Alvotech þess efnis að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hyggist ekki afgreiða umsókn fyrirtækisins um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Alvotech hafi svo dregið önnur félög í Kauphöllinni niður með sér sem lækkuðu sömuleiðis í gær. Staðan í Kauphöllinni á þriðja tímanum í dag.Keldan „Mikil eftirvænting var eftir tilkynningunni og það mætti segja að ákveðinni ósvissu var eytt á sama tíma en ljóst var að virði hlutabréfa [Alvotech] myndi hreyfast með henni. Að sama skapi hafa fréttir af fjármögnun [Alvotech] verið jákvæðar eftir því sem leið á daginn í gær og í morgun sem virðist hafa aukið trú fjárfesta á félaginu aftur sem aftur á móti hefur hjálpað markaðinum upp á við,“ bætir Sigurður við. „Velta markaðarins í gær og í dag var einnig umfram meðaltal mánaðarins en horfa þarf til þess að það eru alltaf kaupendur og seljendur í öllum tilfellum á hlutabréfamarkaði. Eitthvað af því fjármagni sem fór út af markaðinum í gæti því verið að koma aftur inn í dag,“ segir Sigurður jafnframt um þróunina í Kauphöllinni. Leggur til fé inn í Alvotech til að styðja við reksturinn Fram hefur komið að Alvotech þurfi að mæta auknum kostnaði vegna fyrirséðra tafa á markaðssetningu AVT02 í Bandaríkjunum eftir niðurstöðu Matvæla- og lyfjastofnunarinnar. ATP Holdings ehf., dótturfélag Aztiq sem er stærsti hluthafi Alvotech, hyggst leggja fram allt að 13.600 milljónir króna (eða jafnvirði 100 milljóna dala) til að standa straum af kostnaði við rannsóknar- og þróunarverkefni Alvotech á næstu mánuðum. Fjárfestingafélagið Aztiq er í eigu Róberts Wessmann. Innherji greindi frá því í dag að Aztiq sé að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna. Vísir er í eigu Sýnar. Kauphöllin Alvotech Sýn Skel fjárfestingafélag Tengdar fréttir Fjárfestingafélag Róberts að selja í Lotus fyrir meira en 30 milljarða Fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, er að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna en Róbert hefur sagt að Aztiq muni leggja Alvotech til frekari fjármuni til að styðja við reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifélagsins hefur rokið upp um meira en tíu prósent í morgun. 30. júní 2023 10:26 Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. júní 2023 06:36 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Sigurður Óli Sigurðarson, hlutabréfagreinandi hjá Landsbankanum segir í grunninn engan einn atburð orsaka þær hækkanir sem hafi sést á markaðinum í dag. Mikil lækkun hafi verið í Kauphöllinni í gær í tengslum við tilkynningu Alvotech þess efnis að Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hyggist ekki afgreiða umsókn fyrirtækisins um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Alvotech hafi svo dregið önnur félög í Kauphöllinni niður með sér sem lækkuðu sömuleiðis í gær. Staðan í Kauphöllinni á þriðja tímanum í dag.Keldan „Mikil eftirvænting var eftir tilkynningunni og það mætti segja að ákveðinni ósvissu var eytt á sama tíma en ljóst var að virði hlutabréfa [Alvotech] myndi hreyfast með henni. Að sama skapi hafa fréttir af fjármögnun [Alvotech] verið jákvæðar eftir því sem leið á daginn í gær og í morgun sem virðist hafa aukið trú fjárfesta á félaginu aftur sem aftur á móti hefur hjálpað markaðinum upp á við,“ bætir Sigurður við. „Velta markaðarins í gær og í dag var einnig umfram meðaltal mánaðarins en horfa þarf til þess að það eru alltaf kaupendur og seljendur í öllum tilfellum á hlutabréfamarkaði. Eitthvað af því fjármagni sem fór út af markaðinum í gæti því verið að koma aftur inn í dag,“ segir Sigurður jafnframt um þróunina í Kauphöllinni. Leggur til fé inn í Alvotech til að styðja við reksturinn Fram hefur komið að Alvotech þurfi að mæta auknum kostnaði vegna fyrirséðra tafa á markaðssetningu AVT02 í Bandaríkjunum eftir niðurstöðu Matvæla- og lyfjastofnunarinnar. ATP Holdings ehf., dótturfélag Aztiq sem er stærsti hluthafi Alvotech, hyggst leggja fram allt að 13.600 milljónir króna (eða jafnvirði 100 milljóna dala) til að standa straum af kostnaði við rannsóknar- og þróunarverkefni Alvotech á næstu mánuðum. Fjárfestingafélagið Aztiq er í eigu Róberts Wessmann. Innherji greindi frá því í dag að Aztiq sé að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna. Vísir er í eigu Sýnar.
Kauphöllin Alvotech Sýn Skel fjárfestingafélag Tengdar fréttir Fjárfestingafélag Róberts að selja í Lotus fyrir meira en 30 milljarða Fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, er að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna en Róbert hefur sagt að Aztiq muni leggja Alvotech til frekari fjármuni til að styðja við reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifélagsins hefur rokið upp um meira en tíu prósent í morgun. 30. júní 2023 10:26 Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. júní 2023 06:36 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Fjárfestingafélag Róberts að selja í Lotus fyrir meira en 30 milljarða Fjárfestingafélagið Aztiq, aðaleigandi Alvotech og stýrt af Róberti Wessman, er að klára sölu á um helmingi af tæplega tuttugu prósenta eignarhlut sínum í samheitalyfjafyrirtækinu Lotus í Taívan. Áætla má að félagið muni fá um 250 milljónir Bandaríkjadala í sinn hlut við söluna en Róbert hefur sagt að Aztiq muni leggja Alvotech til frekari fjármuni til að styðja við reksturinn vegna tafa á markaðsleyfi í Bandaríkjunum. Hlutabréfaverð íslenska líftæknifélagsins hefur rokið upp um meira en tíu prósent í morgun. 30. júní 2023 10:26
Alvotech fær ekki markaðsleyfi fyrir hliðstæðu Humira að svo stöddu Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna mun ekki afgreiða umsókn Alvotech um markaðsleyfi fyrir AVT02, hliðstæðulyf Humira, að svo stöddu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 29. júní 2023 06:36