Tilnefnd til verðlauna fyrir Kúmen og lúxusbíósal í þaki Kringlunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 17. nóvember 2023 18:25 Ný mathöll í Kringlunni var opnuð á þessu ári. Kringlan verslunarmiðstöð hefur hlotið tilnefningu til hinna virtu Revo´s verðlauna í Bretlandi. Framkvæmdastjóri segir það hafa verið djarfa hugmynd að byggja bíósal upp úr þakinu. Viðskiptavinir séu mjög ánægðir með breytingarnar, sem og breytingarnar á mathöllinni. Tilnefningin er fyrir vel heppnaðar framkvæmdir annars vegar í nýrri mathöll, Kúmen, og hins vegar í lúxusbíósal sem smíðaður var upp úr þaki verslunarmiðstöðvarinnar. „Tilnefning til verðlauna Revo er mikill heiður. Það var mjög djörf hugmynd að byggja lúxussal upp úr þaki Kringlunnar en sú áskorun arktiekta og verkfræðinga gekk fullkomlega upp. Sömu sögu er að segja um Kúmen, breytingar þar eru gríðarlega vel heppnaðar og ánægja viðskiptavina ótvíræð. Við þökkum fyrir það traust sem okkur hjá THG var sýnt við hönnun og framkvæmd eins stærsta og krefjandi verkefnis sem Kringlan hefur ráðist í,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Lúxusbíósalur sem smíðaður var upp úr þaki verslunarmiðstöðvarinnar Í tilkynningu kemur fram að tilgangurinn með verðlaununum sé að vekja athygli á bestu og árangursríkustu breytingum fasteigna. Breytingum sem miða af því að uppfylla betur þarfir viðskiptavina og styrkja svæði enn frekar sem vinsælan viðkomustað. Verðlaunin verða kynnt þann 6. desember við hátíðlega athöfn í London. „Við erum mjög stolt af þessari miklu viðurkenningu í umhverfi mikillar samkeppni. Viðskiptavinir kunna vel að meta þessar breytingar og Kúmen er þegar orðinn mjög vinsæll áfangastaður Kringlu– og bíógesta,“ segir Inga Rut ennfremur. Við endurbætur hæðarinnar naut Kringlan ráðgjafar breska félagsins M Worldwide, sem sérhæfir sig í lífstílstengdum verkefnum og THG Arkitekta. Paolo Gianfrancesco frá THG leiddi verkefnið sem stóð yfir í tæp tvö ár. Bretland Kringlan Kvikmyndahús Reykjavík Tengdar fréttir Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2. desember 2022 13:24 Kúmen er kryddið í Kringlunni Það var glatt á hjalla á KÚMEN í gær þegar Kringlan bauð öllum þeim sem unnið hafa að hönnun, framkvæmdum og kynningu á þessu nýja svæði Kringlunnar, til veislu. KÚMEN er miklu meira en mathöll því 3ja hæðin verður, þegar verki verður formlega lokið á næsta ári, glæsilegt svæði fyrir upplifun, afþreyingu og veitingar. 2. desember 2022 13:07 Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Tilnefningin er fyrir vel heppnaðar framkvæmdir annars vegar í nýrri mathöll, Kúmen, og hins vegar í lúxusbíósal sem smíðaður var upp úr þaki verslunarmiðstöðvarinnar. „Tilnefning til verðlauna Revo er mikill heiður. Það var mjög djörf hugmynd að byggja lúxussal upp úr þaki Kringlunnar en sú áskorun arktiekta og verkfræðinga gekk fullkomlega upp. Sömu sögu er að segja um Kúmen, breytingar þar eru gríðarlega vel heppnaðar og ánægja viðskiptavina ótvíræð. Við þökkum fyrir það traust sem okkur hjá THG var sýnt við hönnun og framkvæmd eins stærsta og krefjandi verkefnis sem Kringlan hefur ráðist í,“ segir Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Lúxusbíósalur sem smíðaður var upp úr þaki verslunarmiðstöðvarinnar Í tilkynningu kemur fram að tilgangurinn með verðlaununum sé að vekja athygli á bestu og árangursríkustu breytingum fasteigna. Breytingum sem miða af því að uppfylla betur þarfir viðskiptavina og styrkja svæði enn frekar sem vinsælan viðkomustað. Verðlaunin verða kynnt þann 6. desember við hátíðlega athöfn í London. „Við erum mjög stolt af þessari miklu viðurkenningu í umhverfi mikillar samkeppni. Viðskiptavinir kunna vel að meta þessar breytingar og Kúmen er þegar orðinn mjög vinsæll áfangastaður Kringlu– og bíógesta,“ segir Inga Rut ennfremur. Við endurbætur hæðarinnar naut Kringlan ráðgjafar breska félagsins M Worldwide, sem sérhæfir sig í lífstílstengdum verkefnum og THG Arkitekta. Paolo Gianfrancesco frá THG leiddi verkefnið sem stóð yfir í tæp tvö ár.
Bretland Kringlan Kvikmyndahús Reykjavík Tengdar fréttir Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2. desember 2022 13:24 Kúmen er kryddið í Kringlunni Það var glatt á hjalla á KÚMEN í gær þegar Kringlan bauð öllum þeim sem unnið hafa að hönnun, framkvæmdum og kynningu á þessu nýja svæði Kringlunnar, til veislu. KÚMEN er miklu meira en mathöll því 3ja hæðin verður, þegar verki verður formlega lokið á næsta ári, glæsilegt svæði fyrir upplifun, afþreyingu og veitingar. 2. desember 2022 13:07 Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15 Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Eldrauður dagur í Kauphöllinni Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Fleiri fréttir Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Sjá meira
Stjörnutorgsskiltið fer á nýtt Stjörnutorg Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 2. desember 2022 13:24
Kúmen er kryddið í Kringlunni Það var glatt á hjalla á KÚMEN í gær þegar Kringlan bauð öllum þeim sem unnið hafa að hönnun, framkvæmdum og kynningu á þessu nýja svæði Kringlunnar, til veislu. KÚMEN er miklu meira en mathöll því 3ja hæðin verður, þegar verki verður formlega lokið á næsta ári, glæsilegt svæði fyrir upplifun, afþreyingu og veitingar. 2. desember 2022 13:07
Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. 23. nóvember 2022 20:15