Viðskipti innlent

Íslenskt máltæknifyrirtæki í samstarfi við OpenAI um GPT-4
Íslenska máltæknifyrirtækið Miðeind hefur síðustu mánuði aðstoðað bandaríska gervigreindarfyrirtækið OpenAI við að þjálfa nýjustu kynslóð GPT líkansins. Þetta er í fyrsta sinn sem OpenAI gerir tilraunir með sérstaka þjálfun risamállíkans síns á öðru tungumáli en ensku, og þar varð íslenska fyrir valinu.

Kröfur upp á 735 milljónir í þrotabú Hótel Sögu
Skiptum er lokið í þrotabú Hótel Sögu ehf., rekstrarfélagsins sem Íslands rak Hótel Sögu í Bændahöllinni við Hagatorg um áratugaskeið. Lýstar kröfur voru tæpar 735 milljónir króna.

Sveinbjörn nýr framkvæmdastjóri hjá Fossum
Sveinbjörn Sveinbjörnsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri eignastýringar Fossa fjárfestingarbanka.

Lokadagurinn til að skila skattframtali
Einstaklingar hafa frest til miðnættis til að skila inn skattframtali sínu til Skattsins. Ekki verður hægt að sækja um frest til að skila framtali.

Angeline ráðin yfirmaður markaðsmála hjá ECA
Angeline Stuma hefur verið ráðin sem yfirmaður markaðsmála hjá sprotafyrirtækinu sports Coaching Academy (ECA). Félaginu er ætlað að styðja grasrótarstarf rafíþróttafélaga með hugbúnaði og lausnum sem auðveldi félögunum að halda uppi öflugu barnastarfi í rafíþróttum.

Anna nýr framkvæmdastjóri Marel í Norður-Ameríku
Anna Kristín Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Marels í Norður-Ameríku. Hún er einnig framkvæmdastjóri nýsköpunar og þróunar hjá fyrirtækinu og mun gegna báðum störfum samhliða.

Árni Jón og Þorvaldur Jón til Advania
Árni Jón Eggertsson hefur verið ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri á rekstrarlausnasviði Advania og Þorvaldur Jón Henningsson deildarstjóri mun leiða einingu innan rekstrarlausna sem fer meðal annars fyrir vöruþróun, sjálfvirknivæðingu, þjónustuvöktun og ferlum.

OK kaupir netöryggislausnir Cyren og stofnar Varist
Upplýsingatæknifyrirtækið OK hefur fest kaup á vírusvarnarhugbúnaði alþjóðlega netöryggisfyrirtækisins Cyren Ltd. en félagið sótti nýverið um gjaldþrotaskipti í Ísrael. Kaupin eru gerð í gegnum nýtt félag, Varist ehf.

Tæplega 98 þúsund bækur seldust
97.827 bækur seldust á Bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda á Laugardalsvelli í ár sem jafngildir því að um 26 prósent allra íbúa landsins hafi náð sér í bók eða ríflega fjórðungur landsmanna.

„Árangur okkar þarf ekki að vera á kostnað Icelandair“
„Ég lít á þetta eins og verslun. Ég er ekki að fara að bjóða upp á gosdrykkjamerki sem enginn vill kaupa. Ég er ekki af hrifinn af hugmyndinni að þú „þurfir að gefa þessu eitt til tvö ár,“ eða eitthvað þvíumlíkt. Þetta er eins og að hafa tilfinningu fyrir einhverju. Annaðhvort bregst markaðurinn við eða ekki,“ segir Birgir Jónsson forstjóri flugfélagsins Play.

Vörður tapaði 737 milljónum króna
Tryggingafélagið Vörður tapaði 737 milljónum króna árið 2022. Neikvæð afkoma skýrist samkvæmt fyrirtækinu einkum af óhagstæðum aðstæðum á verðbréfamarkaði. Forstjóri Varðar segir rekstrarniðurstöðuna vera vonbrigði.

Laufey nýr mannauðsstjóri Icewear
Laufey Guðmundsdóttir, verslunarstjóri hjá Icewear, hefur verið ráðin mannauðsstjóri fyrirtækisins.

Valgerður og Jóhannes til Terra
Valgerður Sigrúnar Vigfúsardóttir og Jóhannes Karl Kárason hafa tekið við stjórnunarstöðum hjá Terra umhverfisþjónustu.

Árni ráðinn framkvæmdastjóri Olíudreifingar
Árni Gunnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Olíudreifingar. Hann tekur við starfinu af Herði Gunnarssyni sem hefur gegnt því undanfarin tuttugu og tvö ár.

Tveir af hverjum fimm frá Bretlandi og Bandaríkjunum
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 137 þúsund í nýliðnum febrúar samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða álíka margar brottfarir og í febrúar árið 2020 og um 86 prósent af því sem þær voru í febrúar 2018 eða þegar mest var.

Flotinn mokveiddi hrognafulla loðnu undan Reykjanesi í dag
Loðnuvertíðin stendur nú sem hæst. Loðnan er komin að hrygningu og þar með í sitt verðmætasta form og er hver dagur að skila eins til tveggja milljarða króna gjaldeyristekjum.

Naustið selt
Húsið sem áður hýsti veitingastaðinn Naustið við Vesturgötu í Reykjavík hefur verið selt. Seljandinn segist hafa þurft að bíða í nokkur ár eftir rétta kaupandanum.

Jón Garðar ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs Faxaflóahafna
Jón Garðar Jörundsson hefur verið ráðinn í stöðu sviðsstjóra viðskiptasviðs Faxaflóahafna og tekur við stöðunni af Gunnari Tryggvasyni sem ráðinn var í stöðu hafnarstjóra félagsins í lok seinasta árs.

Bein útsending: Iðnþing 2023
Stóru vaxtartækifærin á Íslandi verða til umræðu á Iðnþingi 2023 sem fram fer í Silfurbergi í Hörpu milli klukkan 14 og 16 í dag.

Vilhjálmur Theodór nýr forstöðumaður sölu hjá Vodafone
Vilhjálmur Theodór Jónsson hefur verið ráðinn sem forstöðumaður sölu hjá Vodafone.

Heildin hafi það býsna gott
Gunnar Jakobsson, varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika, segir að gögn Seðlabankans sýni að meirihluti lánþega á fasteignamarkaði hafi það býsna gott, þrátt fyrir núverandi efnahagsárferði. Áhyggjur stjórnmálamanna ættu að snúa að þeim sem ekki hafa keypt sér húsnæði og eru á leigumarkaði.

Elísabet til Haga
Elísabet Austmann hefur verið ráðin forstöðumaður nýsköpunar- og markaðsmála hjá Högum hf. Til viðbótar við störf tengdum nýsköpunar- og markaðsmálum mun Elísabet einnig bera ábyrgð á vörumerkja- og samskiptamálum Haga á breiðum grunni.

Grettir frá Aton.JL til Spor
Grettir Gautason hefur verið ráðinn til samskipta- og ráðgjafastofunnar Spor þar sem hann mun veita viðskiptavinum stofunnar ráðgjöf í almannatengslum og samskiptum ásamt því að hafa umsjón með greiningar- og skýrsluvinnu fyrirtækisins.

Vill ekki að líf sitt snúist um deiluna við Musk
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno og fyrrverandi starfsmaður Twitter, segir að von sé á tilkynningu frá sér í dag. Hann segir að tilkynningin tengist ekki ritdeilunni við Elon Musk, eiganda Twitter.

Athugasemd gerð við tíst Haraldar
Athugasemd hefur verið bætt við tíst Haraldar Þorleifssonar þar sem hann svarar Elon Musk, eiganda Twitter. Þar segir að Musk hafi, eftir að hafa tístað um vangetu Haraldar til að vinna og fötlun, talað við Harald og beðist afsökunar.

Formaður knattspyrnudeildar ÍR í eigendahóp lögfræðistofu
Axel Kári Vignisson hefur bæst í eigendahóp Íslensku lögfræðistofunnar. Aðrir eigendur eru hæstaréttarlögmennirnir Arnar Kormákur Friðriksson, Haukur Örn Birgisson og Ómar Örn Bjarnþórsson.

Ekki skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið
Lögmaður með sérþekkingu á sviði skattalöggjafar segir það ekki vera skrýtið að fólk sé hrætt við skattframtalið. Lagaumhverfið á sviðinu vefjist jafnvel fyrir færustu lögmönnum. Hún segir mikilvægt að fólk fari vel yfir framtalið og fer yfir það helsta sem þarf að hafa í huga þegar það er gert.

Valgeir nýr framkvæmdastjóri happdrættis DAS
Valgeir Elíasson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri happdrættis DAS. Hann mun starfa við hlið fráfarandi forstjóra, Sigurðar Ágústs Sigurðssonar, fram í maí næst komandi. Sigurður hefur verið forstjóri happdrættisins í 33 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs.

Hringdu Kauphallarbjöllunni fyrir jafnrétti kynjanna
Kvenforstjórar félaga í Kauphöllinni hringdu í morgun bjöllu í húsnæði Kauphallarinnar fyrir jafnrétti kynjanna í tilefni af Alþjóðadegi kvenna sem haldinn er í dag.

Musk eyddi tísti um að Haraldur væri „sá versti“
Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, eyddi fyrr í dag tísti þar sem hann segir Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrum starfsmann Twitter, „þann versta“.