Tónlist

Sextán sveitir keppa

Sextán hljómsveitir hafa skráð sig í hina alþjóðlegu hljómsveitarkeppni Global Battle of the Bands sem verður haldin dagana 15.-24. nóvember í Hellinum, tónleikasal Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar (TÞM).

Tónlist

Enn til miðar á Sykurmolana!

Sykurmolanir fagna 20 ára AMMÆLI sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum einstökum afmælistónleikum í Laugardalshöll, næstkomandi föstudag þann 17. nóvember. RASS OG Dj@mundo hafa bæst við dagkskrá afmælistónleikanna.

Tónlist

Sakna ekki Robbie

Strákarnir í hinni fornfrægu hljómsveit Take That segjast ekkert sakna Robbie Williams. Þeir Gary Barlow, Howard Donald, Mark Owen og Jason Orange ákváðu að sameina sveitina á ný eftir langa pásu en Robbie Williams, sem hefur náð mestri frægð af þeim öllum, ákvað að vera ekki með.

Tónlist

Micarelli til Íslands

Fiðluleikarinn Lucia Micarelli, sem stal senunni um stund á tónleikum Ian Andersons úr Jethro Tull í Laugardalshöll 23. maí, heldur tónleika á Nasa 9. desember.

Tónlist

Idol-Heiða stjórnar sjónvarpsþætti

Aðalheiður Ólafsdóttir, betur þekkt sem Heiða úr Idolinu, mun stjórna nýjum tónlistarþætti á Skjá einum í vetur þar sem sýnd verða myndbönd með öllu því nýjasta og vinsælasta í tónlist hverju sinni. „Ég mun verða með upprifjun á gömlu og góðu efni inn á milli þannig að þátturinn ætti að geta höfðað til allra,” segir Heiða og bætir því við að þátturinn verði hálftímalangur á hverju föstudagskvöldi.

Tónlist

Frábær byrjun á nýjasta tónleikastaðnum í borginni

Nýja viðbótin á verslunarmarkaðnum, Liborius við Mýrargötu, hefur gefið sig út fyrir að vera ekki bara fataverslun. Það var aldeilis sýnt og sannað á laugardaginn en þá hélt Daníel Ágúst Haraldsson tónleika inni í búðinni með fullskipaða hljómsveit.

Tónlist

Fleiri gesti – takk

Á laugardag var hrint af stað átaki Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem vill sjá fleiri gesti á hljómleikum sínum í Háskólabíói. Átakið fór í gang með árlegri bíósýningu þeirra á Melunum, en þar var sýnd Chaplin-dagskrá og lék hljómsveitin undir.

Tónlist

Ásgerður syngur lög Magnúsar Blöndal

Ásgerður Júníusdóttir stendur í ströngu þessa dagana. Hún er að frumæfa nýja óperu sem frumsýnd verður í lok vikunnar og jafnframt tekin til við að kynna disk sinn með sönglögum eftir Magnús Blöndal Jóhannsson sem kemur út fljótlega. Nýi diskurinn hefur að geyma öll sönglög Magnúsar Blöndals en fæst þeirra hafa komið út áður.

Tónlist

Bara tveir eftir í múm

Aðeins tveir meðlimir eru eftir í hljómsveitinni múm, sem hitar upp fyrir Sykurmolana í Laugardalshöll 17. nóvember, eða þeir Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Tynes.

Tónlist

FLEX music með dansveislu

Nú er 6 mánaða bið á enda og súperplötusnúðurinn Desyn Masiello á leið til landsins í fyrsta skiptið og spilar 1.desember á NASA við Austurvöll.

Tónlist

Hiphop á Barnum

Fyrstu tónleikarnir í mánaðarlegu tónleikahaldi Triangle Productions á Barnum verða haldnir í kvöld. Hiphop verður á efnisskránni í kvöld og koma fram Beatmakin Troopa, Steve Samplin, Rain og Agzilla.

Tónlist

Tómas og kó í Dómó

Nýr diskur með lagasafni úr fórum Tómasar Einarssonar hefur verið undir geislanum víða um land frá því hann kom út fyrir fáum vikum. Diskinn kallaði Tómas Rom Tom Tom.

Tónlist

Orð má finna

Fjórða breiðskífa Í svörtum fötum kemur út í dag en hljómsveitin hefur verið starfandi síðan 1998. Á þessari plötu sem heitir Orð má finna 12 ný lög sem öll eru samin af strákunum í hljómsveitinni og þess má einnig geta að þeir sáu sjálfir um stjórn upptöku og útsetningar.

Tónlist

Syngur Thriller

Fyrrverandi konungur poppsins, Michael Jackson, mun flytja lagið Thriller á heimstónlistarverðlaunahátíðinni sem verður haldin í London í næstu viku. Þetta verður í fyrsta sinn í níu ár sem Jackson treður upp í Bretlandi.

Tónlist

Fjölbreytt stemning á nýrri plötu

Hljómsveitin Í svörtum fötum hefur gefið út sína fjórðu plötu, Orð. Á plötunni eru tólf ný lög sem eru öll samin af meðlimum sveitarinnar, þar á meðal „Þessa nótt“ sem hefur fengið góðar viðtökur að undanförnu.

Tónlist

Styktartónleikar Ljóssins

Úrval tónlistarmanna efnir til tónleika til styktar starfsemi Ljóssins, sem eru endurhæfingar– og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Tónleikarnir verða laugardaginn 11. nóvember í Neskirkju. Miðasala er hafin í Ljósinu í Neskirkju og í síma 5613770.

Tónlist

Nylon í Smáralind

Nylon flokkurinn í boði KBbanka hefur ákveðið að boða til tónleika í Vetrargarðinum í Smáralind Laugardag 18. nóvember nk. klukkan 15:00. Tónleikarnir eru haldnir í tilefni þess að þriðja platan þeirra, sem ber nafnið Nylon, kemur út í næstu viku.

Tónlist

Kallar fram gæsahúð

Nýjasta plata tónlistarmannsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User's Manual, fær ágæta dóma á hinni virtu bandarísku tónlistarsíðu Pitchfork, eða 6,9 af 10 mögulegum.

Tónlist

Framtakssömu stelpurnar frá Svíþjóð vekja athygli

Svíþjóð hefur lengi verið í fararbroddi á Norðurlöndunum í tónlist. Undanfarin misseri hafa verið sérstaklega glæst hjá sænsku tónlistarfólki, þar sem stúlkur hafa ekki síður verið áberandi en piltarnir eins og Steinþór Helgi Arnsteinsson greinir frá.

Tónlist

Flýtir vegna Sykurmola

Tónlistarmaðurinn Sufjan Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni dagana 17. og 18. nóvember, hefur ákveðið að flýta fyrri tónleikunum um einn og hálfan tíma.

Tónlist

Sufjan Stevens missir ekki af Sykurmolunum

Sufjan Stevens, sem leikur á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni þann 17. og 18. nóvember, vill alls ekki missa af afmælistónleikum Sykurmolanna í Laugardalshöll 17. nóvember - enda bandið að koma saman í þetta eina skipti í tilefni af 20 ára afmæli sínu.

Tónlist

DP One til landsins

Daniel A. Pinero eða DP One er einn af efnilegustu Hip-Hop plötusnúðum Bandaríkjanna um þessar mundir. DP One er þrjú elementin uppmáluð þarsem hann er plötusnúður, rappari og breakdansari. Hann er einn af fjórum í hóp sem kallar sig Turntable Anihilists og meðlimur í Rock City Rockers, TCK og Zulu Kingz

Tónlist

Kemur út á DVD

Nirvana - Live! Tonight! Sold Out!! er loksins fáanlegur á DVD, en upprunalega kom þessi titill út á VHS formatinu árið 1994. Kurt Cobain kom með hugmyndina af þessari útgáfu ári eftir að tímamótaplatan Nevermind kom út 1991.

Tónlist

Ljósmyndasamkeppni frá Hróarskeldu

Í tilefni þess að miðasala er að hefjast hefur verið efnt til ljósmyndasamkeppni en sigurvegarinn verður tilkynntur sama dag og miðasalan hefst. Hátíðin verður haldin dagana 5.-8. júlí á næsta ári en aðstandendur hátíðarinnar hafa ákveðið að færa hátíðina um eina viku en venjan hefur verið hingað til

Tónlist

Múm hitar upp fyrir Sykurmolana

Eins og landi og lýð ætti að vera ljóst munu Sykurmolanir fagna 20 ára AMMÆLI sínu með því að koma saman að nýju og leika á einum einstökum afmælistónleikum í Laugardalshöll, föstudaginn 17. nóvember.

Tónlist

Rokkað í Höllinni

Miklir rokkstjörnutónleikar verða haldnir í Laugardalshöll þann 30. nóvember. Allar hetjurnar úr Rock Star: Supernova hittast þar í fyrsta sinn síðan raunveruleikaþættinum lauk, eða þau Magni, Dilana, Toby og Storm ásamt húshljómsveitinni.

Tónlist

Einlægi Írinn gefur út 9

Írski trúbadorinn Damien Rice gefur í dag út sína aðra hljóðversplötu, 9. Fylgir hún á eftir miklum vinsældum O, sem kom út fyrir fjórum árum. Freyr Bjarnason leit yfir feril þessa hugljúfa tónlistarmanns.

Tónlist

Plata Bubba uppseld

Salan á nýjustu plötu Bubba, 06.06.06, hefur gengið framar vonum og er hún núna uppseld hjá útgefanda eftir aðeins tvær vikur í sölu.

Tónlist

Vill Coxon aftur í Blur

Alex James, bassaleikari Blur, segir að fyrrverandi gítarleikari sveitarinnar, Graham Coxon, sé velkominn aftur í sveitina. Coxon hætti fyrir þremur árum til að einbeita sér að sólóferli sínum.

Tónlist