Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2023 11:15 Konráð þekkir markaðinn mæta vel. Hlutabréfamarkaðurinn hefur leikið marga grátt undanfarin misseri og úrvalsvísitalan hrunið um tuttugu prósent á einu ári. Fyrirtæki, meira segja þau sem eru í góðum rekstri og skila fínum hagnaði, hafa fallið í verði og velta eflaust því margir fyrir sér hvað veldur þessari djúpu lægð. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rýnt í stöðuna á mannamáli. Sindri Sindrason skellti sér í Kringluna og byrjaði innslagið á því að spyrja fólk hvort það ætti yfirleitt hlutabréf. Sumir átti hlutabréf en flestir ekki. Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningu Arion Banka. Hann var spurður út í ástæðuna fyrir ákveðnu hruni á hlutabréfamarkaðnum. „Hækkandi vaxtarstigi af því að það gerir skuldabréf og innláni að vísilegri fjárfestingarkosti miðað við hlutabréf. Miðað við hvernig verðmat er reiknað, það eitt og sér lækkar verðmat á félögum. Svo höfum við verið með fleiri þætti eins og stríðið í Úkraínu sem hefur leikið markaðinn grátt eitt og sér, við höfum frekar fá félög á markaðnum hérna heima og þessi stærstu félög hafa ekki verið að skila í takti við væntingar,“ segir Konráð. Jarðhræringar á Reykjanesi hjálpi ekki til. Þær skapi óvissu. „Þó að við séum að sjá þessar miklu lækkanir þá er ekki allt að fara til fjandans, þetta er ágætis áminning að þetta er fjárfesting sem er í eðli sínum áhættusöm en yfir lengra tímabil hafa hlutabréf verið að gefa góða ávöxtun á heimsvísu.“ Konráð bendir á að þeir sem þori að bíða og hafi ekki þörf á peningum akkúrat núna þá sé mjög líklegt að verð fari aftur upp. Það sýni sagan. „Þetta er kannski spurning hvort fólk hafi trú á íslensku atvinnulífi, fyrirtækjum eða því sem fólk er að gera þá getur það verið góður kostur að fjárfesta í þeim plönum og félögum.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli Ísland í dag Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Fyrirtæki, meira segja þau sem eru í góðum rekstri og skila fínum hagnaði, hafa fallið í verði og velta eflaust því margir fyrir sér hvað veldur þessari djúpu lægð. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rýnt í stöðuna á mannamáli. Sindri Sindrason skellti sér í Kringluna og byrjaði innslagið á því að spyrja fólk hvort það ætti yfirleitt hlutabréf. Sumir átti hlutabréf en flestir ekki. Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningu Arion Banka. Hann var spurður út í ástæðuna fyrir ákveðnu hruni á hlutabréfamarkaðnum. „Hækkandi vaxtarstigi af því að það gerir skuldabréf og innláni að vísilegri fjárfestingarkosti miðað við hlutabréf. Miðað við hvernig verðmat er reiknað, það eitt og sér lækkar verðmat á félögum. Svo höfum við verið með fleiri þætti eins og stríðið í Úkraínu sem hefur leikið markaðinn grátt eitt og sér, við höfum frekar fá félög á markaðnum hérna heima og þessi stærstu félög hafa ekki verið að skila í takti við væntingar,“ segir Konráð. Jarðhræringar á Reykjanesi hjálpi ekki til. Þær skapi óvissu. „Þó að við séum að sjá þessar miklu lækkanir þá er ekki allt að fara til fjandans, þetta er ágætis áminning að þetta er fjárfesting sem er í eðli sínum áhættusöm en yfir lengra tímabil hafa hlutabréf verið að gefa góða ávöxtun á heimsvísu.“ Konráð bendir á að þeir sem þori að bíða og hafi ekki þörf á peningum akkúrat núna þá sé mjög líklegt að verð fari aftur upp. Það sýni sagan. „Þetta er kannski spurning hvort fólk hafi trú á íslensku atvinnulífi, fyrirtækjum eða því sem fólk er að gera þá getur það verið góður kostur að fjárfesta í þeim plönum og félögum.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli
Ísland í dag Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira