Krefja Grindvíkinga ekki um afborganir í bili Árni Sæberg skrifar 14. nóvember 2023 12:26 Íslensku viðskiptabankarnir þrír sýna Grindvíkingum samhug. Stóru viðskiptabankarnir þrír bjóða Grindvíkingum allir upp á frystingu húsnæðislána vegna þeirrar stöðu sem uppi er í bænum. Fryst húsnæðislán safna þó vöxtum og verðbótum. Á vef Landsbankans sagði í tilkynningu í gær að margir viðskiptavinir bankans séu með íbúðarlán. Það sé einfalt og fljótlegt að fresta afborgunum en hafa þurfi samband við bankann og óska eftir því. Atburðirnir gætu valdið því að margir einstaklingar verði fyrir tekjufalli og áhrifin séu sömuleiðis mikil á fyrirtæki í bæjarfélaginu. Bankinn sé með ýmis úrræði í boði, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Vísis um aðgerðir viðskiptabankanna þriggja segir að óvissan sé auðvitað gríðarleg og erfitt að setja sig í spor Grindvíkinga. Fyrstu skrefin í viðbrögðum séu að bjóða viðskiptavinum í Grindavík sem eru með íbúðalán að frysta lánin í allt að sex mánuði. Starfsmenn munu allir halda áfram störfum í lokun Landsbankinn er eini bankinn sem heldur úti útibúi í Grindavík. Það er eðli málsins samkvæmt lokað eins og önnur fyrirtæki í bænum. Í svari bankans segir að starfsfólk bankans í Grindavík hafi, eins og aðrir íbúar bæjarins, fengið húsaskjól í öðrum bæjarfélögum og muni allt halda áfram störfum fyrir bankann, ýmist í öðrum útibúum eða í fjarvinnu. Hugur allra hjá Grindvíkingum Í svari Arion banka segir að hugur allra í bankanum sé hjá íbúum Grindavíkur. Það sé erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín við þessar aðstæður. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að létta á þeim áhyggjum sem hvíla á íbúum Grindavíkur. Við höfum því boðið viðskiptavinum okkar úr Grindavík þriggja mánaða greiðslufrest á íbúðalánum sínum hjá Arion. Um hefðbundna frystingu er að ræða þar sem vextir og verðbætur leggjast á höfuðstól. Enginn kostnaður fylgir frystingunni.“ Þá hafi Vörður, dótturfélag Arion, haft samband við sína viðskiptavini í Grindavík og tilkynnt þeim að félagið mun fella niður iðgjöld af tryggingum þeirra í desember. Byrja á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól Í svari Íslandsbanka við fyrirspurninni segir að bankinn fylgist vel með stöðu mála og hafi metið áhættu út frá ólíkum sviðsmyndum. Bankinn hafi haft samband við viðskiptavini og muni aðstoða viðskiptavini í þessum erfiðu aðstæðum, einstaklinga og fyrirtæki. Grindvíkingar fái forgangsþjónustu til að hafa samband og fá ráðleggingar og upplýsingar um úrræði. Bankinn muni veita þann sveigjanleika sem þarf og frysta lán einstaklinga sem þess óska. Í fyrsta fasa aðgerða bankans megi gera ráð fyrir því að lögð verði áhersla á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól, það er frysta greiðslur af lánum á meðan óvissan varir og þar til mál skýrast frekar. Íslendingar búi sem betur fer vel að samtryggingakerfi Íbúar Grindavíkur hafa sumir haft orð á því að skrýtið sé að greiða af lánum húsa sinna sem eru eftir atvikum ónýt. Í svari Íslandsbanka við spurningu þess efnis segir að bankinn sýni öllum þeim sem búa við óvissu um afdrif eigna sinna og afkomu mikinn samhug og muni gera sitt til þess að auðvelda viðskiptavinum að takast á við þá stöðu. „Íslendingar búa sem betur fer vel að samtryggingarkerfi sem er sérsniðið að því að takast á við atburði af þessum toga og mikilvægt að leyfa því kerfi að taka á málum eins og því er ætlað.“ Íslenskir bankar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Arion banki Landsbankinn Kvika banki Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Á vef Landsbankans sagði í tilkynningu í gær að margir viðskiptavinir bankans séu með íbúðarlán. Það sé einfalt og fljótlegt að fresta afborgunum en hafa þurfi samband við bankann og óska eftir því. Atburðirnir gætu valdið því að margir einstaklingar verði fyrir tekjufalli og áhrifin séu sömuleiðis mikil á fyrirtæki í bæjarfélaginu. Bankinn sé með ýmis úrræði í boði, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Í svari Landsbankans við fyrirspurn Vísis um aðgerðir viðskiptabankanna þriggja segir að óvissan sé auðvitað gríðarleg og erfitt að setja sig í spor Grindvíkinga. Fyrstu skrefin í viðbrögðum séu að bjóða viðskiptavinum í Grindavík sem eru með íbúðalán að frysta lánin í allt að sex mánuði. Starfsmenn munu allir halda áfram störfum í lokun Landsbankinn er eini bankinn sem heldur úti útibúi í Grindavík. Það er eðli málsins samkvæmt lokað eins og önnur fyrirtæki í bænum. Í svari bankans segir að starfsfólk bankans í Grindavík hafi, eins og aðrir íbúar bæjarins, fengið húsaskjól í öðrum bæjarfélögum og muni allt halda áfram störfum fyrir bankann, ýmist í öðrum útibúum eða í fjarvinnu. Hugur allra hjá Grindvíkingum Í svari Arion banka segir að hugur allra í bankanum sé hjá íbúum Grindavíkur. Það sé erfitt að setja sig í spor þeirra sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín við þessar aðstæður. „Við viljum leggja okkar af mörkum til að létta á þeim áhyggjum sem hvíla á íbúum Grindavíkur. Við höfum því boðið viðskiptavinum okkar úr Grindavík þriggja mánaða greiðslufrest á íbúðalánum sínum hjá Arion. Um hefðbundna frystingu er að ræða þar sem vextir og verðbætur leggjast á höfuðstól. Enginn kostnaður fylgir frystingunni.“ Þá hafi Vörður, dótturfélag Arion, haft samband við sína viðskiptavini í Grindavík og tilkynnt þeim að félagið mun fella niður iðgjöld af tryggingum þeirra í desember. Byrja á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól Í svari Íslandsbanka við fyrirspurninni segir að bankinn fylgist vel með stöðu mála og hafi metið áhættu út frá ólíkum sviðsmyndum. Bankinn hafi haft samband við viðskiptavini og muni aðstoða viðskiptavini í þessum erfiðu aðstæðum, einstaklinga og fyrirtæki. Grindvíkingar fái forgangsþjónustu til að hafa samband og fá ráðleggingar og upplýsingar um úrræði. Bankinn muni veita þann sveigjanleika sem þarf og frysta lán einstaklinga sem þess óska. Í fyrsta fasa aðgerða bankans megi gera ráð fyrir því að lögð verði áhersla á að koma viðskiptavinum í greiðsluskjól, það er frysta greiðslur af lánum á meðan óvissan varir og þar til mál skýrast frekar. Íslendingar búi sem betur fer vel að samtryggingakerfi Íbúar Grindavíkur hafa sumir haft orð á því að skrýtið sé að greiða af lánum húsa sinna sem eru eftir atvikum ónýt. Í svari Íslandsbanka við spurningu þess efnis segir að bankinn sýni öllum þeim sem búa við óvissu um afdrif eigna sinna og afkomu mikinn samhug og muni gera sitt til þess að auðvelda viðskiptavinum að takast á við þá stöðu. „Íslendingar búa sem betur fer vel að samtryggingarkerfi sem er sérsniðið að því að takast á við atburði af þessum toga og mikilvægt að leyfa því kerfi að taka á málum eins og því er ætlað.“
Íslenskir bankar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Arion banki Landsbankinn Kvika banki Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira