
Sport

Sex breytingar á byrjunarliðinu
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, gerir sex breytingar á byrjunarliðinu fyrir seinni leikinn gegn Kósovó í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Tveir Skagamenn sem spila vanalega á miðjunni eru í vörninni.

Íslenskur fjöldasöngur í Murcia
Fjöldi Íslendinga er mættur til Murcia til að styðja karlalandsliðið í fótbolta í leiknum gegn Kósovó í dag.

Lucie setti nýtt Evrópumet og vann brons
Lucie Stefaniková vann til bronsverðlauna í -76 kg flokki á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum í gær. Hún setti nýtt Evrópumet í hnébeygju.

Gummi Ben og Kjartan Henry hituðu upp í Murcia
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Kósovó í seinni leik liðanna í umspili um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Leikið er í Murcia á Spáni.

Cecilía varði víti
Inter laut í lægra haldi fyrir Fiorentina, 1-0, í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. Cecilía Rán Rúnarsdóttir varði vítaspyrnu í leiknum.

Hamilton dæmdur úr leik í Kína
Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hefur verið dæmdur úr leik í kínverska kappakstrinum ásamt tveimur öðrum.

Máluðu Smárann rauðan
Valur varð í gær bikarmeistari í annað sinn á þremur árum þegar liðið lagði KR örugglega að velli, 78-96, í Smáranum í Kópavogi.

Ronaldo alveg sama um eftirhermu Højlunds
Cristiano Ronaldo, markahæsta landsliðsmanni allra tíma, er alveg sama þótt Rasmus Højlund hafi hermt eftir einkennisfagni sínu í leik Danmerkur og Portúgals á dögunum.

Græn gleði í Smáranum
Njarðvík varð í gær bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík, 81-74, í Smáranum í Kópavogi.

Mourinho mætti á bardagakvöldið hjá Gunnari
Margt var um manninn í O2-höllinni í London í gær þar sem bardagakvöld UFC fór fram. Gunnar Nelson var á meðal keppenda en í stúkunni sat einn frægasti fótboltaþjálfari heims.

Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons
LeBron James sneri aftur eftir tveggja vikna fjarveru vegna meiðsla þegar Los Angeles Lakers fékk skell gegn Chicago Bulls, 115-146, á heimavelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Piastri vann Kínakappaksturinn
McLaren byrjar tímabilið í Formúlu 1 vel en liðið hefur unnið fyrstu tvær keppnirnar. Í dag hrósaði Oscar Piastri sigri í kínverska kappakstrinum.

Tvær ólíkar íþróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“
„Auðvitað hefðum við viljað betri úrslit en það er enginn heimsendir í tveggja leikja einvígi. Við erum nokkuð brattir“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson, sem mun nálgast leikinn í dag eins og „alvöru heimaleik“ þrátt fyrir að vera víðs fjarri Laugardalnum. Ísland þarf að sækja til sigurs eftir 2-1 tap gegn Kósovó í fyrri leiknum.

Hætti í löggunni og gerðist heimsmeistari
Fyrrum lögreglukonan Tiara Brown varð WBC heimsmeistari í fjaðurvigt eftir sigur gegn Skye Nicolson í titilbardaga. Ákvörðun hennar að hætta lögreglustörfum árið 2021 hefur heldur betur borgað sig.

Dagskráin í dag: Landsleikur, Kínakappakstur og margt fleira
Fjörug dagskrá er á íþróttarásunum í dag. Landsleikur Íslands og Kósovó verður í opinni dagskrá en einnig má finna beinar útsendingar frá Formúlunni, bikarkeppni yngri flokka, golfmóti í Singapúr, NBA og NHL.

Gunnar tapaði á stigum
Gunnar Nelson tapaði bardaga sínum gegn Kevin Holland á stigum dómara. Gunnar var vankaður í fyrstu lotu og lenti í vandræðum, náði samt að koma sér í góða stöðu undir lokin en tókst ekki að láta andstæðinginn gefast upp.

Aftur tvöfaldur fögnuður hjá KA: „Höfum ekki pláss fyrir alla þessa bikara“
Eftir að hafa tekið við bikartitlum í bæði kvenna og karlaflokki fyrir tveimur vikum var aftur tvöföld gleði hjá félaginu í dag þegar bæði kvenna og karlaliðið í blaki urðu deildarmeistarar.

Sá síðasti úr hinni heilögu hnefaleikaþrenningu: „Bardagar sem hreyfðu við öllum heiminum“
George Foreman varð sá síðasti úr hinni heilögu þungavigtarþrenningu hnefaleikamanna til að falla frá nú í morgun, hans er minnst með mikilli hlýju.

„Hlökkum til að sjá alla Íslendingana“
Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson segir strákana okkar hafa nýtt síðustu tvo daga vel til að endurheimta orku fyrir seinni leikinn gegn Kósovó. Hann hlakkar til að sækja til sigurs með góðum stuðningi þeirra þúsund Íslendinga sem verða á vellinum.

Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn
Valur vann átján stiga sigur gegn KR 78-96 í úrslitum VÍS-bikarsins. Valsmenn tóku snemma frumkvæðið og voru í bílstjórasætinu allan leikinn. Þetta var fimmti bikarmeistaratitil Vals í sögu félagsins. Uppgjör og viðtöl væntanleg.

„Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“
Valur vann átján stiga sigur gegn KR í úrslitum VÍS-bikar karla. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var afar ánægður með að hafa unnið sitt gamla félag KR í bikarúrslitum.

Leiðin á HM hefst vel hjá Norðmönnum
Noregur vann þægilegan 5-0 sigur gegn Moldavíu í fyrsta leik í undankeppni heimsmeistaramótsins 2026.

Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu
Haukar báru sigur úr býtum 30-27 þegar liðið fékk bosníska liðið Izvidac í heimsókn í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópubikars karla í handbolta á Ásvelli í dag.

Svona var blaðamannafundurinn fyrir seinni leikinn gegn Kósovó
Vísir var með beina útsendingu klukkan hálf sex frá blaðamannafundi íslenska landsliðsins fyrir leik morgundagsins gegn Kósovó.

„Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“
Valur vann í dag Fylki 3-2 í úrslitaleik Lengjubikarsins og hafa því lyft fyrsta titil sumarsins. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með úrslitin.

Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar
Njarðvík varð í dag bikarmeistari kvenna í körfubolta í annað sinn eftir sigur á Grindavík í Smáranum, 81-74. Njarðvíkingar skoruðu átta af síðustu níu stigum leiksins.

Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn
Valur varð í dag Lengjubikarmeistari karla eftir 2-3 sigur á Fylki á Würth vellinum í Árbænum í dag. Fylkismenn komust í 2-0 en Valsmenn sneru dæminu sér í vil.

Drengjalandsliðin náðu ekki inn á lokamótin
Drengjalandslið Íslands, skipuð leikmönnum yngri en 17 ára og yngri en 19 ára, lutu bæði í lægra haldi í leikjum sínum í dag og því er ljóst að landsliðin ná ekki inn á lokamót Evrópumótanna sem fara fram í sumar.

„Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“
Brittany Dinkins var valinn verðmætasti leikmaður bikarkeppninnar í dag þegar Njarðvík hafði betur gegn Grindavík 81-74 og tryggði sér VÍS bikar kvenna.

Marta hetja Eyjakvenna
ÍBV og Selfoss skildu jöfn, 27-27, í lokaleik 19. umferðar Olís-deildar kvenna í handbolta. Marta Wawrzykowska, markvörður Eyjakvenna, reyndist örlagavaldurinn í leiknum.