Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli Stefán Árni Pálsson skrifar 14. nóvember 2023 11:15 Konráð þekkir markaðinn mæta vel. Hlutabréfamarkaðurinn hefur leikið marga grátt undanfarin misseri og úrvalsvísitalan hrunið um tuttugu prósent á einu ári. Fyrirtæki, meira segja þau sem eru í góðum rekstri og skila fínum hagnaði, hafa fallið í verði og velta eflaust því margir fyrir sér hvað veldur þessari djúpu lægð. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rýnt í stöðuna á mannamáli. Sindri Sindrason skellti sér í Kringluna og byrjaði innslagið á því að spyrja fólk hvort það ætti yfirleitt hlutabréf. Sumir átti hlutabréf en flestir ekki. Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningu Arion Banka. Hann var spurður út í ástæðuna fyrir ákveðnu hruni á hlutabréfamarkaðnum. „Hækkandi vaxtarstigi af því að það gerir skuldabréf og innláni að vísilegri fjárfestingarkosti miðað við hlutabréf. Miðað við hvernig verðmat er reiknað, það eitt og sér lækkar verðmat á félögum. Svo höfum við verið með fleiri þætti eins og stríðið í Úkraínu sem hefur leikið markaðinn grátt eitt og sér, við höfum frekar fá félög á markaðnum hérna heima og þessi stærstu félög hafa ekki verið að skila í takti við væntingar,“ segir Konráð. Jarðhræringar á Reykjanesi hjálpi ekki til. Þær skapi óvissu. „Þó að við séum að sjá þessar miklu lækkanir þá er ekki allt að fara til fjandans, þetta er ágætis áminning að þetta er fjárfesting sem er í eðli sínum áhættusöm en yfir lengra tímabil hafa hlutabréf verið að gefa góða ávöxtun á heimsvísu.“ Konráð bendir á að þeir sem þori að bíða og hafi ekki þörf á peningum akkúrat núna þá sé mjög líklegt að verð fari aftur upp. Það sýni sagan. „Þetta er kannski spurning hvort fólk hafi trú á íslensku atvinnulífi, fyrirtækjum eða því sem fólk er að gera þá getur það verið góður kostur að fjárfesta í þeim plönum og félögum.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli Ísland í dag Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Fyrirtæki, meira segja þau sem eru í góðum rekstri og skila fínum hagnaði, hafa fallið í verði og velta eflaust því margir fyrir sér hvað veldur þessari djúpu lægð. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rýnt í stöðuna á mannamáli. Sindri Sindrason skellti sér í Kringluna og byrjaði innslagið á því að spyrja fólk hvort það ætti yfirleitt hlutabréf. Sumir átti hlutabréf en flestir ekki. Konráð S. Guðjónsson er hagfræðingur hjá greiningu Arion Banka. Hann var spurður út í ástæðuna fyrir ákveðnu hruni á hlutabréfamarkaðnum. „Hækkandi vaxtarstigi af því að það gerir skuldabréf og innláni að vísilegri fjárfestingarkosti miðað við hlutabréf. Miðað við hvernig verðmat er reiknað, það eitt og sér lækkar verðmat á félögum. Svo höfum við verið með fleiri þætti eins og stríðið í Úkraínu sem hefur leikið markaðinn grátt eitt og sér, við höfum frekar fá félög á markaðnum hérna heima og þessi stærstu félög hafa ekki verið að skila í takti við væntingar,“ segir Konráð. Jarðhræringar á Reykjanesi hjálpi ekki til. Þær skapi óvissu. „Þó að við séum að sjá þessar miklu lækkanir þá er ekki allt að fara til fjandans, þetta er ágætis áminning að þetta er fjárfesting sem er í eðli sínum áhættusöm en yfir lengra tímabil hafa hlutabréf verið að gefa góða ávöxtun á heimsvísu.“ Konráð bendir á að þeir sem þori að bíða og hafi ekki þörf á peningum akkúrat núna þá sé mjög líklegt að verð fari aftur upp. Það sýni sagan. „Þetta er kannski spurning hvort fólk hafi trú á íslensku atvinnulífi, fyrirtækjum eða því sem fólk er að gera þá getur það verið góður kostur að fjárfesta í þeim plönum og félögum.“ Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur Stöðvar 2+ og Stöðvar 2 geta séð það í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+. Klippa: Staðan á hlutabréfamarkaðnum á mannamáli
Ísland í dag Fjármálamarkaðir Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent